FréttirHafnarfjordurAslandid

28. jún. 2019 : Heitavatnslaust í hluta Hafnarfjarðar 2. júlí

Vegna viðgerðar verður heitavatnslaust í hluta Hafnarfjarðar þriðjudaginn 2. júlí frá kl. 8-20. Fólk er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju. 

Of-mikill-grodur

28. jún. 2019 : Trjágróður út fyrir lóðarmörk

Lóðarhafar eru hvattir til að snyrta trjágróður sinn á lóðarmörkum eftir því sem við á svo allir megi komast öruggir og vandræðalaust leiðar sinnar en dæmi eru um það að trjágróður skyggi á umferðarmerki, götuheiti og jafnvel lýsingu. Lóðarhöfum er skylt að halda vexti trjáa og runna á lóðinni innan lóðarmarka. 

Ljosaberg

28. jún. 2019 : Á að reisa grindverk eða skjólvegg?

Um slíkar framkvæmdir gilda ákveðnar reglur sem vert er að kynna sér áður en farið er af stað. Huga þarf að lóðarmörkum hvort heldur sem er við lóð nágrannans eða að bæjarlandi. 

HopmyndDagforeldrar1

28. jún. 2019 : Fjölbreytt og skapandi starf dagforeldra

Í Hafnarfirði starfa 35 dagforeldrar, þar af tvenn hjón. Starf dagforeldra er fjölbreytilegt og skapandi og byggir í grunninn á góðu og traustu sambandi milli barns, dagforeldris og foreldra.

Leiðarendi

27. jún. 2019 : Þjóðlenda og Leiðarendi

Lögð er fram tillaga að skipulagslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar - þjóðlenda, breytt mörk sveitarfélagsins og einnig fyrir nýtt deiliskipulag við Leiðarenda.

27. jún. 2019 : Um 20% fleiri umsóknir um störf milli ára

Fastráðnir starfsmenn hjá Hafnarfjarðarbæ eru 2062 og starfa þeir á 70 starfsstöðvum víðsvegar um bæinn. Yfir sumartímann eru starfandi rúmlega 3.000 einstaklingar hjá sveitarfélaginu. Vaxandi þróun hefur verið í fjölda starfa 

IMG_1951_1561555172856

26. jún. 2019 : Fimm fengu verðlaun fyrir flesta og furðulega fiska

Hátt í 450 hafnfirskir dorgveiðimenn á aldrinum 6-12 ára mættu á Flensborgarbryggju í Hafnarfirði í gær, munduðu veiðarfærin og kepptust við að veiða sem flesta og furðulegasta fiska. Fimm ungmenni fengu verðlaun fyrir frammistöðu sína með veiðarfærin. 

26. jún. 2019 : Gæsluvöllur opinn frá 10. júlí - 7. ágúst að Staðarhvammi

Í sumar verður starfræktur Gæsluvöllur eða róló, staðsettur við leikskólann Hvamm að Staðarhvammi 23, frá 10. júlí – 7. ágúst fyrir börn á aldrinum 2 – 6 ára (fædd 2013-2017). Opnunartími er frá kl. 9 – 12 og frá kl. 13 – 16.

HafnarfjordurAslandid

25. jún. 2019 : Búast má við vatnsleysi á Holtinu á miðvikudagskvöld

Vegna viðgerða hjá vatnsveitu má búast við vatnsleysi í Holtinu frá kl. 22 miðvikudagskvöldið 26. júní. Reiknað er með að viðgerðin taki um það bil þrjár klukkustundir og er íbúum bent á að vera ekki með uppþvottavélar eða þvottavélar í gangi á þeim tíma. 

HafnarfjordurFallegur

24. jún. 2019 : Bæjarstjórnarfundur 26. júní

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 26. júní. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.

21. jún. 2019 : Viðhaldsvinna hjá fráveitu Hafnarfjarðar

Vegna viðhaldsvinnu á fráveitulögn er þörf á að hleypa hluta fráveitu á yfirfall við Fjarðartorg. Viðhaldsvinnan fer fram aðfararnótt mánudags. Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

Síða 1 af 4