Fréttir
SnemmtaekIhlutunLestur

9. jún. 2017 : Ný handbók um snemmtæka íhlutun í málörvunarstarfi

Leikskólinn Norðurberg hefur gefið út handbók um snemmtæka íhlutun í málörvunarstarfi leikskóla. Handbókin var kynnt nýlega á sérstökum kynningarfundi í skólanum að viðstöddum fjölda gesta. Handbókin, Snemmtæk íhlutun í málörvun leikskólabarna – undirbúningur fyrir lestur, er afrakstur þróunarverkefnis í leikskólanum sem átt hefur sér stað síðustu ár.

IMG_2428

8. jún. 2017 : Okkur vantar fleiri flokkstjóra!

Vegna aukinna umsvifa óskar Vinnuskóli Hafnarfjarðar eftir fleiri flokkstjórum 21 árs og eldri til starfa og best væri ef viðkomandi gæti hafið störf sem fyrst. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband í síma 565-1899. 

Pepper6

8. jún. 2017 : Pepper heimsótti Arnarberg

Vélmennið Pepper heimsótti leikskólann Arnarberg í morgun. Um er að ræða mannlegt vélmenni sem sérhannað er fyrir kynningar og fræðslu og þ.á.m. forritunarkennslu í skólum. Eitt af sérkennum Pepper er að greina svipbrigði og raddblæ viðmælanda en um leið að skapa gleði og ánægju. 

IMG_1575

7. jún. 2017 : Samþykkt á breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti 27. apríl breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar vegna lóðarinnar Fornubúðir 5. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

FyrstutillogurBorgarlinu

7. jún. 2017 : Fyrstu tillögur um legu Borgarlínu kynntar

Þáttaskil verða í undirbúningi fyrirhugaðrar Borgarlínu, nýs hágæða samgöngukerfis sem fá mun sérrými í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins, þegar vinnslutillögur um breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til 2040 og aðalskipulagi sveitarfélaganna sex sem standa að Borgarlínu verða kynntar á sameiginlegum fundi sveitarfélaganna í Salnum í dag

4. jún. 2017 : Opnunartími sundstaða um hvítasunnuna

Opnunartími sundstaða Hafnarfjarðar um hvítasunnuna verður sem hér segir.

Specialisterne

2. jún. 2017 : Samningur við Specialisterne á Íslandi

Fjölskylduráð Hafnarfjarðar endurnýjaði samning við Specialisterne á Íslandi á fundi sínum þann 2. júní s.l. Markmið samkomulagsins er að veita starfsþjálfun og gera starfsmat fyrir fatlaða atvinnuleitendur.

_MG_7752

2. jún. 2017 : Bæjarstjórnarfundur 7. júní

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 7. júní. Fundurinn hefst kl. 14 í Hafnarborg, Strandgötu 34.  Fundi er streymt beint á heimasíðu. 

1. jún. 2017 : Samgönguásar borgarlínu

Lögð er fram til kynningar vinnslutillaga vegna breytinga á svæðisskipulagi Höfuðborgarsvæðið 2040 og aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025. Kynningarfundur verður haldinn miðvikudaginn 7. júní kl. 15:00 í Salnum Kópavogi.

Síða 3 af 3