Fréttir
12. jan. 2018 : Hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag

Hafnarfjarðarhöfn og Hafnarfjarðarbær, í samvinnu við Arkitektafélag Íslands, efna til opinnar hugmyndasamkeppni um framtíðarskipulag Flensborgarhafnar og Óseyrarsvæðis. 

Hafnarfjörður sólroði

11. jan. 2018 : Ánægja íbúa eykst

Ánægja íbúa í Hafnarfirði með þjónustu sveitarfélagsins eykst á milli ára samkvæmt niðurstöðum árlegrar þjónustukönnunar Gallup sem birtar voru á fundi bæjarráðs í morgun. Alls eru 91% íbúa í Hafnarfirði ánægðir með sveitarfélagið sem stað til að búa á.

HalkaVegir

11. jan. 2018 : Hálka, sandur og salt

Salt og sandur geta komið sér vel ens og spáin er næstu daga. Íbúar geta sótt sand í Þjónustumiðstöðina Norðurhellu 2 til þess að bæta öryggi á gönguleiðum í nágrenni sínu og heimkeyrslum.

Íþróttamót grunnskóla 2011_04

9. jan. 2018 : Frístundastyrkir hækkuðu um 33% um áramótin

Frístundastyrkir vegna þátttökugjalda í íþrótta- og tómstundastarf fyrir börn á aldrinum sex til átján ára hækkuðu þann 1. janúar 2018, úr 3.000 kr. á mánuði í 4.000 kr. eða um 25%.

HafnarfjordurFallegur

9. jan. 2018 : Nýr umhverfis- og veitustjóri

Guðmundur Elíasson er nýr umhverfis- og veitustjóri í Hafnarfirði.  Guðmundur hóf störf nú í byrjun janúar.

22df71d38b6633e08d6efb0c7f6430e2

8. jan. 2018 : Breytingar á leiðakerfi Strætó

Nokkrar breytingar á leiðakerfi Strætó í Hafnarfirði hafa tekið gildi.

5. jan. 2018 : Viðburða- og verkefnastyrkir

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna og viðburða á sviði menningar og lista í Hafnarfirði.  Umsóknum skal skila inn með rafrænum hætti fyrir 15. febrúar 2018.

Heilsuefling

4. jan. 2018 : Samningur um heilsueflingu eldri borgara í Hafnarfirði

Bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Janus Guðlaugsson undirrituðu fyrr í dag samstarfssamning sveitarfélagsins við Heilsueflingu Janusar slf, til eins og hálfs árs í tengslum við heilsueflingu allt að 160 íbúa Hafnarfjarðarbæjar á aldrinum 65 og eldri. Um er að ræða þolþjálfun sem fer fram einu sinni í viku í frjálsíþróttahöllinni við Kaplakrika og styrktarþjálfun sem fram fer tvisvar í viku í heilsuræktarsal Reebokfitnes við Ásvallalaug.

IMG_3581

2. jan. 2018 : HAFNARFJARÐARBÆR BÆTIR KJÖR OG STARFSUMHVERFI Í LEIKSKÓLUM

Í nýsamþykktri fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2018 er lögð áhersla á að bæta starfsaðstæður í leikskólum og minnka álag á börn og starfsfólk. Undirbúnings- og yfirvinnustundum starfsmanna verður fjölgað á leikskólum og fá leikskólastjórar þannig aukið svigrúm til að koma til móts við þau fjölmörgu verkefni sem leikskólinn stendur frammi fyrir. 

Síða 2 af 2