Fréttir
_A122285

20. jún. 2017 : Húsnæði óskast - langtímaleiga

Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir tilboði i langtímaleigu á minnst 700 fermetra húsnæði í Hafnarfirði.  Tilboð þurfa að berast í Þjónustuver fyrir 10. júlí. 
HafnarfjordurFallegur

19. jún. 2017 : Bæjarstjórnarfundur 21. júní

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 21. júní. Fundurinn hefst kl. 14 í Hafnarborg, Strandgötu 34.  Fundi er streymt beint á heimasíðu. 

IMG_2651

19. jún. 2017 : Ávarp fjallkonu Hafnarfjarðar 2017

Eva Ágústa Aradóttir var fjallkona Hafnarfjarðarbæjar á þjóðhátíðardaginn. Eva er fyrsta transkonan sem gegnir hlutverki fjallkonu við opinber hátíðarhöld. Eva, sem er Hafnfirðingur í húð og hár, las ljóð eftir Bryndísi Björgvinsdóttur. 

_MG_7752

19. jún. 2017 : Grenndarkynning - lóðirnar Óseyrarbraut 25, 27 og 27B

Í grenndarkynningu er breyting á reit 5.4c í deiliskipulagi Suðurhafnar vegna lóðanna að Óseyrarbraut 25, 27 og 27B. Hægt er að skila inn skriflegum athugasemdum við breytinguna til 14. júlí.

_MG_7752

19. jún. 2017 : Grenndarkynning - Strandgata 11 og Austurgata 12

Í grenndarkynningu er óveruleg breyting á reit 1 í deiliskipulagi Miðbæjar Hafnarfjarðar vegna lóðanna að Strandgötu 11 og Austurgötu 12.  Hægt er að skila inn skriflegum athugasemdum við breytinguna til 12. júlí.
IMG_8923

15. jún. 2017 : Leiguhúsnæði í hjarta Hafnarfjarðar

Hafnarfjarðarbær auglýsir Strandgötu 4 til leigu. Fasteignin er kjallari, tvær hæðir og ris, alls um 515 m². Fasteignin er öll auglýst til leigu og er gert ráð fyrir því að hún verði leigð í heild sinni til eins aðila. Frestur til að skila inn tilboðum er fyrir kl. 11 þann 21. júní.

Hafnarfjordur-Sony-a7rii-solskin-79

15. jún. 2017 : Ný hugmyndafræði um íbúarekið húsnæði í Hafnarfirði

Á fundi bæjarráðs í morgun voru lögð fram drög að stofnsamþykktum íbúarekins leigufélags í bænum sem hefur það að markmiði að lækka leiguverð, draga úr yfirbyggingu og auka aðkomu og þátttöku íbúanna sjálfra. Að mati bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar er hér um að ræða stórt  framfaraskref innan sveitarfélagsins. Hvatinn að verkefninu er að bregðast við þörf á öruggu leiguhúsnæði á viðráðanlegu verði. Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

_A124215

12. jún. 2017 : Ný sumaropnun í Suðurbæjarlaug

Frá og með deginum í dag geta íbúar og gestir í Hafnarfirði notið sín í sundi í Suðurbæjarlaug til kl. 22. Sumaropnun Suðurbæjarlaugar hefur tekið gildi og mun vera í gildi til og með 13. ágúst. Suðurbæjarlaug verður opin til kl. 22 alla virka daga og til kl. 21 á sunnudögum. Óbreyttur opnunartími verður á laugardögum.

VidurkenningarFraedslurads2017

12. jún. 2017 : Viðurkenningar fyrir skilvirka stjórnun og fjölmenningarstarf

Frá árinu 2008 hefur fræðsluráð Hafnarfjarðarbæjar veitt 1-3 viðurkenningar á ári til einstakra skólaverkefna sem þykja til fyrirmyndar og einkennandi fyrir skapandi skólastarf í Hafnarfirði. Í ár hlutu þrír skólar viðurkenningu. Öldutúnsskóli og leikskólinn Álfaberg fyrir góðan starfsanda og skilvirka stjórnun og Hvaleyrarskóli fyrir fræðslu og fjölmenningarstarf á skólasafni.

17Juni2017

12. jún. 2017 : Gleðilega þjóðhátíð í Hafnarfirði

Að vanda verður fjölbreytt dagskrá í boði í Hafnarfirði á sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní. Þjóðhátíðarveisla sem teygir anga sína víða um bæinn. Skipulögð dagskrá verður á Thorsplani, við Hafnarborg og Byggðasafn Hafnarfjarðar frá kl. 13:30 - 17:00

IMG_1609

9. jún. 2017 : Sjómannadagshelgi í Hafnarfirði

Blásið verður til tveggja daga hátíðarhalda um helgina í Hafnarfirði í tilefni Sjómannadagsins. Fjöldi einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka hefur tekið sig saman og sett upp heimilislega dagskrá við Flensborgarhöfn sem höfðar til allrar fjölskyldunnar. Hátíðarsvæðið opnar kl. 13 báða dagana og er opið til klukkan 17.

Síða 2 af 3