Fréttir
Skipulag

16. júl. 2019 : Hraun-vestur

Skipulagslýsing

HafnarfjordurAslandid

12. júl. 2019 : Rafmagnsleysi innan Hafnarfjarðar á sunnudag kl. 4

Aðfaranótt sunnudagsins 14.júlí kl.4 mun verða rafmagnsleysi á öllu veitusvæðinu innan Hafnarfjarðarbæjar og Garðabæjar. Þá munu HS Veitur gera nauðsynlegar rekstursbreytingar í dreifikerfinu. Áætlað er að rafmagn muni vera komið á alla notendur um klukkustund síðar eða um kl. 5.

Husbill

11. júl. 2019 : Bílastæði grunnskóla opin fyrir útilegutæki til 9. ágúst

Útilegum og skemmtiferðum fylgja oft á tíðum tjaldvagnar, fellihýsi, hjólhýsi, húsbílar og annað sem erfitt er að koma fyrir innan lóðarmarka án þess að tækin verði fyrir eða til ama fyrir aðra. Möguleiki er að leggja slíkum búnaði við grunnskóla sveitarfélagsins til og með föstudeginum 9. ágúst. Vakin er sérstök athygli á því að engin gæsla er á svæðinu og öll tæki og búnaður áfram alfarið á ábyrgð eigendanna sjálfra. 

20190709_140813

10. júl. 2019 : Hvatning til útivistar í upplandi Hafnarfjarðar

Eitt af meginmarkmiðum Heilsubæjarins Hafnarfjarðar er að hvetja bæjarbúa að stunda útivist í upplandi Hafnarfjarðar. Í gær var undirritaður formlegur samningur við Guðna Gíslason, eiganda Ratleiks Hafnarfjarðar og Hönnunarhússins, sem hefur haft veg og vanda af skipulagi og framkvæmd á Ratleik Hafnarfjarðar síðustu 12 árin.

LHHFJUndirritun

10. júl. 2019 : Leikfélag Hafnarfjarðar fær kapelluna í St. Jó.

Hafnarfjarðarbær og Leikfélag Hafnarfjarðar hafa gert með sér afnota- og samstarfssamning um afnot leikfélagsins af Kapellunni í Lífsgæðasetri í St. Jó að Suðurgötu 41. 

HeimsoknKenia

8. júl. 2019 : Draumaferð á Rey Cup með viðkomu í Hafnarfirði

Fjarlægur draumur 15 drengja á aldrinum 12-15 ára frá Got Agulu í Kenía um þátttöku á fótboltamóti á Íslandi varð að veruleika.  Hópinn, sem kom til Íslands á laugardag, kom í heimsókn í ráðhús Hafnarfjarðar í dag.

StJo2019

8. júl. 2019 : Líf fæðist í Lífsgæðasetri St. Jó.

Tíu fyrirtæki hafa skrifað undir samning um aðstöðu og rekstur í nýju Lífsgæðasetri St. Jó. að Suðurgötu 41 í Hafnarfirði og tvö þeirra þegar flutt inn, Saga Story House og Eldmóður Markþjálfun. Verkefnastjóri lífsgæðaseturs flutti inn í upphafi vikunnar, nákvæmlega tveimur árum eftir að skrifað var undir kaupsamning um kaup á 85% eignarhlut ríkisins.

8. júl. 2019 : Veislan hefst í kvöld - stjarna Björgvins afhjúpuð

Tónlistar- og bæjarhátíðin Hjarta Hafnarfjarðar hefst í dag. Fjölbreytt tónlistardagskrá og verður stjarna Björgvins afhjúpuð í kvöld kl. 19. Athöfnin er öllum opin! 

Sofia-a-vikingahatid

8. júl. 2019 : Erlendar heimsóknir - yfirfærsla þekkingar og reynslu

Fjölmargir hópar frá erlendum sveitarfélögum hafa heimsótt Hafnarfjörð á þessu ári. Sjö fulltrúar, m.a. bæjarstjórar fjögurra sveitarfélaga frá Búlgaríu komu í heimsókn í apríl og fengu kynningu á leikskólaþjónustu, þróunarverkefnum innan leikskóla og BRÚNNI sem snýr að samstarfi ólíkra sérfræðinga um stuðning við börn og foreldra þeirra. Sömuleiðis fékk hópurinn að kynnast menningarstarfsemi bæjarfélagsins og árlegum viðburðum tengdum ferðaþjónustu.

Gjotur1.1-1.4

4. júl. 2019 : Hraun Vestur - Gjótur

Deiliskipulagsbreyting

Sudurbaejarlaug1GF

4. júl. 2019 : Komdu í sund! Opið til 22 mánudaga til fimmtudaga

Opnunartími sundlauga Hafnarfjarðar hefur verið að aukast síðustu ár. Þannig er hægt að fara í sund í Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug frá kl. 6:30 - 22 mánudaga til fimmtudaga. Á föstudögum til 20 og laugardögum til 18. Á sunnudögum, til og með 11. ágúst, er opið í Suðurbæjarlaug til kl. 21 og Ásvallalaug til kl. 17.

Síða 3 af 4