Fréttir
Asvellir

11. nóv. 2016 : Útboð - nýr íþróttasalur

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í byggingu á nýjum íþróttasal við Íþróttamiðstöð Hauka að Ásvöllum. Verkið nær til að byggingar íþróttasalar og fullnaðarfrágangs að utan sem innan ásamt frágangi lóðar. Stærð íþróttasalar með áhaldageymslum og tæknirýmum eru 2.411 m2 
RoskunSkolastarf

11. nóv. 2016 : Röskun á skólastarfi

Rok og rigning getur seinkað ferðum nemenda til skóla í morgunsárið.  Skólar eru opnir, en mikilvægt er að foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla, þetta á sérstaklega við í efri byggðum og þar sem börn þurfa að fara yfir opin svæði á leið sinni í skóla. 

2Skardshlid

10. nóv. 2016 : Tilboð í lóðir samþykkt

Tilboð bárust frá sjö aðilum þegar Hafnarfjarðarbær auglýsti sex fjölbýlishúsalóðir í Skarðshlíð í haust. Eftir að tilboðsfresti lauk hófst mat og rýni tilboða út frá skilgreindum skilmálum samhliða fundum með hæstbjóðendum. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær að úthluta Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars hf. tveimur lóðum og Nesnúpi ehf. fjórum lóðum.

_MG_7718

9. nóv. 2016 : Nýr sviðsstjóri stjórnsýslu

Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkti í dag tillögu bæjarráðs að ráða Sigríði Kristinsdóttur, bæjarlögmann, í stöðu sviðsstjóra stjórnsýslusviðs. Samhliða verður gerð sú breyting að störf sviðsstjóra og bæjarlögmanns verða sameinuð. Sigríður tekur við starfinu í lok nóvember.

_MG_7752

7. nóv. 2016 : Birtir til í rekstri bæjarins

554 milljón króna væntur rekstrarafgangur og útsvar lækkar. Frumvarp að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2017 liggur nú fyrir. Rekstur ársins 2016 og fjárhagsáætlun 2017 endurspegla skýrt áherslur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á að auka þjónustu, draga úr álögum á íbúa, greiða niður skuldir og fjárfesta í auknu mæli fyrir eigið fé.

 

Baejarbio

7. nóv. 2016 : Bæjarstjórnarfundur 9. nóv

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 9. nóvember. Fundurinn hefst kl. 14:30 í Hafnarborg, Strandgötu 34.  Opinn fundur um fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar hefst kl. 13:00.

_MG_7754

3. nóv. 2016 : Nýtt ákvæði gegn mansali

Hafnarfjarðarbær hefur síðustu mánuði veitt hættunni á mansali sérstaka athygli og farið markvisst yfir innkaupaferla og útboðsskilmála með það fyrir augum að vernda þá sem eru í viðkvæmri stöðu gagnvart mansali. Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Hafnarfjarðar í vikunni var samþykkt nýtt ákvæði um mansal í útboðsskilmála bæjarins.    

1

3. nóv. 2016 : Bærinn innleiðir Workplace

Hafnarfjarðarbær hefur tekið í notkun Workplace by Facebook samskiptamiðilinn fyrir starfsmenn sveitarfélagsins. Workplace er ætlað að bæta flæði upplýsinga, þekkingarmiðlun og samskipti ásamt því að auka afköst og bæta verkferla í sameiginlegum verkefnum þvert á starfsemina.

IMG_3153

3. nóv. 2016 : Frístundastyrkur hækkaður

Breytingar á gjaldskrá og niðurgreiðslum á fræðslu- og frístundasviði voru samþykktar af fræðsluráði og bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar í vor. Hækkun á systkinaafslætti tók gildi 1. september og breyting á frístundastyrkjum frá og með 1. nóvember. 

Solvangsreiturinn

1. nóv. 2016 : Hjúkrunarheimili í Hafnarfirði

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest nýjan samning milli velferðarráðuneytisins og Hafnarfjarðarkaupstaðar um byggingu 60 rýma hjúkrunarheimilis í bæjarfélaginu. Áætlað er að heimilið verði tilbúið vorið 2018.

Síða 2 af 2