FréttirIMG_0471

29. mar. 2019 : Seltún og Leiðarendi fá úthlutun úr framkvæmdasjóði

Ráðherrar umhverfis- og auðlindamála og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarmála tilkynntu í gær um úthlutun til uppbyggingar innviða og annarra verkefna á 130 fjölsóttum stöðum í náttúru Íslands og á öðrum ferðamannastöðum vítt og breitt um landið. 

UngmenniHreinsaBaeinn

29. mar. 2019 : Sumarstörf

Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða starfsfólk til sumarstarfa á aldrinum 17 ára og eldri. 

Hafnarfjordur2017

28. mar. 2019 : Traustur rekstur Hafnarfjarðarbæjar

Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2018 var lagður fram í bæjarráði í dag. Fjárhagsstaða Hafnarfjarðarbæjar heldur áfram að styrkjast þrátt fyrir miklar fjárfestingar á árinu og óhjákvæmilegar lántökur. Rekstrarafgangur ársins fyrir A og B hluta bæjarsjóðs nam 1.129 milljónum króna en áætlun gerði ráð fyrir 799 milljónum króna afgangi. Veltufé frá rekstri var 3.863 milljónir króna eða 14,4% af heildartekjum. 

28. mar. 2019 : Boð á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar

Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður haldin í Hafnarborg þriðjudaginn 2. apríl kl. 17. Á hátíðinni munu nemendur í 7. bekk lesa brot úr skáldverki og ljóð. Að lokum mun dómnefnd velja þrjá bestu upplesarana og veit verðlaun. 

HopurinnCopy

27. mar. 2019 : Samstarf við UNICEF á Íslandi

Hafnarfjarðarbær og UNICEF á Íslandi undirrituðu í dag samstarfssamning um innleiðingu á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Með samningnum hefur Hafnarfjarðarbær vinnu við að innleiða Barnasáttmálann og stefnir sveitarfélagið að því að hljóða viðurkenningu sem barnvænt sveitarfélag UNICEF á Íslandi. 

Akall1_1553613933914

26. mar. 2019 : ÁFRAM til virkni og vinnu með þátttöku atvinnulífsins

ÁFRAM verkefni Hafnarfjarðarbæjar miðar að því að bjóða einstaklingum, sem aðstæðna sinna vegna þiggja fjárhagsaðstoð hjá sínu sveitarfélagi, upp á möguleika til að virkja hæfileika sína og getu í samstarfi við atvinnulífið og skapa þannig raunhæf tækifæri til innkomu eða endurkomu á vinnumarkað. Þetta tekst bara með virkri þátttöku fyrirtækja og stofnana. 

Bjartir-dagar-Gakktu-i-baeinn-listamenn-044_resize

25. mar. 2019 : Umsóknarfrestur um örstyrki rennur út 27. mars

Nú fer hver að verða síðastur að sækja um örstyrk vegna verkefna á Björtum dögum – umsóknarfrestur um allt að 100.000 kr. vegna verkefna sem fara fram meðan á hátíðinni stendur er til og með 27. mars.

Hvatninbgarverdlaun2019

25. mar. 2019 : Tilnefningar til hvatningaverðlauna

Foreldraráð Hafnarfjarðar leitar nú eftir tilnefningum vegna hvatningarverðlauna ráðsins, sem verða afhent á þann 9. apríl næstkomandi.

YfirlitsmyndSkardshlidHafnarfjordur

22. mar. 2019 : Opið fyrir umsóknir í úthlutun lóða í Skarðshlíð 3. áfanga

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í fyrstu úthlutun íbúðahúsalóða í Skarðshlíð 3. áfanga. Umsóknarfrestur í fyrstu úthlutun lóðanna er 22. apríl 2019. Upplýsingasíðan skardshlidin.is er komin í loftið!

21. mar. 2019 : Aksturs- og skotæfingasvæði í Kapelluhrauni

Deiliskipulagsbreyting

IMG_0594

20. mar. 2019 : Rafmagnsleysi í Hafnarfirði

Rafmagnslaust er þessa stundina á Völlunum í Hafnarfirði og að hluta á Holtinu og í Áslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti þá varð útleysing á 11 kV útgangi SP2 í Hamranesi sem olli rafmagnsleysi á þessum stöðum. Líkleg orsök útleysingar er að grafið hafi verið í jarðstreng. Unnið er að viðgerðum.

Síða 1 af 3