janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
Nýverið var kynnt ný skýrsla um hagi og líðan barna í 5.-7. bekk í Hafnarfirði.
Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 24. maí. Fundurinn hefst kl. 14 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Fundi er streymt beint á heimasíðu.
Hafnfirðingar eiga allir sinn uppáhaldsstað - hver er þinn? Til stendur að kortleggja uppáhaldsstaði Hafnfirðinga og gera þá meira sýnilega á síðum bæjarins og Markaðsstofu Hafnarfjarðar þannig að Hafnfirðingar geti fengið hugmyndir til hreyfingar og heilsubótar og upplifað nýja og áhugaverða staði í Firðinum okkar fagra.
Laun ungmenna í Vinnuskóla Hafnarfjarðar sem fædd eru 2001, 2002 og 2003 verða hækkuð sem nemur 16% sumarið 2017. Bætist þessi hækkun ofan á hækkun á launum vinnuskóla sumarið 2016 en þá voru laun hækkuð um 15%.
Hafnarfjarðarbær auglýsir Strandgötu 4 til leigu. Fasteignin er kjallari, tvær hæðir og ris, alls um 515 m². Fasteignin er öll auglýst til leigu og er gert ráð fyrir því að hún verði leigð í heild sinni til eins aðila.
Bæjarstjóri hefur ákveðið að hafa það sem fastan lið að setja saman nokkur orð um mánaðarmót og segja frá áhugaverðum verkefnum sem í gangi eru innan sveitarfélagsins og upp og ofan af áskorunum, hugmyndum, heimsóknum og fundum mánaðarins. Af mörgu er að taka en með þessu vill bæjarstjóri upplýsa bæjarbúa og aðra hagsmunaaðila betur um gang mála og fyrirætlanir innan sveitarfélagsins.
Starfsaldursviðurkenningar til starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar voru veittar við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í gær. 45 einstaklingar tóku á móti viðurkenningu og eiga þessir einstaklingar allir það sammerkt að hafa starfað hjá bænum í 25 ár eða meira, samanlagt í 1316 ár.
Rannís hefur úthlutað um 3,5 milljónum evra eða tæplega 400 m.kr. í náms- og þjálfunarstyrki úr menntahluta Erasmus+, mennta- og æskulýðsáætlunar Evrópusambandsins. Fjármagninu var úthlutað til 63 verkefna og njóta ríflega eitt þúsund einstaklingar frá skólastofnunum, fræðsluaðilum og fyrirtækjum góðs af styrkjunum að þessu sinni. Hafnarfjarðarbær fær styrk til að senda starfsfólk bókasafna grunnskóla Hafnarfjarðar á námskeið erlendis.
Hafnarfjarðarbær hefur gengið til samninga við Munck Íslandi vegna byggingar á nýju hjúkrunarheimili á Sólvangi. Tilboð í verkið bárust frá fjórum aðilum og reyndist tilboð Munck Íslandi vera lægst.
Setbergsskóli er sigurvegari í árlegu íþróttamóti grunnskólanna í Hafnarfirði sem fram fór í gær, miðvikudaginn 9. maí, í keppninni fyrir skólaárið 2016-2017. Skólinn hlaut 31 stig af 48 mögulegum. Í öðru sæti varð Víðistaðaskóli með 28 stig og Áslandsskóli í þriðja sæti með 27 stig.
Í grenndarkynningu er breyting á deiliskipulagi lóðarinnar að Óseyrarbraut 29. Breytingin felst í að byggingarreitur, merktur B á lóð nr. 29 við Óseyrarbraut, lengist til austurs um 16,3m. Deiliskipulagsbreytingin verður grenndarkynnt frá 10. maí til 7. júní 2017.