janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
Stjórn Stræó BS samþykkti í síðustu viku tillögu sem felur í stóraukna þjónustu við farþega Strætó bs. Þar ber hæst að fella niður sumaráætlun, lengja akstur á kvöldin, gera tilraun með næturstrætó, auk annarra breytinga á einstaka leiðum.
Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 30. ágúst. Fundurinn hefst kl. 17 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Fundi er streymt beint á heimasíðu.
Í sumar hófust framkvæmdir á vegum Hafnarfjarðarbæjar á leiksvæði leikskólans Vesturkots. Gamli kastalinn var tekinn, svæðið lagað og hafist handa við að setja nýjan flottan kastala. Sett var nýtt undirlag úr gevigrasi og mjúku undirlagi.
Laugardaginn 2. september næstkomandi býður starfshópur um framtíð St. Jósefsspítala uppá opið hús í St. Jósefsspítala á milli kl. 13 og 15. Boðið verður upp á leiðsögn um húsnæðið og gestum gefst síðan kostur á að koma á framfæri sínum hugmyndum um framtíð húsnæðisins.
Nemendum fjölgar örlítið í grunnskólum Hafnarfjarðar en formlegt skólastarf hófst í dag.
Fyrsta skóflustunga að byggingu Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði var tekin kl 15:00 í dag. Skólinn er áttundi grunnskóli bæjarins en áætlanir gera ráð fyrir að skólinn verði eingöngu byggður fyrir eigið fé Hafnarfjarðarbæjar, einkum tekjur af lóðasölu. Skarðshlíðarskóli hóf starfsemi í vikunni í safnaðarheimili Ástjarnarkirkju en þar fer kennslan fram á meðan framkvæmdir við fyrsta áfanga standa yfir.
Fjölskylduráð Hafnarfjarðar samþykkti eftirfarandi breytingartillögu á fundi sínum þann 12. maí sl.:
Í morgun klukkan tíu voru opnuð tilboð frá lögaðilum í 26 tvíbýlishúsalóðir og 12 raðhúsalóðir í Skarðshlíð, 2. áfanga, sem auglýstar voru í sumar. Alls bárust tilboð frá 10 lögaðilum en þau voru lesin upp í morgun að viðstöddum fulltrúum nokkura bjóðenda.
Hafnarfjarðarbær hefur nú bæst í hóp þeirra sveitarfélaga sem hefur opnað aðgengi almennings að bókhaldi sínu. Á föstudag var formlega opnað svæði á heimasíðu bæjarins þar sem bæjarbúar og aðrir geta kynnt sér tekjur og gjöld sveitarfélagsins og skiptingu kostnaðar á kostnaðarlykla, skipulagseiningar og birgja.
Hafnarfjarðarbær er fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að fá vottað jafnlaunamerki frá velferðarráðuneytinu. Markmiðið með innleiðingunni er að koma á og viðhalda launajafnrétti hjá Hafnarfjarðarbæ og uppfylla skyldur atvinnurekenda um að tryggja jafnan rétt kvenna og karla, greiða þeim jöfn laun og tryggja að þau njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 21. febrúar 2017 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi 2. áfanga Hellnahrauns / Einhellu 9