Fréttir_MG_7718

29. nóv. 2016 : Skipulagsbreytingar - vatnsverndarmörk

Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013 – 2025 vegna vatnsverndarmarka til samræmis við svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins. Einnig tillaga að breytingu á deiliskipulagi Undirhlíða vegna Sandskeiðslínu 1. Athugasemdir óskast fyrir 10. janúar 2017.

Hafnarborg

29. nóv. 2016 : Haustsýning Hafnarborgar 2017

Nú hefur farið fram lokaval á tillögum að haustsýningu í Hafnarborg fyrir árið 2017 en það var tillaga Jóhannes Dagssonar, heimspekings og lektors við myndlistardeild Listaháskóla Íslands, sem varð fyrir valinu. Sýningartillagan sem ber vinnutitilinn Málverk – eitthvað annað en miðill. 

Jolathorp9

25. nóv. 2016 : Lukkuslaufur á ljósastaurum

Heppnir Hafnfirðingar vöknuðu upp við þá gleði í morgunsárið að rauðar slaufur biðu þeirra á ljósastaurum á leið þeirra til vinnu og skóla. Uppátækið má rekja til Jólaþorpsins í Hafnarfirði en lukkunúmer á einhverjum slaufanna innihalda óvæntan glaðning sem nálgast má í Jólaþorpinu á Thorsplani á opnunartíma þess.

Upplýsingastefna - drög til rýni

23. nóv. 2016 : Endurskoðun upplýsingastefnu

Við leitum eftir athugasemdum frá ykkur.  Starfshópur hefur unnið að endurskoðun á upplýsingastefnu Hafnarfjarðarbæjar. Drög að stefnu liggja nú fyrir og eru tilbúin til rýni og athugasemda allra hagsmunaaðila. Athugasemdir þurfa að berast í síðasta lagi 27. nóvember.
Jolathorp6

22. nóv. 2016 : Jólaævintýrið hefst í Hafnarfirði

Um helgina hefjast jólin formlega í Hafnarfirði með opnun Jólaþorps og tendrun ljósa á jólatrjám á Thorsplani og Flensborgarhöfn. Jólaþorpið í Hafnarfirði verður opið alla laugardaga og sunnudaga á aðventunni frá kl. 12-17. Opnunarhátíð stendur yfir frá kl. 18 – 20 á föstudagskvöld með jólaskemmtun, flugeldasýningu og jólasveinum

_MG_7752

21. nóv. 2016 : Bæjarstjórnarfundur 23. nóv

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 23. nóvember. Fundurinn hefst kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Fundi er streymt beint á heimasíðu bæjarins. Dagskrá fundar er að finna hér.

IMG_5128

16. nóv. 2016 : Málörvunarforritið Orðagull

Orðagull er nýtt málörvunarforrit fyrir spjaldtölvur sem gefið var út í dag á Degi íslenskrar tungu. Orðagull miðar að því að styrkja orðaforða, vinnsluminni, heyrnræna úrvinnslu og máltjáningu. Leitast er við að virkja áhugahvöt nemenda með því að gera námsefnið áhugavert og skemmtilegt og þannig eru m.a. nýtt þau tækifæri sem felast í smáforritum til byggja upp og viðhalda áhuga. 

IMG_9456

16. nóv. 2016 : Dagur íslenskrar tungu

16. nóvember er dagur íslenskrar tungu og er dagurinn jafnframt fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar skálds. Ýmislegt gerist á þessum degi í starfi Hafnarfjarðarbæjar og þá sérstaklega í grunnskólunum. Á þessum degi hefst Litla og Stóra upplestrarkeppnin í grunnskólum bæjarins þar sem haldnar eru sérstakar samverur í tilefni dagsins og í tilefni af opnun þessara verkefna

Baejarbio

15. nóv. 2016 : Beint streymi frá íbúafundi

Bæjarstjóri heldur fund með íbúum Hafnarfjarðar um fjárhagsáætlun ársins 2017 í kvöld kl. 20 í Bæjarbíó.  Fundi er streymt beint á hér á heimasíðunni.

_MG_7752

15. nóv. 2016 : Lúvísa ráðin gæðastjóri

Hafnarfjarðarbær hefur ráðið til sín gæðastjóra í nýja stöðu hjá bænum. Starf gæðastjóra var auglýst laust til umsóknar um miðjan september síðastliðinn.  Lúvísa Sigurðardóttir hefur verið ráðin í starfið.

Asvallalaug

14. nóv. 2016 : Ásvallalaug lokuð um helgina

Ásvallalaug verður lokuð frá föstudeginum 18. nóvember til og með sunnudeginum 20. nóvember vegna Íslandsmeistaramóts í sundi. Suðurbæjarlaug og Sundhöll verða opnar til kl. 21 á föstudagskvöld og Suðurbæjarlaug opin frá 8-18 á laugardeginum og 8-17 á sunnudeginum. 

Síða 1 af 2