Fréttir
LokunKaldarselsvegur8mai2019

7. maí 2019 : Kaldárselsvegur - lokanir vegna framkvæmda 8. maí

Fjórða og síðasta lokunin miðvikudaginn 8. maí. Stefnt er að því að malbika vegbúta út frá hringtorgi við Elliðavatnsveg. Gert er ráð fyrir að lokað verði frá morgni til kvölds.

KALDARSELSVEGURaFANGI3mAI7

6. maí 2019 : Kaldárselsvegur - lokanir vegna framkvæmda 7. maí

Þriðja lokun þriðjudaginn 7. maí. Stefnt er að því að malbika vegbút frá hringtorgi við Elliðavatnsveg upp á gamla Kaldárselsveg, sjá mynd. Framhjáhlaup verður um Hvaleyrarvatnsveg fyrir hesthús og skógrækt. Merkingar verða settar upp á svæðinu. Gert er ráð fyrir að lokað verði frá hádegi og fram eftir degi. 

HafnarfjordurAslandid

6. maí 2019 : 48 sóttu um stöðu sviðsstjóra

Hafnarfjarðarbær auglýsti nýlega stöðu sviðsstjóra á nýju sviði þjónustu og þróunar. 48 einstaklingar sóttu um stöðuna. 5 drógu umsókn sína til baka.

ReykjanesbrautLokunKaplakriki6mai2019

6. maí 2019 : Tímabundin lokun á gatnamótum við Fjarðarhraun

Reykjanesbraut verður lokuð kl. 19 í kvöld, mánudaginn 6. maí, á gatnamótum við Fjarðarhraun hjá Kaplakrika í Hafnarfirði, vegna framkvæmda. Reiknað er með að brautin verði opnuð að nýju í nótt.

Reykjanesbraut_1

6. maí 2019 : Framkvæmdir við breikkun Reykjanesbrautar hefjast

Vegagerðin og Ístak skrifuðu fyrir helgi undir verksamning um breikkun Reykjanesbrautar, frá Kaldárselsvegi vestur fyrir Krýsuvíkurgatnamót. Samkvæmt áætlunum eiga framkvæmdir að hefjast nú í byrjun maí. Verklok eru áætluð 1. nóvember 2020.

KaldarselsvegurAfangi2Mai6

6. maí 2019 : Kaldárselsvegur - lokanir vegna framkvæmda 6. maí

Stefnt er að því að malbika milli hringtorga á Kaldárselsvegi, frá Sörlatorgi að nýju hringtorgi við Brekkuás/Klettahlíð. Klettahlíðin verður einnig lokuð auk vegbútar milli nýju hringtorganna. Frá nýju hringtorgi við Brekkuás/Klettahlíð að nýju hringtorgi við Elliðavatnsveg.

HafnarfjordurAslandid

2. maí 2019 : Skuldaviðmið ekki lægra í aldarfjórðung

Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar 2018 var samþykktur á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í dag. Rekstrarafgangur A og B hluta bæjarsjóðs nam 1.129 milljónum króna þrátt fyrir mikilvægar fjárfestingar og óhjákvæmilegar lántökur á árinu. Skuldaviðmið sveitarfélagsins er komið niður í 112% og hefur ekki verið lægra í 25 ár.

Afangi1LokunMilliHringtorga

2. maí 2019 : Kaldárselsvegur - lokanir vegna framkvæmda

Stefnt er að því að mStefnt er að því að malbika milli hringtorga á Kaldárselsvegi, frá Sörlatorgi að nýju hringtorgi við Brekkuás/Klettahlíð, föstudaginn 3. maí. Merkingar verða settar upp á svæðinu. Umfang framkvæmda og þar með lengd lokunar mun að einhverju leyti ráðast á veðri. 

Síða 3 af 3