janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
Leikskólinn Víðivellir fagnar 40 ára afmæli skólans í dag þann 28. febrúar. Haldið var upp á afmælið með margvíslegum hætti. Gestum var boðið í í afmælissöngstund á sal með elstu börnunum og eftir hádegið fóru börnin í skrúðgöngu um hverfið og sungu hástöfum afmælislagið og söngvana um Víðivelli og Hafnarfjörð.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðanna Breiðhellu 18 og 20, Hafnarfirði. Deiliskipulagsbreytingin felst í því að lóðirnar að Breiðhellu 18 og 20 sameinast í eina lóð, grunnflötur byggingarreits stækkar, hámarkshæð bygginga eykst og aðkomur að lóð verða tvær í stað einnar. Frestur til athugasemda er 11. apríl 2017
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Suðurhafnar í Hafnarfirði - Fornubúðir 5. Breytingins heimilar að reist verði skrifstofu- og þjónsutuhús. Athugasemdir þurfa að berast fyrir 11. apríl 2017
Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 1. mars. Fundurinn hefst kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Fundi er streymt beint á heimasíðu.
Starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar og verktakar hafa unnið látlaust við snjóhreinsun og mokstur frá kl. 2:30 aðfaranótt sunnudags. Allar strætóleiðir og stofngötur eru nú greiðfærar og er unnið að hreinsun í húsagötum. Mokstri á plönum hjá skólum og leikskólum er að mestu lokið og verður unnið að frekari hreinsun í dag og næstu daga. Íbúar eru vinsamlega beðnir um að moka frá sorptunnum sínum.
Hafnarfjarðarbær leitar eftir duglegum og öflugum einstaklingum til starfa í sumar. Til umsóknar eru störf flokkstjóra, leiðbeinenda og aðstoðarleiðbeinenda á íþrótta- og leikjanámskeiðum og í skólagörðum, störf í umhverfis- og garðyrkjuflokkum. Rafrænn umsóknarfrestur til 24. mars.
Ingibjörg Magnúsdóttir, deildarstjóri í Hraunvallaskóla í Hafnarfirði, hefur verið ráðin skólastjóri við grunnskóla í Skarðshlíð. Ingibjörg er grunnskólakennari að mennt, hefur lokið meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræðum og diplomu í opinberri stjórnsýslu.
Guðrún Frímannsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri stoðþjónustu hjá fjölskylduþjónustu. Guðrún er félagsráðgjafi að mennt og hefur starfað sem slík mestan hluta starfsævinnar, að undanskildum fimm árum sem dagskrár- og fréttamaður hjá RÚV.
Nú standa yfir vakningardagar í Flensborgarskólinn í Hafnarfirði og í gær var boðið upp á starfa- og menntahlaðborð þar sem við þáðum boð um að kynna starfsemi okkar, þau störf sem hér eru unnin og þá menntun og hæfni sem þarf til að sinna þeim störfum.
Sameiginlegt tilboð Loftorku Reykjavík ehf. og Suðurverks ehf. var lægst í byggingu mislægra vegamóta á mótum Reykjanesbrautar sunnan Hafnarfjarðar og Krýsuvíkurvegar. Þrjú önnur tilboð bárust. Loftorka og Suðurverk buðu 918 milljónir króna í verkið sem á að vera að fullu lokið 1. nóvember í ár.