janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur, kom færandi hendi á dögunum með gjöf handa öllum leikskólum í Hafnarfirði. Gjöfin er heildstætt efni úr námsefni hennar „Lærum og leikum með hljóðin“ og er tilefnið þrjátíu ára starfsafmæli Bryndísar í þágu talmeinafræðinnar.
Hafnarfjarðarbær vekur athygli á möguleika fatlaðs fólks sem þarfnast sértæks stuðnings vegna fötlunar sinnar til að sækja um styrki skv. 25. grein laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Frístundaakstur hefst að nýju mánudaginn 2. september og eru það Hópbílar sem sjá um aksturinn. Tekið er á móti skráningum rafrænt í gegnum Mínar síður.
Bæjarráð veitir ár hvert félagasamtökum, fyrirtækjum eða einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröð sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur er til 1. október 2019.
Föstudaginn 30. ágúst kl. 20 verða opnaðar tvær nýjar sýningar í Hafnarborg, annars vegar Allt á sama tíma, haustsýning Hafnarborgar, í sýningarstjórn Andreu Arnarsdóttur og Starkaðar Sigurðarsonar, og hins vegar Fangelsi, ný innsetning myndlistarmannanna Olgu Bergmann og Önnu Hallin.
Plastlaus september er árvekniátak sem ætlað er að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu og benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti. Við hvetjum fólk til að taka þátt í Plastlausum september, og vonum að þátttaka í átakinu leiði til minni plastnotkunar til frambúðar.
Ferðafélags Íslands (FÍ) í samstarfi við Heilsubæinn Hafnarfjörð bjóða upp á lýðheilsugöngur alla miðvikudaga í september. Um er að ræða fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur og hafa þann megintilgang að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.
Haustið 2019 tekur við nýtt fyrirkomulag á matarþjónustu við nemendur í grunnskólum Hafnarfjarðar. Þannig stendur nemendum til boða hafragrautur í morgunmat þeim að kostnaðarlausu og áskrift að ávöxtum um miðjan morgun samhlæiða skráningu í hádegisverð.
Hátt í þúsund manns hafa mætt í menningar- og heilsugöngur sumarsins. Nú er komið að síðustu göngunni, sögugöngu um gamla bæinn, sem verður með aðeins öðru sniði. Sama gangan tvö kvöld í röð og verður leiðsögn fyrra kvöldið á pólsku og seinna á íslensku.
UNICEF á Íslandi boðaði í vor byltingu fyrir börn með átaki gegn ofbeldi undir yfirskriftinni Stöðvum feluleikinn. Byltingin hefur síðustu daga borist með Einari Hansberg crossfit kappa um land allt með heldur óvenjulegum hætti. Þannig hefur Einar, fjölskylda hans og vinir, stoppað í 36 sveitarfélögum á einni viku þar sem Einar hefur róað, skíðað eða hjólað 13.000 metra á hverjum stað, einn fyrir hvert barn sem verður fyrir ofbeldi á Íslandi. Einar tók 13.000 metrana fyrir framan Ráðhús Hafnarfjarðar í dag.
Niðurstöður viðhaldsúttektar á jafnlaunakerfi Hafnarfjarðarbæjar sýna áframhaldandi jákvæða þróun í átt að launajafnrétti innan sveitarfélagsins. Óútskýrður launamismunur er ekki lengur til staðar og frávik minnka enn frekar milli úttekta.