FréttirVidurkenning2019

27. des. 2019 : Íþróttafólk ársins í Hafnarfirði

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd stóðu í dag fyrir afhendingu viðurkenninga til íþróttamanna sem keppa með hafnfirskum liðum, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara, Norðurlandameistara, heimsmeistara og sérstakra afreka, ásamt vali á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar á árinu 2019.

24. des. 2019 : Best skreyttu húsin í Hafnarfirði 2019

Á Þorláksmessu voru verðlaun veitt fyrir best skreyttu húsin og best skreyttu götuna í Hafnarfirði. Hafnfirðingar og aðrir áhugasamir voru í upphafi desembermánaðar hvattir til að setja upp stóru jólagleraugun og senda ábendingu um það hús í Hafnarfirði sem þykir bera af í jólaskreytingunum þetta árið.

RosaGudbjartsdottir_1576588553223

23. des. 2019 : Jólahugvekja bæjarstjóra

Á þessum tíma árs vakna upp og bærast í brjósti miklar tilfinningar. Tilhlökkun yfir því sem koma skal, þakklæti fyrir það liðna og ást í garð fjölskyldu og vina. Enn eitt árið er við það að kveðja. Það hefur lagt inn í lífsbankann ákveðna reynslu, þroska og upplifun á því sem lífið og tilveran hefur upp á að bjóða. 

Jolaljos_1570441139964

23. des. 2019 : Opnunartímar yfir hátíðarnar

Þjónustuver, menningarstofnanir, grunnskólar, leikskólar og sundlaugar Hafnarfjarðarbæjar verða opnar yfir hátíðarnar sem hér segir. 

FBTaka22019

23. des. 2019 : Gleðileg jól! Season´s Greetings! Wesołych Świąt

Hafnfirðingum og vinum Hafnarfjarðar sendum við hugheilar hátíðarkveðjur og óskir um gleðilega jólahátíð með þakklæti fyrir samveru og samfylgd á árinu sem er að líða. Megi árið 2020 færa okkur öllum hamingju, góða heilsu og skapandi og skemmtileg verkefni. 

BokasafnHv2

23. des. 2019 : Ævintýraheimur Bókasafns Hvaleyrarskóla

415 nemendur eru í Hvaleyrarskóla í vetur og markmið skólasafns Hvaleyrarskóla er að styðja við og auka lestur, auk þess að skapa ævintýralegt og áhugavert umhverfi þar sem lestur og bækur eru í hávegum höfð. Skólasafnið er í hjarta skólans, þar sem allir eiga erindi hjá daglega. Bæjarblaðið Hafnfirðingur kíkti í heimsókn og ræddi við Steinar Ó. Stephensen, deildarstjóra.

SigurjonOlafssonHafnfirdingur

23. des. 2019 : Viljum gera þjónustuna snjallari

Sigurjón Ólafsson tók við nýju starfi sem sviðsstjóri þjónustu og þróunar hjá Hafnarfjarðarbæ í haustbyrjun. Sigurjón hefur verið þátttakandi í stafrænni vegferð margra stofnana og fyrirtækja og hefur stýrt stórum verkefnum, aðstoðað við að breyta stafrænni ásýnd og við að innleiða ný vinnubrögð og hugsunarhátt. 

Badminton

23. des. 2019 : Þjónustusamningur við Blakfélag Hafnarfjarðar

Hafnarfjarðarbær og Blakfélag Hafnarfjarðar undirrituðu á aðventunni þjónustusamning sem tekur til allrar þeirra þjónustu sem Blakfélagið veitir íbúum í Hafnarfirði og framlags Hafnarfjarðarbæjar fyrir þjónustuna. Félagið, sem áður var hluti af almenningsdeild Hauka, er nú orðið sjálfstætt.

23. des. 2019 : Íþrótta- og viðurkenningarhátíð 2019 - íþróttafólkið okkar

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar og íþrótta- og tómstundanefnd standa fyrir afhendingu viðurkenninga til íþróttamanna sem keppa með hafnfirskum liðum, Íslandsmeistara, hópa bikarmeistara, Norðurlandameistara, heimsmeistara og sérstakra afreka, ásamt vali á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar á árinu 2019.

Endurskinsmerki-Solarsolstodur

22. des. 2019 : Endurskinsmerki að gjöf á dimmustu dögum ársins

Félag eldri borgara í Hafnarfirði fékk fyrir helgi, þegar stystu og þar með dimmustu dagar ársins standa yfir, endurskinsmerki að gjöf frá Heilsubænum Hafnarfirði. Sigurður Björgvinsson varaformaður Félags eldri borgara í Hafnarfirði tók á móti gjöfinni. Hér með honum á myndinni eru þau Linda Hildur Leifsdóttir verkefnastjóri Félags eldri borgara í Hraunseli og Sjöfn Guðmundsdóttir, deildarstjóri stoðþjónustu.

Stekkjaras2

22. des. 2019 : Fimmtán ára leikskóli í alþjóðlegu samstarfi

Leikskólinn Stekkjarás fagnaði fimmtán ára afmæli sínu 8. september sl. „Í þessi fimmtán ár höfum við verið í stöðugri þróun og aldrei þurft að hafa áhyggjur af stöðnun,“ segir Alda Agnes Sveinsdóttir leikskólastjóri. Segir hún nýliðið haust í Stekkjarási hafa verið fjörugt sem fyrr og skólasamfélagið tekið þátt í og sett af stað margvísleg verkefni. 

Síða 1 af 36