FréttirSundhöll Hafnarfjarðar

30. apr. 2018 : Opnunartími sundstaða breytist

Almennir opnunartímar í sundlaugum bæjarins breytast frá 3. maí og verða sem hér segir.

 

Gardurgangursotturheim

27. apr. 2018 : Vorhreinsun lóða - garðaúrgangur sóttur heim

Íbúar eru hvattir til að hreinsa lóðir sínar og setja garðaúrgang út fyrir lóðamörk í hæfilega þunga poka og binda greinaafklippur í knippi nú í byrjun maí. Starfsmenn þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðarbæjar verða á ferðinni og fjarlægja garðaúrgang.

27. apr. 2018 : 13 viðurkenningar fyrir 325 ár í starfi

Starfsaldursviðurkenningar til starfsfólks Hafnarfjarðarbæjar voru veittar við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í gær. Þrettán einstaklingar sem hafa starfað hjá bænum í 25 ár fengu viðurkenningu fyrir faglegt framlag og störf í þágu bæjarins. 

27. apr. 2018 : Víðavangshlaup Hafnarfjarðar 2018

Árlegt Víðavangshlaup Hafnarfjarðar fór fram á Sumardaginn fyrsta, 19. apríl á Víðistaðatúni.

Sorpanos_net-3

25. apr. 2018 : Plastið í poka

Tveir heppnir handhafar bæklings um plastflokkun hafa verið dregnir út og hljóta gjafabréf á glæsilegan kvöldverð fyrir tvo.

Samkeppni

25. apr. 2018 : Flensborgarhöfn og Óseyrarsvæði

14 tillögur bárust í hugmyndasamkeppnina

Reusable-shopping-bags

24. apr. 2018 : Pokalaus Hafnarfjörður

Þann 18. apríl síðast liðinn hófst formlega samstarfsverkefnið „ pokalaus Hafnarfjörður“ milli Hrafnistu og leikskólans Norðurbergs

24. apr. 2018 : Breyting á deiliskipulagi 2. áfanga Hellnahrauns í Hafnarfirði - Einhella 4

Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 20.03.2018 tillögu að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar að Einhellu 4 og að málsmeðferð verði í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr.123/2010. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi 2. áfanga Hellnahrauns í Hafnarfirði.

Í deiliskipulagsbreytingunni felst stækkun og breytt lega byggingarreits lóðarinnar að Einhellu 4.

 

HafnarfjordurFallegur

23. apr. 2018 : Bæjarstjórnarfundur 25. apríl

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 25. apríl. Fundurinn hefst kl. 17 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.  

23. apr. 2018 : Breyting á deiliskipulagi Skarðshlíðar 3. áfanga, Hafnarfirði.

Skipulags- og byggingarráð  Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 3.4.2018 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi Skarðshlíðar 3. áfanga í samræmi við 1. mgr. 43 gr.  skipulagslaga nr. 123/2010.

Í breytingartillögunni hefur verið dregið úr einbýlishúsalóðum og þess í stað lögð áhersla á blandaða byggð. Íbúðum fjölgað úr 88 í 120. Jafnframt er gerð breytingartillaga að legu og formi byggingarreita.

20. apr. 2018 : Menningarstyrkir afhentir til að auðga listalíf bæjarins

Menningar- og ferðamálanefnd veitti styrki til verkefna og viðburða sem tengjast Hafnarfirði með einum eða öðrum hætti síðasta vetrardag.

Síða 1 af 2