FréttirFlottir leikskólakrakkar

31. mar. 2017 : Fimmtán mánaða innritunaraldur leikskólabarna

Hafnarfjarðarbær hefur undanfarin ár unnið jafnt og þétt að lækkun innritunaraldurs á leikskóla svo börn hefji leikskóladvöl árið sem þau verða 18 mánaða.

IMG_7773

29. mar. 2017 : Teboð fyrir bæjarstjórn

Ungmennaráð Hafnarfjarðar hélt teboð fyrir bæjarstjóra og bæjarstjórn fyrir bæjarstjórnarfund á miðvikudaginn. Í teboði voru viðraðar þær tillögur sem komu fram á Ungmennaþingi 2017 ásamt því að ræða um stöðu ungs fólks í Hafnarfirði. Tillögur verða kynntar með formlegum hætti fyrir bæjarstjórn í byrjun júní.

Haukar

29. mar. 2017 : Jafnræði og gegnsæi í starfi hafnfirskra íþróttafélaga

Bæjarstjórn samþykkti í dag fyrirliggjandi rekstrar- og þjónustusamninga við tólf íþróttafélög í Hafnarfirði. Í nýju samningum er áhersla lögð á jöfnuð, sömu forsendur við útreikninga og að skilja á milli félagslega hluta félaganna og hefðbundins reksturs húsnæðis og valla. Starfsemi íþróttafélag í Hafnarfirði er í miklum blóma og kjölfestan í rekstri félaganna öflugt sjálfboðaliðastarf. Hafnarfjarðarbær vonast til að stuðningurinn muni styrkja öflugt íþróttastarf enn frekar.

SolvangurNyttUtlit

29. mar. 2017 : Opnun tilboða í byggingu hjúkrunarheimilis við Sólvang

Í gær voru opnuð tilboð í byggingu hjúkrunarheimilis við Sólvang í Hafnarfirði. Tilboð bárust frá fjórum aðilum; Ístaki, Eykt, Jáverki og Munck Íslandi. Lægsta tilboðið hljóðaði upp á kr. 1.460.336.306.- Kostnaðaráætlun verks hljóðaði upp á kr. 1.515.686.540.-

IMG_6538

28. mar. 2017 : Stolt starfsfólk og vaxandi starfsánægja

Um árabil hefur Hafnarfjarðarbær, í samstarfi við þriðja aðila, kannað ánægju og viðhorf starfsmanna til m.a. starfsumhverfis, samskipta og stjórnunarhátta og hafa niðurstöður verið nýttar til betrumbóta og umbóta á þeim 70 starfsstöðvum sem starfsemi Hafnarfjarðarbæjar dreifist á. Niðurstöður nýjustu vinnustaðagreiningarinnar eru heilt yfir ánægjulegar fyrir Hafnarfjarðarbæ þar sem allir þættir í könnun hækka á milli ára og aðeins einn þáttur lækkar. Sá þáttur, sem snýr að álagi, er þegar í gagngerri skoðun hjá stjórnendum bæjarins.

Jafnlaunarad2017

28. mar. 2017 : Ætlum að útrýma óútskýrðum launamun

Hafnarfjarðarbær hefur verið þátttakandi í tilraunaverkefni fjármála- og velferðarráðuneytis um innleiðingu jafnlaunastaðals síðan 2013 en markmiðið er að eyða óútskýrðum launamun og uppfylla lagaskyldu atvinnurekenda um að greiða konum og körlum jöfn laun og tryggja að þau njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.

_MG_7752

27. mar. 2017 : Bæjarstjórnarfundur 29. mars

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 29. mars. Fundurinn hefst kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34.  Fundi er streymt beint á heimasíðu. 

IMG_7286

27. mar. 2017 : Staðfesting á skólaskráningu 1.bekkinga haustið 2017

Foreldrar barna sem hefja grunnskólagöngu sína eru vinsamlega beðnir um að staðfesta skráningu í ákveðinn grunnskóla rafrænt í gegnum Mínar síður eigi síðar en 31. mars næstkomandi. 

_A122285

24. mar. 2017 : Skipulagsbreyting - Hamarsbraut 5

Breyting á deiliskipulagi við Hamarsbraut 5, Hafnarfirði. Breytingin felst í að komið er fyrir tvíbýli á lóðinni. Ekki eru gerðar tillögur að öðrum skilmálabreytingum. Frestur til athugasemda er 5. maí 2017.

Upphaf framkvæmda

23. mar. 2017 : Framkvæmdir hefjast við ný mislæg gatnamót

Fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar, Vegagerðarinnar og verktaka að baki byggingar á nýjum mislægum gatnamótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar hittust í dag til að taka formlega fyrstu skóflustunguna að framkvæmdunum. Framkvæmdir hefjast strax enda á verkið að vinnast á skömmum tíma og vera lokið 1. nóvember.

1

23. mar. 2017 : Sumarstörf fyrir 17 ára og eldri

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur! Hafnarfjarðarbær leitar eftir duglegum og öflugum einstaklingum til starfa í sumar. Til umsóknar eru störf safnvarða, flokkstjóra, leiðbeinenda og aðstoðarleiðbeinenda á íþrótta- og leikjanámskeiðum og í skólagörðum, störf í umhverfis- og garðyrkjuflokkum.

Síða 1 af 3