Fréttir
Hafnarfjörður sumarkvöld

19. des. 2018 : Launamunur minnkar hjá Hafnarfjarðarbæ

Viðhaldsvottun sem framkvæmd var af BSI á Íslandi nú í desember leiðir í ljós lækkun á launamun um 1,4% frá því að jafnlaunamerkið var afhent. Í ágúst 2017 var launamismunur 4,8%, karlmönnum í hag, en mælist nú 3,4%.

Jolathorpid_1544797421940

14. des. 2018 : Fjölskyldan saman í Jólaþorpið um helgina

Jólaþorpið í Hafnarfirði er opið laugardag og sunnudag frá kl. 12-17 og iðar af lífi og fjöri báða dagana. Fjölskyldumeðlimir á öllum aldri ættu að geta fundið sér eitthvað til snæðings og skemmtunar í Hafnarfirði um helgina.

12. des. 2018 : Fjárhagsáætlun 2019 samþykkt

Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2019 og 4 ára áætlun 2019-2022 var samþykkt í bæjarstjórn í dag miðvikudaginn 12. desember.

UmhverfisAudlindastefna

11. des. 2018 : Metnaðarfull markmið og vilji til að taka umhverfismál föstum tökum

Umhverfis- og auðlindastefna Hafnarfjarðarbæjar var samþykkt í bæjarstjórn 25.apríl sl. Síðan þá hefur umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðarbæjar unnið að greiningu á þeim verkefnum sem eru í aðgerðaáætlun stefnunnar.  Með stefnunni leitast Hafnarfjarðarbær við að taka umhverfismálin föstum tökum auk þess að hvetja íbúa til að gera slíkt hið sama.

HafnarfjordurFallegur

10. des. 2018 : Bæjarstjórnarfundur 12. desember

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn  12. desember. Formlegur fundur hefst kl. 14:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.  

Ungmennarad

10. des. 2018 : Ungt fólk og umferðaröryggi - sameiginleg ályktun

Þær Birta Guðný Árnadóttir og Lilja Ársól Bjarkadóttir fóru fyrir hönd Ungmennaráðs Hafnarfjarðar á málþing á vegum Ungmennaráðs Grindarvíkurbæjar sem fékk styrk frá Eramus+ til þess að standa fyrir málþingi um ungt fólk og umferðaröryggi.  Um sautján ungmennaráð tóku þátt á málþinginu og sendu í kjölfarið frá sér sameiginlega tilkynningu.

JolinSkreytingarkeppni

10. des. 2018 : Hver á best skreytta húsið í Hafnarfirði?

Við hvetjum Hafnfirðinga og aðra áhugasama til að setja upp stóru jólagleraugun og senda okkur ábendingu um það hús í Hafnarfirði sem þykir bera af í jólaskreytingunum þetta árið. Verðlaun verða veitt fyrir best skreytta húsið og fer verðlaunaafhending fram sunnudaginn 23. desember í Jólaþorpinu á Thorsplani.  HS veitur veita verðlaunin og er óhætt að segja að þau muni koma sér vel fyrir þá sem lýsa vel upp hjá sér fyrir jólin! 

Jolaljos

7. des. 2018 : Auka pokar fyrir almennt sorp

Stórhátíðum fylgir yfirleitt heldur meira sorp en gengur og gerist aðra mánuði ársins. Í desember og fram í janúar (14. jan) ætlar Hafnarfjarðarbær að bjóða til sölu auka poka fyrir almennt sorp. Pokarnir eru úr niðurbrjótanlegu plasti og sérmerktir þessu verkefni.

Tonajol_1543921066229

4. des. 2018 : Tónajól með 2 dívum og 200 nemendum

Annað árið í röð mun Tónlistarskóli Hafnarfjarðar blása til stórtónleika í samstarfi við vel þekkta hafnfirska tónlistarmenn.  Í ár eru það söngkonurnar Guðrún Árný og Margrét Eir sem báðar eru búsettar í Hafnarfirði. Tveir tónleikarnir undir yfirskriftinni Tónajól verða haldnir 8. desember í Íþróttahúsinu við Strandgötu. 

IMG_9999_1543912441730

4. des. 2018 : Geitungarnir fá Múrbrjótinn 2018

Geitungarnir, vinnu- og virknitilboð í Hafnarfirði og Ruth Jörgensdóttir Rauterberg og Þorpið, frístundamiðstöð á Akranesi hljóta Múrbrjótinn 2018. Alþjóðadagur fatlaðs fólks er 3. desember ár hvert. Í tilefni af því og í tengslum við samkomu sem Ás styrktarfélag og Átak, félag fólks með þroskahömlun héldu í tilefni dagsins og þess að félögin eiga 60 og 25 ára afmæli á þessu ári veitti Þroskahjálp viðurkenningu sína, Múrbrjótinn.

Síða 2 af 3