FréttirFréttir

16. okt. 2019 : Heilsueflandi Hafnarborg

Hafnarborg hefur gerst opinber þátttakandi í verkefninu Heilsubænum Hafnarfirði og mun hér eftir leggja aukna áherslu á þá þætti í starfseminni sem taldir eru hafa góð áhrif á andlega, félagslega og jafnvel líkamlega heilsu gesta. 

ParalympicDagurinn2019Taka2

16. okt. 2019 : Hefur þú prófað íþróttir fatlaðra? Paralympic dagurinn!

Paralympic-dagurinn er stór og skemmtilegur kynningardagur á þeim íþróttum sem fatlaðir stunda á Íslandi. Kynningardagurinn fer fram laugardaginn 19. október í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal frá kl. 13-16. Allir velkomnir!

15. okt. 2019 : Fimmtán verkefni hljóta menningarstyrk

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar afhenti í dag styrki úr seinni úthlutun menningarstyrkja ársins 2019. Fimmtán verkefni hlutu styrk að þessu sinni.

FlensborgOseyrarsvaedi

15. okt. 2019 : Drög að rammaskipulagi hafnarsvæðis

Drög að rammaskipulagi Flensborgarhafnar og Óseyrarsvæðis liggja nú fyrir og hafa drögin verið lögð fram til kynningar. Tekið er á móti ábendingum og hugmyndum til og með föstudeginum 15. nóvember næstkomandi. 

HafnarfjordurFallegur

14. okt. 2019 : Bæjarstjórnarfundur 16. október

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 16. október Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.

KrabbameinsfelagHeimsaekirOkkur

14. okt. 2019 : Krabbameinsfélagið heimsækir Hafnarfjörð

Stjórn Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins ákvað í tilefni sameiningar Krabbameinsfélags Reykjavíkur og Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar 2018 og sjötíu ára afmælisársins að heimsækja sveitarfélögin á félagssvæðinu. Hafnarfjörður var heimsóttur í síðustu viku. 

FanneyDHalldors

14. okt. 2019 : Bæjarbúar taki þátt í mótun nýrrar menntastefnu

Hjá Hafnarfjarðarbæ er í mótun ný menntastefna í virku samstarfi allra hagsmunaaðila og áhugasamra sem verður tilbúin á vormánuðum 2020 og gildir í 10 ár. Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs, segir að skólastefna eigi að vera einföld og sameina grunngildi allra í skólasamfélaginu.

ErlaBjornsdottir

14. okt. 2019 : Getum bætt svefn á margan hátt

Góður nætursvefn eykur lífsgæði, hamingju og framleiðni og er ein mikilvægasta grunnstoð andlegrar og líkamlegrar heilsu. Heilsubærinn Hafnarfjörður býður íbúum og öllum öðrum áhugasömum að eiga saman notalega kvöldstund í Bæjarbíói 16. október næstkomandi. Þar verður m.a. fjallað um leiðir til að öðlast betri nætursvefn. 

IMG_7714

14. okt. 2019 : Nýr forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar

Sigrún Guðnadóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Bókasafns Hafnarfjarðar. Hún hefur frá árinu 2008 starfað hjá Bókasafni Kópavogs, nú síðast sem útibússtjóri Lindasafns ásamt því að vera staðgengill forstöðumanns Bókasafns Kópavogs. Áður starfaði Sigrún í aðalsafni Borgarbókasafns Reykjavíkur frá 2001 til 2007.

YfirlitsmyndSkardshlidHafnarfjordur

11. okt. 2019 : Leiguíbúðir í Skarðshlíð tilbúnar í nóvember

Tólf leiguíbúðir í Skarðshlíð verða tilbúnar til afhendingar um miðjan nóvember. Leiguíbúðunum er ætlað að tryggja tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum aðgengi að öruggu húsnæði í langtímaleigu. Skarðshlíð íbúðarfélag hses og Modulus eignarhaldsfélag gerðu með sér samning um uppbygginguna í maí á síðasta ári.

Hafnarfjörður loftmynd

11. okt. 2019 : Hlaðvarpið VITINN - nýr þáttur er kominn í loftið

Nýr þáttur Vitans er kominn í loftið. Í þessum þætti tekur Árdís Ármannsdóttir, samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar, fyrir skipulagsmálin í Hafnarfirði og ræðir við þau Gunnþóru Guðmundsdóttur arkitekt og Þormóð Sveinsson skipulagsfulltrúa sem lifa og starfa í því umhverfi alla daga. 

Síða 1 af 3