FréttirFréttir

Hafnarfjordur2017

24. sep. 2018 : Nýr skólastjóri Tónlistarskólans

Eiríkur G. Stephensen hefur verið ráðinn skólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.  Eiríkur hefur lengst af starfað sem skólastjóri Tónlistarskóla Eyjafjarðar þar sem hann stýrði starfi og þróun tónlistarkennslu sem fór fram í þremur skólum í Eyjafjarðarsveit. 

Img_7827

20. sep. 2018 : Fyrsta Mílan í Skarðshlíðarskóla

Nemendur og kennarar í Skarðshlíðarskóla fóru í dag fyrstu „míluna“ af mörgum frá skólanum. Um er að ræða verkefni að skoskri fyrirmynd sem heitir The Daily Mile og er skólinn fyrsti íslenski skólinn sem tekur þátt.

Hafnarfjordur2017

19. sep. 2018 : Guðrún ráðin mannauðsstjóri

Guðrún Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin mannauðsstjóri Hafnarfjarðarbæjar.  Á árunum 2008-2015 starfaði Guðrún sem mannauðsstjóri Reykjanesbæjar.

18. sep. 2018 : Opið fyrir umsóknir í Jólaþorpið

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Jólaþorpið á Thorsplani í Hafnarfirði 2018. Sem fyrr vill Jólaþorpið fá til liðs við sig einstaklinga, samtök og fyrirtæki sem hafa til sölu gæðavöru á góðu verði og fjölbreytt úrval varnings með loforði um líf og jólafjör á á sölubásnum.

HafnarfjordurFallegur

17. sep. 2018 : Bæjarstjórnarfundur 19. september

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 19.september. Fundurinn hefst kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.  

Img_7685

10. sep. 2018 : 800 nemendur hlaupa Ólympíuhlaup

Um 800 nemendur Hraunvallaskóla tóku þátt í setningu Ólympíuhlaups ÍSÍ 2018 og gátu þeir valið um að hlaupa 2,5KM, 5KM og 10KM.

7. sep. 2018 : Viðburða- og verkefnastyrkir

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna og viðburða á sviði menningar og lista í Hafnarfirði.  Umsóknum skal skila inn með rafrænum hætti fyrir 10. september 2018.

Molinn

6. sep. 2018 : Gæludýrahald í félagslegum íbúðum

Fjölskylduráð Hafnarfjarðarbæjar hefur samþykkt breytingar á reglum varðandi gæludýrahald í félagslegum íbúðum sveitarfélagsins. Leyfilegt er nú orðið að halda hund eða kött í félagslegum íbúðum í eigu Hafnarfjarðarbæjar

6. sep. 2018 : Deiliskipulagsbreyting - Selhraun suður

Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum þann 17.10.2017 breytingu á deiliskipulagi Selhrauns Suðurs með vísan í 1. mgr 43. gr. skipulagslaga 123/2010.

Plastlausseptember2018

4. sep. 2018 : Plastlaus september - tökum þátt!

Það er ábyrgð okkar allra að ná betri árangri í flokkun plasts. Hafnarfjarðarbær hvetur íbúa og fyrirtæki til virkarar þátttöku í Plastlausum september, árvekniátaki sem ætlað er að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu.
HafnarfjordurFallegur

3. sep. 2018 : Bæjarstjórnarfundur 5. september

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 5.september. Fundurinn hefst kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.