FréttirSkolamaturMynd1

30. júl. 2019 : Skólamatur í höndum Skólamatar

Nýlega var boðin út framleiðsla og framreiðsla matar fyrir leik- og grunnskóla í Hafnarfirði. Tveir aðilar tóku þátt í útboðinu en annar dró tilboð sitt til baka. Bæjarráð samþykkti, í umboði bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, á fundi sínum þann 11.júlí að ganga til samninga við Skólamat ehf.

Holtin

30. júl. 2019 : Heitavatnslaust í suðurhluta Hafnarfjarðar í dag frá 8-18

Vegna viðgerðar er heitavatnslaust í suðurhluta Hafnarfjarðar þriðjudaginn 30. júlí frá kl. 8-18. Starfsfólk Veitna biðst velvirðingar á óþægindum vegna þessa. 

IMG_5234

29. júl. 2019 : Umgengni við grenndargáma - göngum vel um!

Umgengni íbúa við grenndargáma heilt yfir á höfuðborgarsvæðinu hefur lengi verið vandamál. Hafnarfjarðarbær úthlutar svæði fyrir grenndargáma innan bæjarmarkanna og SORPA þjónustar pappír, plast og glergáma á stöðvunum skv. sérstökum þjónustusamningi við sveitarfélögin. 

29. júl. 2019 : Viðburða- og verkefnastyrkir 2019 - umsóknarfrestur 10. sept

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í Hafnarfirði. Umsóknum skal skila inn með rafrænum hætti til og með 10. september 2019.

Flokkid

29. júl. 2019 : Tökum ábyrgð, flokkum og drögum úr sóun

Þessa dagana stendur SORPA fyrir átaki í að hvetja íbúa til að kynna sér flokkunarvefinn www.sorpa.is. Markmiðið er að ná úr gráu tunnunni þeim flokkum sem eiga sér endurnýtingarfarveg. Gler, lyf, raftæki, spilliefni og textíll eiga sér öll endurnýtingarfarveg og eiga ekki heima með blönduðum úrgangi. Því er mikil áhersla lögð á að flokka þessi efni og skila í réttan farveg.

Snyrtileikinn2018

29. júl. 2019 : Snyrtileikinn 2019 - tilnefningar

Hafnarfjarðarbær leitar til íbúa og annarra áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir fallega og vel hirta garða, götur og opin svæði eða stofnanalóðir í Hafnarfirði. 

Arkarinn-Eva

29. júl. 2019 : Arkarinn Eva er komin HEIM í Hafnarfjörðinn

Arkarinn Eva er komin heim í Hafnarfjörðinn eftir 50 daga styrktargöngu hringinn í kringum landið. Eva Bryndís er bæði fyrsta konan og yngst allra til að ganga hringinn í kringum landið. 

Hverfisgata12Lodin

29. júl. 2019 : Hverfisgata 12 laus til úthlutunar fyrir flutningshús

Hafnarfjarðarbær auglýsir til úthlutunar lóð fyrir flutningshús. Um er að ræða einbýlishúsalóð að Hverfisgötu 12 og verður lóðin seld á föstu verði. Umsóknarfrestur til og með föstudeginum 15. ágúst 2019.

HopurinnGraentLjos

25. júl. 2019 : Grænt ljós á Hafnarfjarðarbæ og Hafnarfjarðarhöfn

Hafnarfjarðarbær og Hafnarfjarðarhöfn fengu á dögunum Græna ljósið frá Orkusölunni sem staðfestir og vottar að sveitarfélagið og höfnin notar í rekstri sínum 100% endurnýjanlega raforku með upprunaábyrgðum samkvæmt alþjóðlegum staðli. Þetta skref og þessi vottun er liður í grænni vegferð sveitarfélagsins.

Skipulag

25. júl. 2019 : Breiðhella 2-6

Deiliskipulagsbreyting

IMG_5400

25. júl. 2019 : Vel gert Vinnuskóli Hafnarfjarðar!

Starfsmenn í Vinnuskóla Hafnarfjarðar ljúka störfum sínum nú í vikunni. Bæjarstjóri notaði góða veðrið í gær og heimsótti nokkra hópa til að fræðast betur um verkefni og störf þeirra í sumar og þakka þeim fyrir vel unnin störf.

Síða 1 af 4