Fréttir26. sep. 2017 : Endurnýjun Lækjargötu

Vegna endurnýjunar Lækjargötu er gatan nú lokuð frá Strandgötu að Austurgötu með tilheyrandi truflun á umferð fram í desember.

Hafnarfjörður sólroði

26. sep. 2017 : Bæjarstjórnarfundur 27. september

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 27. september.

Jolathorpid

25. sep. 2017 : Jólahús - opið fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Jólaþorp Hafnarfjarðar 2017.

22. sep. 2017 : Hreinsun athafnasvæða

Okkur er öllum annt um umhverfi okkar og að ásýnd Hafnarfjarðarbæjar sé góð.  Í vor var blásið til hreinsunarátaks þar sem allir voru hvattir til virkrar þátttöku. Nú í september skorum við sérstaklega á fyrirtæki í Hafnarfirði að hreinsa nærumhverfi sitt. Hrein ásýnd heilt yfir hefur áhrif á upplifun viðskiptavina og viðskipti. 

_MG_9030

22. sep. 2017 : Umtalsverð lækkun á fasteignaskatti eldri borgara í Hafnarfirði

Afsláttur á fasteignaskatti ellilífeyris- og örorkuþega mun aukast umtalsvert á komandi ári samkvæmt tillögu sem bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær. Tekjuviðmið verða hækkuð og fleiri njóta afsláttar. Gert er ráð fyrir að hækkun viðmiða verði um 30% umfram 11,4% hækkun á launavísitölu árið 2016. 

21. sep. 2017 : Birgi Hafnarfjarðarbæjar harmar mistök við afhendingu gagna

Í framhaldi af frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi um afhendingu námsgagna í Víðistaðaskóla vill Hafnarfjarðarbær kom á framfæri eftirfarandi

Hjoladtilframtidar

21. sep. 2017 : Hjólum til framtíðar 2017

Á morgun, föstudaginn 22. september 2017 verður haldin sjöunda ráðstefna Hjólafærni og Landssamtaka hjólreiðamanna undir heitinu Hjólum til framtíðar. Áhersla ráðstefnunnar í ár snýst um ánægju og öryggi hjólreiða. Ráðstefnan er haldin í Bæjarbíó í Hafnarfirði frá 10:00 til 16:00.

Fristund2

20. sep. 2017 : Frístundaaksturinn er byrjaður

Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri og Fanney D. Halldórsdóttir fræðslustjóri fóru í gær ferð með frístundaakstrinum með 40 börnum. Í þessari ferð frá Áslandsskóla, Setbergsskóla og Lækjarskóla og börnum skilað á fimleikaæfingu hjá Björkunum og knattspyrnuæfingar hjá FH og Haukum.

15. sep. 2017 : Kalla eftir endurskoðun á forsendum húsnæðisstuðnings

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á miðvikudag var samþykkt ályktun þar sem bæjarstjórnin gagnrýnir nýja löggjöf um húsnæðisstuðning og skorar á Alþingi að endurskoða grunnfjárhæðir og önnur skilyrði þessa stuðnings. Þriðjungs fækkun hefur orðið í hópi þeirra sem fá sérstakan húsnæðisstuðning í Hafnarfirði og óskar bæjarstjórnin eftir því að ástæður þeirrar fækkunar séu rýndar og gengið úr skugga um að lög um húsnæðisstuðning nái tilgangi sínum.  

14. sep. 2017 : Bæjarstjórn krefst þess að haldið verði áfram með framkvæmdir við Reykjanesbraut

Á fundi bæjarstjórnar Hafnarfjarðar í gærkvöldi var samþykkt ályktun þar sem bæjarstjórnin mótmælir því kröftuglega að Reykjanesbraut virðist hvergi vera að finna í fjárlagafrumvarpi fjármálaráðherra fyrir árið 2018. Mikil uppsöfnuð þörf er á verulegum úrbótum við Reykjanesbraut innan Hafnarfjarðar.  Gríðarleg aukning bílaumferðar á Reykjanesbraut veldur mikilli slysahættu og langar raðir af bílum myndast á álagstímum. 

13. sep. 2017 : Deiliskipulag – hönnunarteymi

Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir skipulagshönnuðum vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsvinnu innan bæjarmarkanna.

Síða 1 af 2