FréttirFréttir

21. mar. 2019 : Aksturs- og skotæfingasvæði í Kapelluhrauni

Deiliskipulagsbreyting

IMG_0594

20. mar. 2019 : Rafmagnsleysi í Hafnarfirði

Rafmagnslaust er þessa stundina á Völlunum í Hafnarfirði og að hluta á Holtinu og í Áslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti þá varð útleysing á 11 kV útgangi SP2 í Hamranesi sem olli rafmagnsleysi á þessum stöðum. Líkleg orsök útleysingar er að grafið hafi verið í jarðstreng. Unnið er að viðgerðum.

HamarinnUngmennahus

19. mar. 2019 : Nýtt ungmennahús heitir Hamarinn

Nýtt ungmennahús, sem nýlega tók til starfa í gömlu Skattstofunni, hefur fengið nafnið Hamarinn. Nýtt nafn var kosið á ungmennahúsið í gærkvöld á stofnfundi húsfélagsins við Suðurgötu 14. Nafnið Hamarinn varð fyrir valinu en það er dregið af því fallega útivistarsvæði sem staðsett er stutt frá ungmennahúsinu sjálfu.

19. mar. 2019 : Lokað fyrir kalda vatnið á Skúlaskeiði

Lokað verður  fyrir kalda vatnið á Skúlaskeiði frá kl. 9 - 13 miðvikudaginn 20. mars. Við þökkum sýndan skilning. 

53873385_10158132963724989_6130448293232115712_o

18. mar. 2019 : Tvö tónlistaratriði áfram í Nótuna

Tvö atriði frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar voru nú um helgina valin til að taka þátt í Nótunni - uppskeruhátíð tónlistarskóla. Sinfóníuhljómsveit skólans og gítardúett skipaður þeim Sóleyju Örnu Arnarsdóttur og Valgerði Báru Baldvinsdóttur náðu að komast áfram. 

HafnarfjordurFallegur

18. mar. 2019 : Bæjarstjórnarfundur 20.mars

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 20. mars. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.

IMG_1616

15. mar. 2019 : Fyrsta skóflustungan við nýjan búsetukjarna

Fyrsta skóflustungan að nýjum búsetukjarna við Arnarhraun 50 var tekin í dag en þar stendur til að byggja sex íbúða kjarna ásamt sameiginlegu rými. Gengið var til samninga við Framkvæmdafélagið Arnarhvoll ehf. um bygginguna í árslok 2018 og eru verklok áætluð í mars 2020.

15. mar. 2019 : Nýtt tilraunaverkefni lögreglu og sveitarfélags

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Hafnarfjarðarbær hafa tekið höndum saman og komið á samstarfs- og þróunarverkefni sem hefur þann tilgang að efla samvinnu þessara aðila í málum barna og unglinga. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs sem fer af stað nú um miðjan mars.

NaeringarsattmaliMars2019_1552611336217

15. mar. 2019 : Næringarsáttmáli og samræmdir matseðlar

Leikskólar Hafnarfjarðar starfa nú eftir nýjum næringarsáttmála og elda eftir samræmdum matseðlum. Vinna við verkefnið hefur staðið yfir um nokkurt skeið og hófst innleiðing þess innan leikskólanna nú um síðustu mánaðarmót. Afraksturinn byggir á mikilli greiningarvinnu, næringarútreikningum, samstarfi og samtali viðeigandi aðila ásamt mati nemenda og starfsmanna.

UngmenniHreinsaBaeinn

15. mar. 2019 : Sumarstörf

Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða starfsfólk til sumarstarfa á aldrinum 17 ára og eldri. 

Ráðhús Hafnarfjarðar og bæjarbíó

15. mar. 2019 : Þjónustuver opnar 9:30 á mánudag

Mánudaginn 18. mars mun Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar opna kl. 9:30 í stað 8:00 vegna starfsmannafundar.  Fyrirfram þakkir fyrir sýndan skilning! 

Síða 1 af 7