FréttirHafnarfjordurFallegur

4. des. 2017 : Bæjarstjórnarfundur 6. desember

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 6. desember. Fundurinn hefst kl. 16 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34. Fundinum er streymt beint á heimasíðu.

4. des. 2017 : BRAUTRYÐJENDUR FRÁ DANMÖRKU KYNNA TÍMAMÓTAVERKEFNI

Í dag mánudaginn 4. desember fer fram vinnustofuna í Hásölum í Hafnarfjarðarkirkju milli kl. 9-15.  Helstu fyrirlesarar dagsins eru tveir danskir sérfræðingar þær Stinne Højer Mathiasen, stjórnmálafræðingur, verkefnastjóri hjá Herning Kommune og Trine Nanfeldt, félagsráðgjafi og hjúkrunarfræðingur, verkefnastjóri hjá Herning Kommune. Á vinnustofunni kynna þær nýja nálgun og breytta hugmyndafræði í þjónustu við börn og fjölskyldur sem reynst hefur vel í Danmörku, hið svokallaða Herning Módel. Herning módelið er í raun nýtt verklag og snemmtæk íhlutun felur í sér áherslu á stuðning og þjónustu við börn með fjölþættan vanda og fjölskyldur þeirra.

_MG_9030

28. nóv. 2017 : OPIÐ HÚS Í GÖMLU SKATT- STOFUNNI

Hafnarfjarðarbær býður í opið hús í gömlu Gömlu Skattstofunni Suðurgötu 14 næst komandi föstudag 1. des. Milli kl. 15:00 - 17:00. Nýlega festi bærinn kaup á húsinu af Ríkissjóði og í dag hýsir Skattstofan nokkur verkefni á vegum bæjarins.Á næstunni verður efnt til hugmyndavinnu um nafn og framtíðar starfssemi í húsinu.

27. nóv. 2017 : Hálka, salt og sandur

Mikil hálka er á götum, göngustígum og bílaplönum út um allan bæ þessa dagana. Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðarbæjar er á vakt nánast allan sólarhringinn við söltun og söndun en það dugar ekki í öllum tilfellum til.

23736426_1513657502052496_1571866470193509115_o

26. nóv. 2017 : Hafnarfjarðarbær verðlaunaður af Evrópustofnuninni í opinberri þjónustu í Maastricth

EIPA, Evrópustofnunin í opinberri þjónustu, veitti í vikunni Hafnarfjarðarbæ EPSA viðurkenningu,  eða svokölluð European public sector award. Viðurkenningin er veitt verkefnum í opinberri þjónustu sem bera vott um góða starfshætti og nýstárlegar úrlausnir á krefjandi viðfangsefnum. 

24. nóv. 2017 : Jólaþorpið í Hafnarfirði

Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opnað í fimmtánda sinn föstudagskvöldið 1. desember kl. 18 með fjölbreyttri dagskrá á Thorsplani þegar ljósin verða tendruð á jólatrénu.

Hafnarfjörður loftmynd

21. nóv. 2017 : Deiliskipulag Vesturbæjar og verndarsvæði í byggð

Þann 30. nóvember næstkomandi verður haldinn íbúafundur þar sem arkitektar kynna þá vinnu er snýr að nýju deiliskipulagi ásamt verndarsvæði í byggð.

21. nóv. 2017 : Skipulagsbreytingar við Suðurgötu 40-44

Þann 27. nóvember næstkomandi verður kynningarfundur þar sem kynnt verður tillaga að breytingum við Suðurgötu. Tillagan nær til lóðanna við Suðurgötu 40 – 44.

HafnarfjordurFallegur

20. nóv. 2017 : Bæjarstjórnarfundur 22. nóvember

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 22. nóvember. Fundurinn hefst kl. 17 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.  Fundinum er streymt beint á heimasíðu. 

SinfoniuhljomsveitTonlistarskolannaII

16. nóv. 2017 : Sjóður Friðriks og Guðlaugar

Auglýst er eftir umsóknum um styrk úr Sjóði Friðriks Bjarnasonar og Guðlaugar Pétursdóttur. Hlutverk sjóðsins er að efla tónlistarlíf í Hafnarfirði og styrkja hafnfirska nemendur til framhaldsnáms í tónlist og fræðimenn í tónlist.

10. nóv. 2017 : Jólaskreytingar

Núna þegar fyrsti snjórinn er fallinn er vinna við jólaskreytingar í bænum hafin.

Síða 2 af 26