janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
Hafnfirðingar hafa nú náð þeim áfanga að vera orðnir þrjátíuþúsund talsins. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, fagnaði áfanganum með heimsókn til stúlku Sigurðardóttur og færði henni og fjölskyldu hennar vandaða hafnfirska list og gjafir.
Tólf leiguíbúðir rísa hratt á tveimur lóðum við Hádegisskarð í Skarðshlíð þessa dagana. Fyrstu íbúðinni var komið fyrir í gær og er gert ráð fyrirað allar íbúðirnar verði komnar á sinn stað í vikulok. Hafnarfjarðarbær fær íbúðirnar afhentar fullbúnar um miðjan nóvember.
Hópur frá norska sveitarfélagasambandinu, sérfræðingar um heilsu- og velferðarmál, komu í vettvangsferð til Íslands á dögnum til að kynna sér forvarnarverkefni á vegum íslenskra sveitarfélaganna.
Undirritaður hefur verið samningur til tveggja ára við nýtt íþróttafélag sem kallast Sambo 80. Félagið skuldbindur sig til að skipuleggja námskeið og kynna íþróttina fyrir börnum, ungmennum og fullorðnum.
Vegna vinnu við tvöföldun Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð þarf að loka suðaustur rampi frá Krýsuvíkurvegi inn á Reykjanesbraut í átt til Reykjavíkur. Verið er að malbika og leggja lokahönd á frágang lagna á þessu svæði.
Skilaboð frá HS veitum: Vegna viðgerðar í dreifistöð Fagrahvammi verður rafmagnslaust á morgun þriðjudag frá kl. 10 - 14.
Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 30. október Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.
Um helgina skrifuðu Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Hörður Þorsteinsson formaður Badmintonfélags Hafnarfjarðar undir rekstrarsamning vegna yfirtöku Badmintonfélagsins á rekstri Íþróttahússins við Strandgötu.
Í framsæti Vitans að þessu sinni situr Fanney D. Halldórsdóttir, sviðsstjóri mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðarbæjar eða Fanney fræðslustjóri eins og hún er jafnan kölluð. Fanney er að eigin sögn lítil, dökkhærð, snaggaraleg og snarvirk 45 ára íslensk sveitastelpa sem brennur fyrir uppeldis- og menntamálum og hefur starfað innan málaflokksins allt sitt líf.
Hafnarfjarðarbær óskaði nýlega eftir áhugasömum þróunaraðilum á lóðum í fyrsta áfanga Hamraness. Alls bárust 12 umsóknir um þær fjórar lóðir sem í boði eru. Umsækjendur óska eftir 1-3 lóðum í umsóknum sínum.