janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
Áslandsskóli styrkir Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar. Undanfarin tíu ár hefur skólasamfélagið í Áslandsskóla; styrkt Mæðrastyrksnefnd með frjálsum framlögum fyrir jólin. Í ár söfnuðust 318.746.- krónur.
Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 21. desember. Fundurinn hefst kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Fundi er streymt beint á heimasíðu bæjarins.
Á fundi stjórnar Strætó bs. 9. desember sl. var samþykkt að hækka gjaldskrá Strætó í takt við almenna verðlagshækkun á rekstrarkostnaði Strætó. Ný gjaldskrá mun taka gildi 3. janúar 2017.
Miðbærinn í Hafnarfirði hefur iðað af lífi og jólafjöri á aðventunni. Jólaþorpið í Hafnarfirði er að sigla inn í sína síðustu aðventuhelgi þetta árið nú um helgina. Metaðsókn, hvorutveggja gesta og söluaðila, hefur verið í Jólaþorpið í ár. Veðrið hefur leikið við landann og Hafnfirðingar nýtt tækifærið og boðið áhugasömum heim í bæinn sinn á aðventunni.
Síðustu vikur hafa nemendur í 6. - 7. bekkjum grunnskóla í Hafnarfirði fengið afhentar Microbit forritanlegar smátölvur sem hannaðar eru með það í huga að vekja áhuga barna á forritun og kenna þeim á einfaldan máta að forrita. Verkefnið hefur það að markmiði að efla kunnáttu, auka vitund um mikilvægi forritunar, efla rökhugsun og stuðla að auknum áhuga á tækni- og iðngreinum.
Hafnfirskir nemendur ná auknum árangri í PISA 2015 miðað við PISA 2012 á meðan árangur Íslands lækkar í heild sinni sem er áhyggjuefni.
Niðurstöður lestrarmælinga í grunnskólum Hafnarfjarðar haustið 2016 sýna nemendur með góða lestrarleikni í 5. – 10. bekk eru nú nær fjórðungur nemendahópsins (24%) í stað 16% á sama tíma í fyrra. Um leið eru nemendur í getuminnsta hópnum 17% nemenda í stað 22% fyrir ári síðan.
Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2017 var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í dag. Aðgerðir sveitarfélagsins hafa það að leiðarljósi að auka þjónustu, efla viðhald og framkvæmdir, draga úr álögum á íbúa, greiða niður skuldir og fjárfesta fyrir eigið fé. Þannig hefur Hafnarfjarðarbæ tekist að bæta rekstur sveitarfélagsins umtalsvert á stuttum tíma, frá rekstrarhalla árið 2015 í jákvæða rekstrarniðurstöðu 2016 samkvæmt útkomuspá og áætlaðan rekstrarafgang upp á 554,4 milljónir króna í lok árs 2017.
Stofnað hefur verið ungmennaráð Menntamálastofnunar en í því eru unglingar á aldrinum 14 – 18 ára allstaðar að af landinu. Verða ungmennin stofnuninni innan handar með ráðgjöf um málefni og verkefni sem varða börn og unglinga.
Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í jarðvinnu vegna byggingar nýs hjúkrunarheimilis við Sólvang í Hafnarfirði. Verkefnið felur í sér uppgröft á lausum jarðvegi, losun á klöpp ásamt brottakstri, upprif á byggingarefnum sem fyrir eru, breytingar á lögnum og varnargirðingu umhverfis vinnusvæðið. Verklok eru 10. mars 2017.
Pétur Ó. Stephensen og Páll Eyjólfsson skrifuðu í dag, fyrir hönd Bæjarbíó slf., undir samning við Hafnarfjarðarbæ um umsjón og rekstur Bæjarbíós til næstu þriggja ára. Þeir félagar telja mikla möguleika í að byggja upp öfluga og lifandi menningarstarfsemi í Bæjarbíói í hjarta Hafnarfjarðar.