Fréttir
Hafnarfjörður sólroði kvöld

9. okt. 2018 : 13 verkefni hljóta menningarstyrk

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar hefur nú lokið úthlutun menningarstyrkja ársins 2018. Þrettán verkefni hljóta styrk að þessu sinni og fer formleg afhending fram 27. nóvember næstkomandi. 

GeirBjarna

5. okt. 2018 : Hópsöfnun unglinga í miðbæ Hafnarfjarðar

Í haust hefur borið á því að hópur ungs fólks hafi verið að safnast saman niður í miðbæ til að hanga í og við Fjörð. Þetta hefur verið að gerast eftir að skóla lýkur, um helgar og fram á kvöld.  Þessi hópasöfnun getur haft slæmar afleiðingar.

Kaldarselsvegur

5. okt. 2018 : Endurgerð Kaldárselsvegar

Þessa dagana standa yfir framkvæmdir við endurgerð Kaldárselsvegar frá Sörlatorg að Flóttamannavegi.  Fram eftir októbermánuði verður truflun á umferð og lokanir á ákveðnum leiðum á verksvæðinu

LogreglanSvidstjorar_1538994016676

5. okt. 2018 : Fundur með lögreglu

Bæjarstjóri og sviðsstjórar Hafnarfjarðarbæjar fengu á sinn fund í gær stjórnendur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem staðsettir eru í Hafnarfirði m.a. í kjölfar umræðu inn á hverfasíðum Hafnarfjarðarbæjar um innbrot í bíla, grunsamlegar mannaferðir í kringum heimili og boð um þjónustu sem samræmist ekki íslenskum lögum. 

33Nyrymi

4. okt. 2018 : Hjúkrunarrýmum í Hafnarfirði fjölgar um 33

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur veitt Hafnarfjarðarbæ heimild sem gerir kleift að fjölga hjúkrunarrýmum í bæjarfélaginu um 33 á næsta ári. Hjúkrunarrými á Sólvangi í Hafnarfirði verða þar með rúmlega 90.

Yfirlit_kaldarselsvegur_2

3. okt. 2018 : Breytt lega Ásvallabrautar og tengingar við Kaldárselsveg

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti þann 14. febrúar 2018 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 – 2025 er varðar breytta legu Ásvallabrautar og tengingar við Kaldárselsveg.

2. okt. 2018 : Styrkir til eflingar tónlistarlífs í Hafnarfirði

Auglýst er eftir umsóknum um styrk úr Sjóði Friðriks Bjarnasonar og Guðlaugar Pétursdóttur. Hlutverk sjóðsins er að efla tónlistarlíf í Hafnarfirði og styrkja hafnfirska nemendur til framhaldsnáms í tónlist og fræðimenn í tónlist.

Throskathjalfar

2. okt. 2018 : Til hamingju þroskaþjálfar!

Þroskaþjálfar í Evrópu ganga almennt undir heitinu social educators og starfa að því sameiginlega markmiði að skapa farveg fyrir jöfnuð, réttlæti og lífsgæði meðal allra borgara. Alþjóðleg samtök þroskaþjálfa Internatoinal Association of social educators (AIEJI) halda upp á 2. október sem alþjóðlegan dag þroskaþjálfa.

HafnarfjordurFallegur

1. okt. 2018 : Bæjarstjórnarfundur 3. október

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 3.október. Fundurinn hefst kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.   

Img_7994

1. okt. 2018 : Hugum að geðheilbrigði!

Samtökin Hugrún geðfræðsla fengu í dag, á afmælisdegi Flensborgarskóla.  Hugrún stendur fyrir fræðslu um geðheilbrigði og geðraskanir fyrir ungmenni um land allt.

Síða 2 af 2