FréttirHjordis

29. nóv. 2019 : Núvitund er áhugaverð aðferð í verkfærakistu lífsins

Í þessu viðtali Vitans segir Hjördís Jónsdóttir, deildarstjóri 1. - 5. bekkjar í Áslandsskóla frá sjálfri sér, frá köllun sinni í kennarastarfið, hornstöðum starfsins í Áslandsskóla og rannsóknarverkefni sem snýr að innleiðingu á núvitund í skólastarfið. Rannsóknarverkefni sem mun án efa sýna mælanlegan jákvæðan árangur til lengri tíma litið en tilfinningalegur árangur innleiðingar virðist þegar orðinn sýnilegur.

IMG_9217

27. nóv. 2019 : Velkomin HEIM í Hafnarfjörð - þar sem hlýleiki ræður ríkjum

Þessa dagana er að detta inn um bréfalúgur jólablað þar sem jólabærinn Hafnarfjörður er í forgrunni. Í blaðinu er að finna upplýsingar um einstaka staði, sérstöðu bæjarins, fólkið sem bæinn byggir, gómsætar uppskriftir og skemmtidagskrá auk aðventukveðju frá bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar sem hvetur Hafnfirðingar og vini Hafnarfjarðar til að njóta aðventunar og samveru með fjölskyldu og vinum. 

KynstrinOll

26. nóv. 2019 : Kynstrin öll - upplestur á Bókasafni Hafnarfjarðar

Nú er jólabókaflóðið að skella á og jóladagskrá Bókasafns Hafnarfjarðar orðin fullskipulögð. Fyrri tvær upplestrarstundirnar af fjórum, annars vegar upplestararkvöld með kaffihúsastemningu og hins vegar upplestrarstund fyrir yngri börn voru vel sóttar. 

26. nóv. 2019 : Jólin hefjast í Hafnarfirði um helgina

Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað með hátíðlegri dagskrá á Thorsplani þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu föstudaginn 29. nóvember. Jólatréð er gjöf frá Cuxhaven, vinabæ Hafnarfjarðar í Þýskalandi. Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Karlakórinn Þrestir flytja nokkur jólalög og Björgvin Halldórsson og Auður syngja.

Reykjanesbraut_1

25. nóv. 2019 : Lokun á frárein frá Reykjanesbraut að Krýsuvíkurvegi

Vegna vinnu við tvöföldun Reykjanesbrautar (41) í gegnum Hafnarfjörð þarf að loka suðvestur frárein við Krýsuvíkurgatnamót. Um er að ræða frárein frá Reykjanesbraut úr vestri að Krýsuvíkurvegi.

HafnarfjordurFallegur

25. nóv. 2019 : Bæjarstjórnarfundur 27. nóvember

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 27. nóvember. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.

IMG_0055

25. nóv. 2019 : Tjáning er grundvallarmannréttindi allra

Í Hæfingarstöðinni við Bæjarhraun 2 er lögð áhersla skipulagða þjónustu og þjálfun í notkun óhefðbundna tjáskipta og í skynörvun sem leiðir til aukinna lífsgæða. 23 notendur koma þangað í vinnu, ýmist frá kl. 8-12 eða 12-16, þar sem þjónustan við þá er einstaklingsmiðuð og stýrð af áætlun og dagskipulagi. H

BjornBogeskov

25. nóv. 2019 : Verkefnin mörg og árstíðabundin

Það mætti segja að skrúðgarðyrkjumeistarinn Björn Bögeskov Hilmarsson beri ættarnafn með rentu, því það er danska útgáfan af orðinu er beykiskógur. Björn, eða Böddi eins og hann er kallaður, sem hefur starfað hjá Hafnarfjarðarbæ í tæp 30 ár, er forstöðumaður þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðar við Norðurhellu. Þar starfa 19 manns að jafnaði og verkefnalistinn er langur og árstíðabundinn. 

Hafnarfjörður sólroði kvöld

22. nóv. 2019 : Þróunarverkefnið BRÚIN tilnefnt til verðlauna

Þróunarverkefnið BRÚIN hefur verið tilnefnt til verðlauna af European Social Services Awards (ESSA) í flokki "samvinnu". Hluti af valinu er kosning og erum öllum velkomið að taka þátt og styðja ákveðin verkefni. Starfsmenn, íbúar og vinir Hafnarfjarðar fá þannig tækifæri til að leggja þessu flotta hafnfirska þróunarverkefni lið með kosningu þar sem hvert atkvæði skiptir máli.

GudrunThorsteinsdottirMannaudsstjori_1561628842084

22. nóv. 2019 : Mikil lífsgæði að lifa og starfa í sama bæ

Guðrún Þorsteinsdóttir, mannauðsstjóri Hafnarfjarðarbæjar, er fæddur Gaflari en fluttist ung til Keflavíkur þar sem hún er búsett í dag. Stefnan er tekin á að flytja aftur til Hafnarfjarðar fyrr en síðar og fjölskyldan er meira að segja búin að finna sér hverfið sem hún vill búa í. Guðrún er viðmælandi vikunnar í Vitanum, hlaðvarpi Hafnarfjarðarbæjar. 

ForeldraradHafnarfjardar

21. nóv. 2019 : Foreldrasamstarf sem virkar

Foreldraráð Hafnarfjarðar hefur látið gera myndband um foreldrasamstarf og gildi þess í grunnskólanum sem hefur þann góða og göfuga tilgang að vekja athygli á traustu samstarfi heimilis og skóla og mikilvægi þess fyrir velferð barnanna okkar. Það er dýrmætt að allir taki þátt og séu með. Foreldrasamstarf með barnið í forgrunni í traustu samstarfi við skólann og starfsfólk hans miðar að því að gera góðan skóla enn betri. Þar geta foreldrar lagt mikið að mörkum. Tökum virkan þátt og eflum gott starf.

Síða 1 af 4