janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
Bæjarbúum gefst möguleiki á að senda inn athugasemdir/viðbætur við fyrirliggjandi drög að skýrslu frá starfshópi um skipulag miðbæjar Hafnarfjarðar
Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 21. ágúst. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.
Athugasemdafrestur um breytingu á deiliskipulagi hluta hverfis austan Reykjavíkurvegar í Hafnarfirði Gjótur – reitir 1.1 og 1.4. sbr. rammaskipulag samþ. 15.5. 2018 hefur verið framlengdur til 1. september 2019.
Formlegt skólastarf nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar hefst fimmtudaginn 22. ágúst. Rétt rúmlega 4.000 börn setjast á skólabekk þetta haustið, þar af eru um 350 börn að hefja nám í 1. bekk.
Starfsfólk í nýjum leikskóla í Skarðshlíðarhverfi tekur á móti fyrstu börnunum um miðjan ágúst en formleg opnun á leikskólanum fór fram í dag. Skarðshlíðarleikskóli bætist þar með í hóp þeirra sautján leikskóla sem starfræktir eru í Hafnarfirði og mun hann starfa undir sama þaki og grunnskóli hverfisins, tónlistarskóli og íþróttamiðstöð. Fyrirkomulagið er til þess fallið að opna á aukin tækifæri og fjölbreyttar leiðir fyrir nemendur og kennara til lærdóms og samvinnu.
Hagsmunasamtök foreldra og aðstandenda trans barna og ungmenna á Íslandi - Trans vinir var stofnað í vetur. Samtökin vilja benda á bókina Trans barnið, handbók fyrir fjölskyldur og fagfólk.
Hafnarfjarðarbær mun halda áfram að ryðja veginn í átt að fullu jafnrétti - lagalegu og samfélagslegu og mun, líkt og aðrir landsmenn, fagna fjölbreytileikanum laugardaginn 17. ágúst. Jafningjafræðsla Vinnuskóla Hafnarfjarðar hefur málað Linnetstíginn í miðbæ Hafnarfjarðar í öllum regnbogans litum sem lið í því að fagna fjölbreytileikanum og mun á meðan á Hinsegin dögunum stendur standa fyrir viðburði í Hamrinum - ungmennahúsi Hafnarfjarðar.