FréttirFréttir

HafnarfjordurAslandid

25. jún. 2019 : Búast má við vatnsleysi á Holtinu á miðvikudagskvöld

Vegna viðgerða hjá vatnsveitu má búast við vatnsleysi í Holtinu frá kl. 22 miðvikudagskvöldið 26. júní. Reiknað er með að viðgerðin taki um það bil þrjár klukkustundir og er íbúum bent á að vera ekki með uppþvottavélar eða þvottavélar í gangi á þeim tíma. 

HafnarfjordurFallegur

24. jún. 2019 : Bæjarstjórnarfundur 26. júní

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 26. júní. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.

21. jún. 2019 : Viðhaldsvinna hjá fráveitu Hafnarfjarðar

Vegna viðhaldsvinnu á fráveitulögn er þörf á að hleypa hluta fráveitu á yfirfall við Fjarðartorg. Viðhaldsvinnan fer fram aðfararnótt mánudags. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Skolagardar

20. jún. 2019 : Góð aðsókn í fjölskyldugarða

Fjölskyldugarðar Hafnarfjarðarbæjar eru opnir öllum bæjarbúum. Ákveðið var að láta eftirspurn ráða framboði garða og opnað fyrir umsóknir í 64 garða á Víðistöðum til að byrja með. Garðarnir voru fljótir að fyllast og nú hafa 56 fjölskyldugarðar á Öldum einnig verið opnaðir.

Snyrtileikinn2018

19. jún. 2019 : Snyrtileikinn 2019 - tilnefningar

Hafnarfjarðarbær leitar til íbúa og annarra áhugasamra eftir tilnefningum til viðurkenninga fyrir fallega og vel hirta garða, götur og opin svæði eða stofnanalóðir í Hafnarfirði. Val til viðurkenninga byggir eingöngu á innsendum tillögum.

Kolvidur

19. jún. 2019 : 8.900 tré gróðursett fyrir rekstrarárið 2018

Hafnarfjarðarbær undirritaði í dag samning við Kolvið um kolefnisjöfnun á rekstri Hafnarfjarðarbæjar og nær verkefnið til allra stofnana sveitarfélagins sem eru um 70 talsins. Sveitarfélagið gróðursetur 8.900 tré fyrir rekstrarárið 2018.

IMG_2651_1559651392763

17. jún. 2019 : Ávarp fjallkonunnar 2019

Katla Sif Snorradóttir er fjallkona Hafnarfjarðarbæjar 2019. Katla Sif er hestaíþróttakona úr Hestamannafélaginu Sörla og hlaut hún viðurkenningu á síðasta aðalfundi félagsins fyrir besta árangur í barna og unglingaflokki síðastliðið ár. Það þótti viðeigandi að Heilsubærinn Hafnarfjörður fengi öfluga íþróttakonu til að flytja ávarp Fjallkonunnar 2019. 

Smaralundur

14. jún. 2019 : Þrír skólar fá viðurkenningu fræðsluráðs

Viðurkenning fræðsluráðs Hafnarfjarðar er veitt á hverju ári fyrir verkefni í skólastarfi sem ýta undir skólaþróun, fagsamvinnu og samstarf. Leikskólinn Smáralundur hlaut í vikunni viðurkenningu fyrir fjölbreyttan heilsueflandi skóla, Setbergsskóli fyrir lestur og ritun á yngsta kennslustigi og Víðistaðaskóli fyrir námsumhverfið veröld fyrir tvítyngda nemendur.

GledilegaThjodhatid2019

14. jún. 2019 : 17. júní í Hafnarfirði

Gleðilega þjóðhátíð í Hafnarfirði kæru Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar. Haldið verður upp á 17. júní með veglegum hætti og mun hátíðardagskrá standa yfir frá morgni til kvölds víðsvegar um bæinn. Allir fjölskyldumeðlimir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi enda dagskráin fjölbreytt, lifandi og skemmtileg.

HafnfirdingurTilFyrirmyndar

14. jún. 2019 : Hafnfirðingur til fyrirmyndar

Ný útsýnisskífa á toppi Helgafells var vígð formlega í gær að viðstöddu fjölmenni. Heiðurinn að framkvæmdinni á Rótarý klúbbur Hafnarfjarðar í samstarfi við Rio Tinto Alcan, Verkfræðistofuna Mannvit og fleiri góða aðila. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, Rósa Guðbjartsdóttir, var viðstödd vígsluna og fékk að nýta tækifærið til að afhenda Rúnari Pálssyni viðurkenningu fyrir framlag sitt til Helgafellsins.

RatleikurHafnarfjardar2019

14. jún. 2019 : Ratleikur Hafnarfjarðar er hafinn!

Ratleikur Hafnarfjarðar er nú hafinn í 22. sinn. Markmið ratleiks er að leiða þátttakendur vítt og breitt um uppland Hafnarfjarðar og njóta útivistar og náttúrunnar. 

Síða 1 af 3