FréttirGentleTeaching2017

25. apr. 2017 : Þjónandi leiðsögn innleidd í starf með fötluðu og öldruðu fólki

Nú hafa flestir starfsmenn, sem starfa á heimilum fatlaðs fólks, vinnustöðum, skammtímavistun þar sem fatlað fólk dvelur, og starfsmenn heimaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar fengið fræðslu um þjónandi leiðsögn. Unnið er að innleiðingu hugmyndafræðinnar á öllum þessum starfsstöðvum.

_MG_7752

25. apr. 2017 : Bæjarstjórnarfundur 27. apríl

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar fimmtudaginn 27. apríl. Fundurinn hefst kl. 17 í Hafnarborg. Fundi er streymt beint á heimasíðu. 

25. apr. 2017 : Hreinsunaráskorun til fyrirtækja

Gámar á þremur stöðum í Hafnarfirði dagana 4. maí og 5. maí.  Starfsmenn fyrirtækja og stofnana ásamt nemendum og kennurum allra skólastiga í Hafnarfirði eru í hreinsunarátaki hvattir til að rýna í sitt nærumhverfi og taka sérstaklega til hendinni við hreinsun. 

12440779_10154131442147243_3284789582409207935_o

25. apr. 2017 : Viltu vera á umhverfisvaktinni?

Öllum félögum, samtökum og hópum í Hafnarfirði stendur til boða að sækja um þátttöku í Umhverfisvaktinni. Verkefnið snýr að umhirðu og fegrun bæjarins og er markmiðið sem fyrr að efla umhverfisvitund íbúa, fegurri bær og aukin hreinsun. Umsóknarfrestur er 5. maí

IMG_2651

25. apr. 2017 : 17. júní - þín þátttaka?

Þjóðhátíðarnefnd Hafnarfjarðarbæjar auglýsir eftir skemmtiatriðum á 17. júní. Í dagskránni er gert ráð fyrir barna- og fjölskylduskemmtunum á Thorsplani, leiktækjum og ýmsum sýningum og götuuppákomum í miðbænum. Tekið er við hugmyndum til 7. maí

_A122285

24. apr. 2017 : Ábendingar frá íbúum um bætt umferðaröryggi

Hafnarfjarðarbær vinnur að gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir sveitarfélagið og óskar hér með eftir ábendingum frá íbúum um þau atriði sem geta stuðlað að bættu umferðaröryggi í bænum, fyrir gangandi, hjólandi og akandi.

Gardurgangursotturheim

22. apr. 2017 : Garðaúrgangur sóttur heim

Árvisst hreinsunarátak í Hafnarfirði verður dagana 2- 11. maí. Garðaúrgangur í Norðurbæ, Vesturbæ, Hraunum og miðbæ verður sóttur heim þriðjudaginn 2. maí, í Setbergi, Kinnum og Hvömmum fimmtudaginn 4. maí og í Áslandi, á Völlum og Holti fimmtudaginn 11. maí.  Íbúar á þessum svæðum eru hvattir til að vera búnir að setja garðaúrgang út fyrir lóðarmörk fyrir þessa settu hreinsunardaga í hverju hverfi fyrir sig. 

IMG_8312

20. apr. 2017 : Nýtt grillhús á Víðistaðatúni

Á Sumardaginn fyrsta opnar Hafnarfjarðarbær með formlegum hætti nýtt grillhús á Víðistaðatúni og hefur fengið bæjarfulltrúa til að grilla pylsur handa gestum á svæðinu. Til stendur að halda áfram að gera Víðistaðatún enn skemmtilegra en nú er og snýr næsta verkefni að því að fjölga leiktækjum og bekkjum á svæðinu.

IMG_8022

20. apr. 2017 : Gleðilegt sumar!

Gleðilegt sumar góðir íbúar og aðrir gestir. Við höldum veglega upp á Sumardaginn fyrsta í Hafnarfirði og látum veðrið ekki stöðva okkur í því.  Á Víðistaðatúni standa hátíðarhöld yfir frá kl. 11 og fram eftir degi en auk þess teygja hátíðarhöldin anga sína víðar um bæinn.

Menningarstyrkir2017

19. apr. 2017 : Styrkir sem auðga og dýpka listalíf Hafnarfjarðarbæjar

Menningarstyrkir voru veittir við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í dag. Tuttugu og tvö verkefni í heild hlutu styrk að þetta sinni; einstaklingar, menningarhópar eða samtök sem eiga öll það sammerkt að tengjast Hafnarfirði með einum eða öðrum hætti. Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar eru afhentir einu sinni á ári til aðila og verkefna sem líkleg eru til að auðga og dýpka enn frekar listalíf bæjarins.

Baejarlistamadur2017--2-

19. apr. 2017 : Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2017

Steingrímur Eyfjörð myndlistarmaður hefur verið útnefndur bæjarlistamaður Hafnarfjarðar árið 2017. Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar kallaði eftir tilnefningum til bæjarlistamanns snemma árs og bárust fjölmargar tilnefningar. 

Síða 1 af 3