FréttirIMG_8034

19. apr. 2017 : Sumarsöngur og leikskólalist

Rúmlega 400 nemendur í 3. bekkjum grunnskóla Hafnarfjarðar gerðu heiðarlega tilraun til að syngja inn sumarið í morgunsárið nú á síðasta vetrardegi. Samhliða voru Bjartir dagar í Hafnarfirði settir formlega en menningarhátíðin og jafnframt fyrsta bæjarhátíð sumarsins stendur yfir þar til á sunnudag. Sérstök áhersla er lögð á þátttöku barna og unglinga í Björtum dögum og er Sumardagurinn fyrsti stór hluti af hátíðarhöldunum.

Bjartir-dagar-Gakktu-i-baeinn-listamenn-035_resize

18. apr. 2017 : Við bjóðum HEIM í Hafnarfjörð

Við bjóðum HEIM í Hafnarfjörð á fyrstu bæjarhátíð sumarsins! Framundan eru Bjartir dagar í Hafnarfirði 16. - 23. apríl þar sem stofnanir bæjarins, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar standa fyrir fjölbreyttum viðburðum.

IMG_7245

12. apr. 2017 : Í bæjarfréttum er þetta helst...

Bæjarstjóri hefur ákveðið að hafa það sem fastan lið að setja saman nokkur orð um mánaðarmót og segja frá áhugaverðum verkefnum sem í gangi eru innan sveitarfélagsins og upp og ofan af áskorunum, hugmyndum, heimsóknum og fundum mánaðarins. Af mörgu er að taka en með þessu vill bæjarstjóri upplýsa bæjarbúa og aðra hagsmunaaðila betur um gang mála og fyrirætlanir innan sveitarfélagsins.

_MG_7752

11. apr. 2017 : Tímamót í fjármálum Hafnarfjarðarbæjar

Skuldahlutfall Hafnarfjarðarbæjar hefur ekki verið lægra síðan 1992 og voru engin ný lán tekin á árinu 2016 þrátt fyrir fjárfestingar m.a. í nýjum leikskóla. Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins er jákvæð um 538 milljónir króna á meðan ársreikningur 2015 sýndi neikvæða rekstrarniðurstöðu um 512 milljónir króna. Breytt forgangsröðun og hagræðingar í kjölfar rekstrarrýni á árinu 2015 er að skila væntum árangri og um að ræða tímamót í rekstri Hafnarfjarðarbæjar.  

_MG_8872

10. apr. 2017 : Komdu í sund um páskana!

Ákveðið hefur verið að hafa opið í sundlaugum Hafnarfjarðar um páskana og er það breyting frá því sem verið hefur til þessa. Á Föstudaginn langa verður opið frá kl. 8-17 í Suðurbæjarlaug og á Páskasunnudag frá kl. 8-17 í Ásvallalaug.

Sopbillinn

10. apr. 2017 : Sópun á götum og göngustígum

Sópun á götum, stéttum og göngustígum í Hafnarfirði hefst mánudaginn 3. apríl. Bænum er skipt upp í 14 hverfi og eru hverfin skiltuð upp degi fyrir sópun. Við hvetjum íbúa og starfsmenn fyrirtækja til að taka virkan þátt með sópun í sínu nærumhverfi og ekki síst með því að halda bílum af götum þeirra hverfa sem sópuð eru hverju sinni. 

IMG_7941

10. apr. 2017 : Heilsuefling eldri borgara

Fjölskylduráð Hafnarfjarðarbæjar fékk Janus Friðrik Guðlaugsson, íþrótta- og heilsufræðing, á fund sinn í lok síðustu viku. Fjölskylduráð fól sviðsstjóra fjölskylduþjónustu að undirbúa verkefni um heilsueflingu eldri borgara í samvinnu við Janus.

HafnarfjordurFallegur

10. apr. 2017 : Leigir þú á almennum markaði?

Þú gætir átt rétt á sérstökum húsnæðisstuðningi frá Hafnarfjarðarbæ. Sérstakur stuðningur getur numið allt að 70% af almennum húsnæðisbótum. Kannaðu rétt þinn og sæktu um rafrænt á MÍNAR SÍÐUR á hafnarfjordur.is
13555512_10154286998061419_612499920_o

8. apr. 2017 : Útboð - niðurrif á Dverg

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í að rífa bygginguna Dverg við Lækjargötu 2 í Hafnarfirði. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 25. apríl.

SolvangurNyttUtlit

8. apr. 2017 : Útboð - umsjón og eftirlit með byggingu hjúkrunarheimilis

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í umsjón og eftirlit með byggingu hjúkrunarheimilis við Sólvang í Hafnarfirði. Verktími er frá maí 2017 til ágúst 2018. Tilboð verða opnuð þriðjudaginn 25. apríl. 

IMG_8000

7. apr. 2017 : Vinadreki á Drekavöllum

Risastór vinadreki liðaðist um Drekavelli í Hafnarfirði nú í morgun og samanstóð drekinn af hátt í 1200 nemendum, leikskólabörnum og starfsmönnum við Hraunvallaskóla. Vinadrekinn er lokahnykkur Hraunvallaleika sem haldnir hafa verið við skólann síðustu þrjá dagana.
Síða 2 af 3