FréttirGudmundurFylkisson

31. okt. 2018 : Fyrir hvað stendur Hafnarfjörður í þínum huga?

Taktu þátt í gerð markaðsstefnumótunar fyrir Hafnarfjörð! Verkefnið felst í að búa til heildstæða markaðsstefnumótun og aðgerðaráætlun fyrir Hafnarfjörð.  Segðu hvað þér finnst og taktu þátt í laufléttri könnun.
HafnarfjordurFallegur

30. okt. 2018 : Bæjarstjórnarfundur 31. október

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 31.október. Fundurinn hefst kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.   

Hopurinn_1540829744399

29. okt. 2018 : Nýr búsetukjarni fyrir fatlað fólk

Hafnarfjarðarbær, fyrir hönd Arnarhrauns 50 íbúðafélags hses, hefur gengið til samninga við Framkvæmdafélagið Arnarhvoll ehf. um byggingu á 6 íbúða búsetukjarna ásamt sameiginlegu rými. Framkvæmdir hefjast strax á næstu dögum og eru verklok áætluð í mars 2020.

26. okt. 2018 : Lausar lóðir í Skarðshlíð

Hafnarfjarðarbær auglýsir lóðir til einstaklinga og lögaðila í fjölskylduvænu íbúðahverfi í Skarðshlíð. Í skipulagi og hönnun er rík áhersla lögð á heildræna sýn, vistvænt skipulag, grænt yfirbragð og fjölbreytt útisvæði. Svæðið liggur sunnan og vestan Ásfjalls og er skjólsælt svæði umvafið gríðarlegri náttúrufegurð. 

Hafnarfjörður loftmynd

23. okt. 2018 : Fornubúðir 5 og Hamranes. Breyting á aðal- og deiliskipulagi svæða

Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 vegna Hamraness og Suðurhafnar. Breyting á deiliskipulagi Suðurhafnar - Fornubúðir 5

Namsefnisgjof-Vidivellir

22. okt. 2018 : Námsefnisgjöf til leikskóla

Fulltrúar í Lionsklúbbi Hafnarfjarðar afhentu á dögunum námsefnispakka til nemenda á Leikskólanum Víðivöllum. Eru nú allir leikskólar í Hafnarfirði komnir með fjölþættan námsefnispakka í hendurnar sem Menntamálastofnun, í samstarfi við Lions, er að færa öllum leikskólum landsins.

Ásvallalaug

19. okt. 2018 : Ásvallalaug lokuð næstu daga

Ásvallalaug verður takmarkað opin dagana 20. -23. október. Frítt er í sund í Sundhöll og Suðurbæjarlaug mánudag og þriðjudag í vetrarfríi grunnskólanna. 

Vatn

19. okt. 2018 : Truflanir á afhendingu vatns í Norðurbæ

Vegna viðgerða má búast við truflunum í afhendingu vatns í húsum við Norðurbraut, Hraunbrún og Garðaveg í dag. Reiknað er með að lokað verði fyrir vatnið kl 10 og vonast er til að viðgerð ljúki um hádegi.

Aslandsskoli

17. okt. 2018 : Vegna umræðu um mötuneyti í Áslandsskóla

Á fyrsta fundi nýs fræðsluráðs, þann 26. júní 2018, var tekið fyrir bréf frá umboðsmanni barna varðandi mötuneyti Áslandsskóla og það fyrirkomulag að nemendur í mataráskrift matist í öðru rými en nemendur sem koma með nesti að heiman. Fræðslustjóra Hafnarfjarðarbæjar var á fundinum falið að fylgja bréfinu eftir sbr. bókun. Afrit af bréfi var birt með bókun fundar.

HafnarfjordurFallegur

15. okt. 2018 : Bæjarstjórnarfundur 17.október

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 17.október. Fundurinn hefst kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.   

Samstarfsverkefni_1539247374119

11. okt. 2018 : Markvissar aðgerðir gegn hrakandi málþroska

Nýtt verkefni hjá Hafnarfjarðarbæ miðar að því að ná til foreldra barna á aldrinum 6-24 mánaða þannig að börnin séu efld í málþroska frá unga aldri. Um er að ræða samstarf sem teygir anga sína til dagforeldra og frístundaheimila.

Síða 1 af 2