FréttirFréttir

13235246_10209353496903412_3129381477849666816_o

30. apr. 2019 : Garðúrgangur sóttur heim

Garðúrgangur verður sóttur heim til íbúa nú í maí. Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar verða á ferð um bæinn dagana 6. - 20. maí. Þannig verður garðúrgangur í Norðurbæ, Vesturbæ, Hraunum og miðbæ sóttur heim 6. maí, í Setbergi, Kinnum og Hvömmum 13. maí og í Áslandi, á Völlum og Holti 20. maí.

HafnarfjordurFallegur

29. apr. 2019 : Bæjarstjórnarfundur 2. maí

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar fimmtudaginn 2. maí. Formlegur fundur hefst kl. 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.

Vidavangshlaup1

26. apr. 2019 : Hundruðir barna tóku þátt í Víðavangshlaupi

Árlegt Víðavangshlaup Hafnarfjarðar fór fram á sumadaginn fyrsta, 25. apríl á Víðistaðatúni. Keppendur voru um fjögurhundruð í 12 flokkum, fjölmennast var í yngstu flokkunum.

Mynd1Hopurinn

24. apr. 2019 : 22 verkefni fá menningarstyrk

Styrkir til verkefna og viðburða voru afhentir við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í dag, síðasta vetrardag og hlutu 22 verkefni styrk að þessu sinni. Meðal verkefna eru hlaðvarpið Hafnfirðingurinn, Vegan Festival, HEIMA hátíðin, fjölmenningarhátíð í Norðurbæ Hafnarfjarðar og alls konar tónleikar.

Baejarlistamadurinn2019

24. apr. 2019 : Björk er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2019

Fjöllistakonan Björk Jakobsdóttir hlaut í dag titilinn bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2019. Björk hefur í gegnum tíðina sinnt fjölbreyttum hlutverkum og starfað meðal annars sem leikkona, leikstjóri, framleiðandi, leikskáld og uppistandari. 

HafnarfjordurAslandid

17. apr. 2019 : Ertu að nota ferðaþjónustu fatlaðra í Hafnarfirði?

Hafnarfjarðarbær undirbýr nú nýtt útboð á ferðaþjónustu fatlaðra í Hafnarfirði. Við viljum gjarnan heyra frá notendum, aðstandendum og öðrum þeim sem þekkja og nota akstursþjónustuna.

16. apr. 2019 : Bjartir dagar 2019

Við bjóðum HEIM í Hafnarfjörð á Bjarta daga! Framundan eru Bjartir dagar í Hafnarfirði pakkaðir af fjölbreyttum viðburðum sem stofnanir bæjarins, íþróttafélög, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar standa fyrir. Sérstök áhersla er lögð á þátttöku barna og unglinga enda er Sumardagurinn fyrsti hluti af hátíðarhöldunum.

KaldarselsvegurLokanirApril2019

15. apr. 2019 : Kaldárselsvegur - lokanir vegna framkvæmda

Vegna komandi malbikunarframkvæmda við Kaldárselsveg á tímabilinu frá 22. apríl til 6. maí er óhjákvæmilega hægt að komast hjá því að röskun verði á umferð um svæðið vegna lokana á vegköflum sem merktir eru á yfirlitsmynd. 

Ásvallalaug

15. apr. 2019 : Sund og menning um páskana

Sundstaðir og menningarstofnanir verða með opið um páskana sem hér segir.

RaudiKrossinnHafnarfirdi

12. apr. 2019 : Börn og umhverfi fyrir ungmenni - námskeið RKÍ

Börn og umhverfi hjá Rauða krossinum í Hafnarfirði verður haldið dagana 7, 8, 9 og 14. maí 2019. Með fyrirvara um næga þátttöku. Námskeiðið er ætlað ungmennum fædd á árinu 2007 og eldri (12 ára og eldri). Kennsla fer fram í húsnæði Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ að Strandgötu 24 og skiptist á fjögur (4) kvöld

Hvatningarverdlaunin2019

12. apr. 2019 : Hvatningar- og foreldraverðlaunin til Víðistaðaskóla

Hvatningarverðlaun foreldraráðs 2019 fóru í skaut Víðistaðaskóla og Félagsmiðstöðvarinnar Hraunsins, en verðlaunin voru afhent í gærkvöldi.  Foreldraverðlaun foreldraráðs 2019 hlutu foreldrar 10. bekkjar Víðistaðaskóla. 

Síða 1 af 3