Fréttir28. jan. 2019 : Tillaga að deiliskipulagsbreytingu við Hraunvang 7, Hrafnista

Á fundi skipulags- og byggingarráðs dags. 25.9.2018 var tekin fyrir fyrirspurn Hrafnistu í Hafnarfirði frá apríl 2016 vegna breyttrar notkunar á reit F2 við Hrafnistu.

Hus

28. jan. 2019 : Fasteignagjöld 2019

Álagningarseðlar fasteignagjalda 2019 eru nú aðgengilegir á mínum síðum á www.hafnarfjordur.is

25. jan. 2019 : Gönguskíðabrautir lagðar í Hafnarfirði

Það virðar vel til útiveru þessa dagana og hefur Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Golfklúbbinn Keili og fleiri góða aðila lagt þrjár gönguskíðabrautir.  Ákveðið tilraunaverkefni er í gangi með gönguskíðabraut á Víðistaðatúni en einnig hafa verið lagðar tvær gönguskíðabrautir á Hvaleyrarvelli.  Ein stutt og létt og önnur lengri og hæðóttari út frá vallarhúsinu til vesturs yfir á þann völl sem í daglegu tali heitir Hraunið. 

Lina-8

23. jan. 2019 : Framkvæmdir við flutning Hamraneslínu geta loks hafist

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í dag voru tvö framkvæmdaleyfi samþykkt sem marka munu tímamót í uppbyggingu og öryggi atvinnulífs í Hellnahrauni og uppbyggingu byggðar í Skarðshlíð, nýju og fjölskylduvænu íbúðahverfi inn af Völlunum í Hafnarfirði.

HroiHottur

22. jan. 2019 : Bogfimifélagið Hrói höttur komið í hóp hafnfirskra íþróttafélaga

Nýjasta íþróttafélagið í flóru hafnfirskra félaga er Bogfimifélagið Hrói höttur. Er hér um að ræða fyrsta bogfimifélagið á höfuðborgarsvæðinu sem er með aðstöðu í íþróttahúsi en mikil gróska virðist vera í bogfimi hérlendis.

JonJonsson

22. jan. 2019 : Forvarnir í formi jafningjafræðslu

Hafnarfjarðarbær tekur forvarnarhlutverk sitt alvarlega og hefur um nokkurt skeið farið þá leið að bjóða upp á jafningjafræðslu innan grunnskóla Hafnarfjarðar. Hefur þessi leið mælst vel fyrir hjá nemendum, foreldrum þeirra og starfsmönnum skólanna.

HafnarfjordurFallegur

21. jan. 2019 : Bæjarstjórnarfundur 23. janúar

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn  23. janúar. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.  

Ungmennamenning1taka

18. jan. 2019 : Hvað er unglingamenning? Erasmus+ verkefni

Þessar pælingar urðu kveikjan að því að hópur unglinga úr Öldunni kom sér í samband við hóp unglinga frá Oulu í Finnlandi, bjuggu til verkefni, unnu að umsókn um styrkveitingu og fengu styrk frá Erasmus+ upp á €19.900

Matargjald

17. jan. 2019 : Niðurfelling á fæðisgjaldi vegna systkina í grunnskólum

Frá og með 1.janúar 2019 kom inn breyting á fæðisgjaldi til fjölskyldna með börn á grunnskólaaldri í Hafnarfirði. Fæðisgjald er fellt niður ef börn á grunnskólaaldri í mataráskrift í sömu fjölskyldu eru fleiri en tvö. Niðurfelling á fæðisgjaldi er af mataráskrift elsta systkinis sem gerist sjálfkrafa þegar fjölskylda er með sama lögheimili og  fjölskyldunúmer í Þjóðskrá. 

UndirritunIBH_1547629377125

16. jan. 2019 : Samningar undirritaðir við ÍBH

Undirritaðir hafa verið tveir samningar milli Hafnarfjarðarbæjar og Íþróttabandalags Hafnarfjarðar. ÍBH er regnhlífasamtök allra íþróttafélaga í Hafnarfirði með milli 15-16 þúsund iðkendur og er því stærsta fjöldahreyfing í Hafnarfirði og öflugur vettvangur fyrir heilsueflingu og uppeldi.

15. jan. 2019 : Viðburða- og verkefnastyrkir - Grants for events and cultural projects - Dotacje do wydarzeń i projektów kulturalnych

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í Hafnarfirði.  Umsóknum skal skila inn með rafrænum hætti til og með 17. febrúar 2019.

Síða 1 af 2