Fréttir
GunnellaHolmarsdottir1

10. maí 2019 : Er þitt fyrirtæki að gera spennandi hluti í umhverfismálum?

Gunnella Hólmarsdóttir, sem heldur úti reikningunum Hreinsum Hafnarfjörð á Instagram og Snapchat, vill tengjast betur hafnfirskum fyrirtækjum sem eru að gera góða hluti í umhverfismálum. Viltu vera með?

Saga-story-house-5516_1557477545585

10. maí 2019 : Fjölbreytt starfsemi flytur inn í Lífsgæðasetur St. Jó.

Undanfarnar vikur og mánuði hefur verið nóg um að vera í undirbúningi fyrir Lífsgæðasetur St. Jó. sem hefur aðsetur að Suðurgötu 41 í Hafnarfirði. Fyrstu leigutakar undirrituðu nýverið leigusamninga og stefna þeir fyrstu á að flytja inn í sumar. 

Vinnuskoli

9. maí 2019 : Opið fyrir umsóknir 14-16 ára

Sumarið 2019 fá 14 – 16 ára unglingar (fæddir árin 2003 - 2005) vinnu við Vinnuskóla Hafnarfjarðar. Vinnuskólinn sinnir fyrst og fremst umhverfismálum og á þannig stóran þátt í því að hreinsa bæinn eftir snjóþungan vetur og hirða gróður, götur og göngustíga yfir sumartímann. 

SkraningFristundaheimili

9. maí 2019 : Skráning á sumarnámskeið 2019

Á sumrin eru leikjanámskeið starfrækt í öllum frístundaheimilum í Hafnarfirði. Innifalið í námskeiðum er fjölbreytt skemmtun s.s. leikir, göngu- og hjólaferðir og margt fleira. Opnað verður fyrir skráningu á leikjanámskeiðin á Sumardaginn fyrsta, 25. apríl 2019. 

SkraningFristundaheimili

9. maí 2019 : Skráningar á frístundaheimili veturinn 2019-2020

Skráningar á frístundaheimili veturinn 2019-2020 hefjast á Sumardaginn fyrsta, þann 25. apríl og lýkur 15. júní. Frístundaheimili eru fyrir börn í 1.-4. bekk við alla grunnskóla í Hafnarfirði. Skráning fer fram á Mínum síðum

20190215_122028_1557410055298

9. maí 2019 : Aðgengi að sálfræðiþjónustu í nýju ungmennahúsi

Ákveðið hefur verið að opna á beinan aðgang að sálfræðiþjónustu í ungmennahúsinu Hamrinum og tryggja þannig greitt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir ungmenni á aldrinum 16-18 ára. Hafnarfjarðarbær hefur gengið til samninga við KöruConnect um þátttöku í tilraunaverkefni til tveggja ára.

Hamraneslinur

9. maí 2019 : Færsla á möstrum í Hamraneslínum að hefjast

Ístak mun á næstu dögum hefjast handa við undirbúning og framkvæmdir vegna tilfærslu á Hamraneslínum. Með breyt­ing­un­um mun hluti þeirra fær­ast tíma­bundið á kafla við tengi­virkið í Hamra­nes en framundan er að línurnar verði fjarlægðar með tilkomu nýrrar línu, Lyklafellslínu.

9. maí 2019 : Kapelluhraun 2. áfangi

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 2. maí sl. að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Kapelluhrauns 2. áfanga og að deiliskipulagsbreytingin verði auglýst í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9. maí 2019 : Suðurhöfn í Hafnarfirði / Óseyrarbraut 25

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 6. mars 2019 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar að Óseyrarbraut 25 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar í Hafnarfirði.

7. maí 2019 : 6 sóttu um stöðu skólastjóra Lækjarskóla

Staða skólastjóra Lækjarskóla er nú í ráðningaferli. Alls bárust sex umsóknir um stöðuna. Nýr skólastjóri tekur við 1. ágúst 2019.

ReykjanesbrautLokunKaplakriki6mai2019

7. maí 2019 : Tímabundin lokun á gatnamótum við Fjarðarhraun

Reykjanesbraut verður lokuð frá kl. 19 í kvöld þriðjudaginn 7. maí, vegna malbikunar á gatnamótum við Fjarðarhraun hjá Kaplakrika í Hafnarfirði.

Síða 2 af 3