FréttirTjonustaSveitarfelaga

28. feb. 2019 : Niðurstöður þjónustukönnunar Gallup 2018

Dagana 7.nóvember – 2 .janúar 2019 framkvæmdi Gallup árlega þjónustukönnun meðal 19 stærstu sveitarfélaga landsins. Um er að ræða lagskipt tilviljunarúrtak 9861 einstaklinga, 18 ára og eldri, úr viðhorfahópi Gallup og Þjóðskrá. Í Hafnarfirði svöruðu 420 einstaklingar könnuninni. Niðurstöður voru birtar á fundi bæjarráðs í morgun.

IMG_1299

28. feb. 2019 : Hafnarfjarðarbær styrkir Hugrúnu

Heilsubærinn Hafnarfjörður afhenti í vikunni 300.000.- kr styrk til Geðfræðslufélagsins Hugrúnar.  Fræðarar á vegum Hugrúnar heimsóttu nú í janúar alla nemendur í 9. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar með það fyrir augum að fræða unga fólkið okkar um geðheilbrigði, geðsjúkdóma og úrræði, sem og að auka samfélagslega vitund um þessi mikilvægu mál. 

Hafnarstjorn1

28. feb. 2019 : Hafnarfjarðarhöfn 110 ára

Í ársbyrjun 2019 voru rétt 110 ár liðin frá því að fyrsta hafnarreglugerð fyrir Hafnarfjarðarhöfn tók gildi, þann 1. janúar 1909. Með þeirri reglugerð var heimiluð gjaldtaka af öllum skipum stærri en 8 smálestir sem lögðust við akkeri eða aðrar festar innan við línu sem dregin var frá Balakletti í Hvaleyrarhöfða.

Ásvallalaug

28. feb. 2019 : Tillaga að hreystivelli við Ásvallalaug í kynningu

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 27. febrúar 2019 var samþykkt að kynna tillögu að hreystibraut og almennu leiksvæði fyrir yngri börn við Ásvallalaug. Hreystivöllurinn er innan lóðar laugarinnar.

SpurningkeppniGrunnskolanna

28. feb. 2019 : Viðistaðaskóli bar sigur úr býtum í Veistu svarið?

Úrslitin í Veistu svarið? spurningakeppni grunnskólanna réðust í gærkvöldi þegar Víðistaðaskóli sigraði Setbergsskóla með stigatölunni 22-20 í æsi spennandi viðureign sem fór í bráðabana í Bæjarbíó. 

Bjartir-dagar-Gakktu-i-baeinn-listamenn-044_resize

27. feb. 2019 : Hvað vilt þú sjá á Björtum dögum?

Óskað er eftir hugmyndum að dagskrá Bjartra daga sem haldnir verða dagana 24.-28. apríl 2019 í tengslum við Sumardaginn fyrsta. Bjartir dagar er menningarhátíð sem endurspeglar allt það fjölbreytta menningarstarf sem á sér stað í Hafnarfirði .

StodumatNemendurErlendurUppruni

25. feb. 2019 : Stöðumat fyrir nýja nemendur af erlendum uppruna

Sveitarfélögin Árborg, Hafnarfjörður og Reykjanesbær í samstarfi við Menntamálastofnun hafa unnið að þýðingu og staðfæringu á sænsku stöðumatstæki sem hefur verið notað með góðum árangri í Svíþjóð fyrir nýja nemendur af erlendum uppruna. 

Hopurinn_1550654132080

20. feb. 2019 : Tímamótasamningur við Vinabæ undirritaður

Þjónustusamningur við Vinabæ um sértæka búsetuþjónustu í íbúðakjarna að Stuðlaskarði í Hafnarfirði var undirritaður í upphafi vikunnar að viðstöddu fjölmenni. Væntanlegir íbúar og aðstandendur mættu til undirritunarinnar til að fagna þessum tímamótasamningi um framtíðarbúsetu í Skarðshlíð, nýju og fjölskylduvænu íbúðahverfi í Hafnarfirði.

Fyrsta-sprenging-skurdur-13-feb-19

20. feb. 2019 : Sprengingar vegna vinnu við Háabakka

Næsta sprenging verður í dag kl. 17. Framkvæmdir eru hafnar af fullum krafti við byggingu Háabakka í Hafnarfjarðarhöfn, en þessi nýi stálþilsbakki sem verður um 110 metra langur mun liggja milli enda Suðurbakka og Óseyrarbryggju framan við Fornubúðir. 

20190215_122028

19. feb. 2019 : Samfélagshús í gömlu Skattstofunni

Nýtt ungmennahús hefur tekið til starfa í gömlu Skattstofunni að Suðurgötu 14 í Hafnarfirði. Í ungmennahúsi stendur ungmennum á aldrinum 16-25 ára til boða fjölbreytt starf í vímulausu og öruggu umhverfi. Starf sem verður með tímanum mótað af hópnum sjálfum.

IMG_1167

19. feb. 2019 : Fleiri búsetukjarnar fyrir fatlað fólk

Hafnarfjarðarbær, fyrir hönd Heimilin íbúðafélag hses., og HBH Byggir ehf. skrifuðu fyrir helgi undir verksamning um uppbyggingu á búsetukjarna fyrir fatlað fólk að Öldugötu 45. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist strax í sumar og að íbúðirnar afhendist í febrúar 2021.

Síða 1 af 3