janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
Garðaúrgangur verður sóttur heim til íbúa nú í maí. Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar verða á ferð um bæinn dagana 6. - 20. maí. Þannig verður garðaúrgangur í Norðurbæ, Vesturbæ, Hraunum og miðbæ sóttur heim 6. maí, í Setbergi, Kinnum og Hvömmum 13. maí og í Áslandi, á Völlum og Holti 20. maí.
Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar fimmtudaginn 2. maí. Formlegur fundur hefst kl. 16:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.
Árlegt Víðavangshlaup Hafnarfjarðar fór fram á sumardaginn fyrsta, 25. apríl á Víðistaðatúni. Keppendur voru um fjögurhundruð í 12 flokkum, fjölmennast var í yngstu flokkunum.
Styrkir til verkefna og viðburða voru afhentir við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í dag, síðasta vetrardag og hlutu 22 verkefni styrk að þessu sinni. Meðal verkefna eru hlaðvarpið Hafnfirðingurinn, Vegan Festival, HEIMA hátíðin, fjölmenningarhátíð í Norðurbæ Hafnarfjarðar og alls konar tónleikar.
Fjöllistakonan Björk Jakobsdóttir hlaut í dag titilinn bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2019. Björk hefur í gegnum tíðina sinnt fjölbreyttum hlutverkum og starfað meðal annars sem leikkona, leikstjóri, framleiðandi, leikskáld og uppistandari.
Um slíkar framkvæmdir gilda ákveðnar reglur sem vert er að kynna sér áður en farið er af stað. Huga þarf að lóðarmörkum hvort heldur sem er við lóð nágrannans eða að bæjarlandi. Heimilt er að reisa skjólvegg og girðingar sem eru allt að 1,8m að hæð og eru ekki nær lóðarmörkum en 1,8m.
Núna er rétti árstíminn fyrir trjá- og runnaklippingar. Öll viljum við geta komist leiðar okkar um gangstéttar, göngustíga og götur bæjarins án þess verða fyrir skaða vegna trjágreina sem vaxa út úr görðum hvort sem við erum gangandi, hlaupandi, hjólandi eða akandi. Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa og runna á lóð sinni innan lóðamarka.
Hafnarfjarðarbær undirbýr nú nýtt útboð á ferðaþjónustu fatlaðra í Hafnarfirði. Við viljum gjarnan heyra frá notendum, aðstandendum og öðrum þeim sem þekkja og nota akstursþjónustuna.
Við bjóðum HEIM í Hafnarfjörð á Bjarta daga! Framundan eru Bjartir dagar í Hafnarfirði pakkaðir af fjölbreyttum viðburðum sem stofnanir bæjarins, íþróttafélög, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar standa fyrir. Sérstök áhersla er lögð á þátttöku barna og unglinga enda er Sumardagurinn fyrsti hluti af hátíðarhöldunum.
Vegna komandi malbikunarframkvæmda við Kaldárselsveg á tímabilinu frá 22. apríl til 6. maí er óhjákvæmilega hægt að komast hjá því að röskun verði á umferð um svæðið vegna lokana á vegköflum sem merktir eru á yfirlitsmynd.
Sundstaðir og menningarstofnanir verða með opið um páskana sem hér segir.