Fréttir16409375_240170123095419_859163400_o

31. jan. 2017 : Fulltrúar okkar á Samfés

Föstudaginn 20. janúar var Söngkeppni félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar haldin en þessi árlega keppni er undankeppni Söngkeppni Samfés. Sigurvegarar kvöldsins og þar með fulltrúar félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar á Samfés voru Birta Guðný Árnadóttir úr Vitanum og Agnes Björk Rúnarsdóttir úr Öldunni.

Blodbillinn

31. jan. 2017 : Blóðsöfnun við Fjarðarkaup

Blóðbankabíllinn verður við Fjarðarkaup á fimmtudaginn frá 13-17. Með blóðgjöf björgum við lífi og léttum það þeim sem þurfa þessa mikilvægu gjöf. Blóðgjöf er lífgjöf!
Drekavellir1113

31. jan. 2017 : Skipulagsbreyting Eskivellir 11 og 13

Skipulags- og byggingarráð  Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 13.12.2016 að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi við Eskivelli 11.  Tillögurnar verða til sýnis í Þjónustuveri Hafnarfjarðar og hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu Norðurhellu 2, frá 31.01 - 16.03.2017

Vetrarhatid2017Hallgrimskirkja

30. jan. 2017 : Magnað myrkur - Vetrarhátíð

Fjögurra daga glæsileg Vetrarhátíð verður haldin dagana 2. – 5. febrúar. Þessi hátíð ljóss og myrkurs samanstendur af fjórum meginstoðum: Safnanótt, Sundlauganótt, Snjófögnuði og ljósalist. Hafnarfjarðarbær tekur virkan þátt í hátíðinni.

_MG_7752

30. jan. 2017 : Bæjarstjórnarfundur 1. feb

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 1. febrúar. Fundurinn hefst kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34.  Fundi er streymt beint á heimasíðu.

Hopmynd

30. jan. 2017 : Opinberi vefur ársins 2016

Vefur Hafnarfjarðarbæjar - hafnarfjordur.is - fékk verðlaun sem besti opinberi vefur ársins 2016. Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða. 

_MG_8852

27. jan. 2017 : Heilsustefna - þín þátttaka

Drög að heilsustefnu Hafnarfjarðar liggja nú fyrir og eru tilbúin til rýni og athugasemda. Við leitum eftir athugasemdum og ábendingum frá ykkur. Ykkar sýn, mat og þátttaka skiptir sveitarfélagið miklu máli. Vinsamlega sendið allar athugasemdir í síðasta lagi mánudaginn 6. febrúar.
Allirlesa2017

27. jan. 2017 : Allir lesa - landsleikur í lestri

Bæjarbúar eru hvattir til að stofna keppnislið og taka þátt í landsleik í lestri, sbr. fjölskyldur, samstarfs- og vinahópa eða íþróttafélög, og styðja þannig um leið við læsisverkefni Hafnarfjarðarbæjar, Lestur er lífsins leikur. Þrenn verðlaun verða veitt til þeirra hafnfirsku keppnisliða sem standa sig best og verða þau afhent á Bóka- og bíóhátíð barnanna sem haldin verður 13. - 19. mars nk. 

Málþing - sérúrræði í grunnskólum

26. jan. 2017 : Málefni nemenda með sérþarfir

Hafnarfjarðarbær stóð í dag fyrir málþingi í Hásölum (safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju) um sérúrræði í grunnskólum og málefni nemenda með sérþarfir. Rétt tæplega 150 einstaklingar úr röðum foreldra, kennara, þroskaþjálfa, skólastjórnenda og annarra áhugasamra mættu á þingið og hlýddu á erindi og tóku þátt í umræðu um mikilvægi þess að mæta námsþörfum allra nemenda í daglegu grunnskólastarfi.

_DSF1210

26. jan. 2017 : Sandur hjá Þjónustumiðstöð

Líkt og undanfarin ár stendur íbúum í Hafnarfirði til boða að sækja sér sand til Þjónustumiðstöðvar bæjarins sem staðsett er á Norðurhellu.  Þar er hægt að nálgast sand úr körum við inngang að framanverðu og eru pokar og skófla á staðnum. Kör eru alltaf fyllt í lok dags.

IMG_0593

24. jan. 2017 : Sérstakur húsnæðisstuðningur

Frá áramótum sér Vinnumálastofnun um afgreiðslu nýrra húsnæðisbóta en Hafnarfjarðarbær heldur utan um afgreiðslu sérstaks húsnæðisstuðnings, sem kemur í stað sérstakra húsaleigubóta. ákveðin skilyrði eru sett fyrir samþykki umsóknar.

Síða 1 af 4