Fréttir
HafnarfjordurFallegur

4. des. 2017 : Bæjarstjórnarfundur 6. desember

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 6. desember. Fundurinn hefst kl. 16 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34. Fundinum er streymt beint á heimasíðu.

4. des. 2017 : BRAUTRYÐJENDUR FRÁ DANMÖRKU KYNNA TÍMAMÓTAVERKEFNI

Í dag mánudaginn 4. desember fer fram vinnustofuna í Hásölum í Hafnarfjarðarkirkju milli kl. 9-15.  Helstu fyrirlesarar dagsins eru tveir danskir sérfræðingar þær Stinne Højer Mathiasen, stjórnmálafræðingur, verkefnastjóri hjá Herning Kommune og Trine Nanfeldt, félagsráðgjafi og hjúkrunarfræðingur, verkefnastjóri hjá Herning Kommune. Á vinnustofunni kynna þær nýja nálgun og breytta hugmyndafræði í þjónustu við börn og fjölskyldur sem reynst hefur vel í Danmörku, hið svokallaða Herning Módel. Herning módelið er í raun nýtt verklag og snemmtæk íhlutun felur í sér áherslu á stuðning og þjónustu við börn með fjölþættan vanda og fjölskyldur þeirra.

Síða 2 af 2