Fréttir
HafnarfjordurAslandid

22. okt. 2019 : Sáttmáli um samgöngur á höfuðborgarsvæðinu

Hafnarfjarðarbær ásamt fimm öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu hafa undirritað tímamótasamkomulag við íslenska ríkið um metnaðarfulla uppbyggingu á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. 

22. okt. 2019 : Maxímúsartónleikar í Hafnarfirði og Hörpu

Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar ásamt Strengjasveit Tónlistarskóla Garðabæjar mun halda þrenna tónleika með tónlistarævintýrinu um tónlistarmúsina Maxímús Músíkús um næstu helgi

Hafnarfjörður sumarkvöld

21. okt. 2019 : Hafnarfjörður í lykilhlutverki í nýjum gamanþáttum

Brátt hefjast tökur á nýjum ljúfsárum gamanþáttum með Ladda í aðalhlutverki. Vettvangur Ladda í þessari 6 þátta seríu sem tekin er upp fyrir Sjónvarp Símans er Hafnarfjörður og mun upptökuteymi vera á ferð og flugi um Hafnarfjörð nú í nóvember. 

Anna-Bara

18. okt. 2019 : Hlaðvarpið VITINN - nýr þáttur er kominn í loftið

Í þessum þætti Vitans er rætt við Önnu Báru Gunnarsdóttir, deildarstjóra þjónustuvers Hafnarfjarðarbæjar. Anna Bára er lykilmanneskja í þjónustu bæjarins og fáir sem hafa betri sýn á þjónustu við íbúa og gesti. Hún veitir okkur innsýn í dagleg verkefni og hvernig þjónusta bæjarins hefur þróast sl. 15 ár og skemmtilegar sögur af samskiptum við íbúa.

Rafmagnshjol

18. okt. 2019 : Starfsfólk fær reiðhjól til reynslu

Umhverfis- og framkvæmdaráð samþykkti nýlega að kaupa fjögur rafmagnshjól og lána þau til starfsfólks Hafnarfjarðarbæjar til reynslu. Þetta heilsueflandi verkefni hefur þann megintilgang að kynna rafhjól sem hentugan ferðamáta í þeirri von að fleiri og í raun sem flestir fari að nýta sér þennan samgöngumáta.

Skipulag

18. okt. 2019 : Álfhella 10 og Einhella 7

Deiliskipulagsbreyting

Vetrarfri2018

18. okt. 2019 : Vetrarfrí

Mánudaginn og þriðjudaginn 21.-22. október er vetrarfrí í grunnskólum Hafnarfjarðar. Venju samkvæmt verður frítt í sund í vetrarfríinu og menningarstofnanir standa fyrir fjölbreyttri dagskrá.

Gönguhópur í Hellisgerði

16. okt. 2019 : Heilsueflandi Hafnarborg

Hafnarborg hefur gerst opinber þátttakandi í verkefninu Heilsubænum Hafnarfirði og mun hér eftir leggja aukna áherslu á þá þætti í starfseminni sem taldir eru hafa góð áhrif á andlega, félagslega og jafnvel líkamlega heilsu gesta. 

ParalympicDagurinn2019Taka2

16. okt. 2019 : Hefur þú prófað íþróttir fatlaðra? Paralympic dagurinn!

Paralympic-dagurinn er stór og skemmtilegur kynningardagur á þeim íþróttum sem fatlaðir stunda á Íslandi. Kynningardagurinn fer fram laugardaginn 19. október í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal frá kl. 13-16. Allir velkomnir!

15. okt. 2019 : Fimmtán verkefni hljóta menningarstyrk

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar afhenti í dag styrki úr seinni úthlutun menningarstyrkja ársins 2019. Fimmtán verkefni hlutu styrk að þessu sinni.

FlensborgOseyrarsvaedi

15. okt. 2019 : Drög að rammaskipulagi hafnarsvæðis

Drög að rammaskipulagi Flensborgarhafnar og Óseyrarsvæðis liggja nú fyrir og hafa drögin verið lögð fram til kynningar. Tekið er á móti ábendingum og hugmyndum til og með föstudeginum 15. nóvember næstkomandi. 

Síða 2 af 5