Fréttir31. okt. 2017 : Skólamatur tekið við skólamáltíðum

Samningar náðust við Skólamat um að taka við afgreiðslu skólamáltíða á morgun miðvikudaginn 1. nóvember. Þessar breytingar voru kynntar foreldrum og forráðamönnum barna fyrir helgi og allt unnið með það að leiðarljósi að nemendur skólanna finni sem minnst fyrir breytingunum.  

Nemendarad

31. okt. 2017 : Fulltrúar nemendaráða funda

Miðvikudaginn 25. október síðast liðin var haldið námskeið fyrir fulltrúa í stjórnum nemendafélaga grunnskólanna í Hafnarfirði.

HafnarfjordurFallegur

27. okt. 2017 : Kjörfundur í Hafnarfirði

Kjörfundur í Hafnarfirði vegna alþingiskosninga 28. október 2017 hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00. Kjörstaðir í Hafnarfirði eru Lækjarskóli og Víðistaðaskóli

26. okt. 2017 : Hafnarfjarðarbær kaupir gömlu skattstofuna

Í dag undirrituðu Fjármála- og efnahagsráðuneytið fyrir hönd ríkissjóðs og Hafnarfjarðarbær kaupsamning um Suðurgötu 14 í Hafnarfirði. Um er að ræða tæplega 1300 fermetra húseign sem áður hýsti gömlu skattstofuna

HafnarfjordurFallegur

23. okt. 2017 : Bæjarstjórnarfundur 25. október

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 28. október. Fundurinn hefst kl. 17 í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg, Strandgötu 34.  Fundinum er streymt beint á heimasíðu. 

IMG_2340

23. okt. 2017 : Hafnarfjörður hraðhleður

Hafnarfjörður varð í dag eitt af fyrstu sveitarfélögunum landsins til að setja upp hraðhleðslustöð fyrir rafbíla en stöðin er staðsett við verslununarmiðstöðina Fjörð. Hún er 50 kílóvött í hraðhleðslu og 22 kílóvött í hæghleðslu

21. okt. 2017 : Atvinnulóðir á besta stað í Hafnarfirði

Fjöldi atvinnulóða við Hellnahraun III standa fyrirtækjum í leit að framtíðarstaðsetningu til boða. Flestar lóðirnar henta vel undir matvælaiðnað.

IMG_7288

18. okt. 2017 : Frítt í sund, listasmiðjur og bókasafnsbíó í vetrarfríi

Vetrarfrí verður í skólum Hafnarfjarðar á morgun og föstudag 19. og 20. október og af því tilefni er frítt í sund fyrir börn og fullorðna þá daga og þá býður Hafnarborg börnum að taka þátt í skemmtilegum listasmiðjum báða dagana.

17. okt. 2017 : Húsfyllir á íbúafundi um Reykjanesbrautina

Húsfyllir var á íbúafundi í Bæjarbíói í kvöld þar sem umferðaröryggi í og við Reykjanesbrautina var rætt. Meðal þeirra sem tóku til máls voru Hrafnhildur R. Halldórsdóttir, íbúi í Setbergi, Sindri Blær Gunnarsson, nemi í Flensborg sem lenti í hörðum árekstri á Reykjanesbraut. Þá var þar líka Lilja Guðríður Karlsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá Viaplan, Magnús Einarsson frá Vegagerðinni og Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra .

17. okt. 2017 : Samkomulag og samningslok

Undanfarnar vikur hafa staðið yfir viðræður milli Hafnarfjarðarbæjar og Skólaasks um að ljúka samningi milli aðila um þjónustu á mat fyrir grunn- og leikskóla bæjarins

Síða 1 af 2