Fréttir
IMG_5535

9. maí 2017 : Viltu vera með söluhús/sölutjald á 17. júní?

Þeir aðilar sem áhuga hafa á að leigja söluhús á 17. júní  geta nú sótt um söluleyfi til Hafnarfjarðarbæjar. Leyfið gildir fyrir sölu í miðbæ Hafnarfjarðar þar sem hátíðarhöldin fara fram. Með söluleyfi fylgir sölukofi. Athugið að söluleyfum er ekki úthlutað til einstaklinga. Frestur til 30. maí

Fjolskyldugardar

9. maí 2017 : Ert þú með græna fingur?

Í ár býður Hafnarfjarðarbær upp á fjölskyldugarða. Garðarnir verða opnir öllum bæjarbúum óháð aldri. Frábært tækifæri fyrir fjölskyldur og aðra til að rækta sitt eigið grænmeti. Tveir reitir kosta 5.000.- Garðarnir opna 1. júní

_MG_7752

8. maí 2017 : Bæjarstjórnarfundur 10. maí

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 10. maí. Fundurinn hefst kl. 14 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Fundi er streymt beint á heimasíðu. 

IMG_2688

4. maí 2017 : Skapandi sumarstörf - listrænar og skapandi uppákomur

Í sumar býðst einstaklingum og hópum á aldrinum 18-20 ára að koma með hugmyndir að skapandi verkefnum í Hafnarfirði. Valdir hópar fá tækifæri til að starfa í sumar við að sinna verkefnum og lífga upp á mannlífið í miðbænum og gleðja ferðamenn og íbúa með alls kyns uppátækjum. Umsóknarfrestur er til og með 18. maí
UngmenniHreinsaBaeinn

4. maí 2017 : Opið fyrir umsóknir 14-16 ára

Opnað hefur verið fyrir rafrænar umsóknir í Vinnuskóla Hafnarfjarðar fyrir ungmenni fædd 2001 - 2003. Vinna í vinnuskóla hefst 12. júní. Vinnuskóli Hafnarfjarðar sinnir fyrst og fremst umhverfismálum og á þannig stóran þátt í því að hreinsa bæinn eftir veturinn og hirða gróður, götur og göngustíga yfir sumartímann.

UtsvarAefingar

3. maí 2017 : Áfram Sólveig, Guðlaug og Tómas!

Á föstudagskvöld mætir lið Hafnarfjarðar liði Akraness í fjögurra liða úrslitum í spurningakeppninni Útsvari. Í fyrsta skipti er lið Hafnarfjarðar komið í fjögurra liða úrslit og er nú aðeins tveimur þáttum frá keppni um fyrsta sætið. Íbúar eru hvattir til að mæta í sjónvarpssal.

EvropskaUngmennavikan2017I

3. maí 2017 : Evrópska ungmennavikan - vinnustofa um lýðræði í Vatnaskógi

Dagana 1.-7. maí er evrópsk ungmennavika og ungmenni um allt land fagna því með margvíslegum hætti. Hópur ungmenna sem sækir starf í félagsmiðstöðinni Húsinu hér í Hafnarfirði mun taka þátt í vinnustofum um lýðræði í Vatnaskógi dagana 4.-6. maí. 

_MG_9194

3. maí 2017 : Vímuefnaneysla nemenda - niðurstaða rannsóknar

Út er komin skýrsla um vímuefnaneyslu nemenda í 8. – 10. bekk grunnskóla í Hafnarfirði. Árlega eru lagðir fyrir spurningalistar fyrir alla nemendur í 8. – 10. bekk í grunnskólum landsins og er það fyrirtækið Rannsókn og greining sem vinnur rannsóknina fyrir Menntamálaráðuneytið. Í skýrslunni er eingöngu fjallað um vímuefnaneyslu. Nú í fyrsta skipti síðan mælingar hófust mælist engin vímuefnaneysla í 8. bekk en það að reyka sígarettu, drekka áfengi, nota munntóbak, reykja hass eða marijúana er allt flokkað sem vímuefnaneysla.  Hinsvegar sýnir skýrslan að nemendur í 10. bekk hafi aukið vímuefnaneyslu sína. 

_MG_9069

3. maí 2017 : Hjólum í vinnuna - tökum þátt!

Heilsu- og hvatningarverkefnið "Hjólað í vinnuna" hófst í dag og mun standa yfir til og með 23. maí. Meginmarkmið verkefnisins er að vekja athygli á virkum, heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum ferðamáta.  Þátttakendur eru hvattir til þess að hjóla, ganga, hlaupa eða nýta almenningssamgöngur til og frá vinnu þessar þrjár vikur. 

Síða 2 af 2