Fréttir
TilvonandiLeikskolabarn

21. nóv. 2019 : Stytting á viðveru leikskólabarna

Alþjóðadagur barna var í gær og samhliða fagnaði Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna 30 ára afmæli. Fræðsluráð Hafnarfjarðar fagnaði deginum með því að samþykkja styttingu á viðveru leikskólabarna og þannig mun hámarksvistunartími verða 8,5 tímar á dag frá og með næstu áramótum. Leikskólar í Hafnarfirði eru samhliða hvattir til að skoða styttingu á opnun í takt við skráningar barna.

Reykjanesbraut_1

21. nóv. 2019 : Lokun á aðrein frá Krýsuvíkurvegi

Vegna vinnu við tvöföldun Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð þarf að loka suðaustur rampi frá Krýsuvíkurvegi inn á Reykjanesbraut í átt til Reykjavíkur. Verið er að malbika og leggja lokahönd á frágang lagna á þessu svæði.

IMG_9155

15. nóv. 2019 : Dellukall sem fékk listrænt uppeldi

Eiríkur ræðir í þessu spjalli Vitans um mikilvægi tónlistar í stóra samhenginu, lífið sem Hundur í óskilum og þá sköpun sem er að eiga sér stað í Tónlistarskóla Hafnafjarðar alla daga. Tónlistarskóli Hafnarfjarðar er stór tónlistarskóli sem er alltaf að prófa sig áfram og þróun og nýsköpun í skólastarfi með virkri þátttöku starfsfólks og nemenda.

14. nóv. 2019 : Framkvæmdir í Seltúni

Þessa dagana standa yfir framkvæmdir í Seltúni og má gera ráð fyrir að framkvæmdir á morgun, föstudaginn 14. nóvember, geti haft töluverðar raskanir eða lokanir í för með sér. Unnið er að því að loka borholu á svæðinu. 

13. nóv. 2019 : Sterk fjárhagsstaða og stöðugleiki

Áhersla verður lögð á að nútímavæða og þróa þjónustu sveitarfélagsins með hagnýtingu upplýsingatækni og skýrari verkferlum. Aukin þjónusta við íbúa og fyrirtæki verður áfram grundvallarverkefni sveitarfélagsins þar sem forvarnir verða í forgrunni og áfram unnið að stórum fjölbreyttum innleiðingarverkefnum.

SamstarfSamgongustofa

13. nóv. 2019 : Samstarf við Samgöngustofu um umferðarmál

Grunnskólar Hafnarfjarðar verða í sérstöku samstarfi við Samgöngustofu á skólaárinu 2019-2020. Samgöngustofa tekur þátt í að styðja grunnskóla bæjarins við að efla umferðarfræðslu í skólunum með ráðgjöf og kennslu.

IMG_8881

13. nóv. 2019 : Endurskinsmerki aðgengileg í sundlaugum

Öll sex ára börn fengu endurskinsmerki að gjöf frá Heilsubænum Hafnarfirði í haust þegar grunnskólaganga þeirra hófst. Verkefnið er til þess fallið að auka öryggi barnanna og gera þau sýnilegri á ferðum sínum um bæinn.

Skipulag

13. nóv. 2019 : Suðurgata 73

Deiliskipulagsbreyting

SMTInnleidingBjarkalundur

12. nóv. 2019 : Bjarkalundur orðinn fullgildur SMT leikskóli

Leikskólinn Bjarkavellir hefur útskrifast sem fullgildur og sjálfstæður SMT leikskóli. Allir grunnskólar Hafnarfjarðar hafa innleitt SMT skólafærni og einnig fjölmargir leikskólar. Bjarkavellir bætist nú í hóp þeirra.

HafnarfjordurFallegur

11. nóv. 2019 : Bæjarstjórnarfundur 13. nóvember

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 13. nóvember. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.

HafnarfjordurAslandid

11. nóv. 2019 : Viðgerð á dreifikerfi vatnsveitu lokið

Viðgerð á dreifikerfi vatnsveitu lauk í morgun, mánudaginn 11. nóvember og á vatnsþrýstingur að vera kominn í eðlilegt horf. Þökkum sýndan skilning!

Síða 2 af 4