Fréttir
K_orferd-Laekjarskola-2017_mynd03

11. júl. 2017 : Skemmtileg og þroskandi kóraferð

Dagana 24.-29. maí sl. fór spenntur 60 barna hópur í Kór Lækjarskóla á Norbusang. Þar var sungið, tekið þátt í smiðjum þar sem kórfélagar frá Lækjarskóla sóttu kvikmyndaleiksmiðju og indverska tónlistarsmiðju. Kóramótin hófust 1987.
HraunvallaskoliVidurkenningJuli2017

11. júl. 2017 : Hraunvallaskóli verðlaunaður

Í vor var efnt til samkeppni um kynningu á verkefninu: Velkomin - úrræði fyrir móttöku og samskipti. Fyrstu verðlaun hlaut Hraunvallaskóli en um er að ræða samskiptatæki sem auðveldar skólum móttöku, aðlögun og samskipti við nemendur og foreldra með annað móðurmál en íslensku.  

IMG_3454

11. júl. 2017 : Gæsluvöllurinn Róló

Í sumar verður starfræktur gæsluvöllurinn Róló að Smyrlahrauni 41a, í sumarfríi leikskólanna frá 12. júlí til og með 9. ágúst. Opnunartími er frá kl. 9-12 og 13-16 (lokað í hádeginu). Róló er ætlaður börnum á aldrinum 2-6 ára. 

7

6. júl. 2017 : Einar Bárðarson ráðinn samskiptastjóri

Einar Bárðarson hefur verið ráðinn samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar en um tímabundna ráðningu er að ræða. Þeir Andri Ómarsson, verkefnastjóri viðburða, munu starfa náið saman að innri og ytri samskiptum, innri miðlun upplýsinga, auglýsingum, kynningarmálum og viðburðum.

RatleikurHafnarfjardar2017

5. júl. 2017 : Ratleikur Hafnarfjarðar 2017

Tuttugasti Ratleikur Hafnarfjarðar er hafinn. Í tilefni tímamótanna er þemað Brot af því besta, valdir staðir úr öðrum leikjum auk viðbótar. Markmið með leiknum er að hvetja til útivistar og náttúruskoðunar í fjölbreyttu upplandi Hafnarfjarðar.
_MG_8568

3. júl. 2017 : Skipulagsbreyting - Grandatröð

Breyting á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis á Hvaleyrarholti í Hafnarfirði - stækkun byggingarreits að Grandatröð 12. Frestur til athugasemda er 18. ágúst. 
_MG_8568

3. júl. 2017 : Grenndarkynning - Gullhella 1

Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann  20. febrúar 2017 að grenndarkynna breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Kapelluhrauns vegna lóðarinnar Gullhellu 1. Skriflegar athugasemdir óskast eigi síðar en 31. júlí 2017.

 

Síða 2 af 2