Fréttir
Marathon-2016---Copy

19. ágú. 2016 : Áslandsskóli hleypur til góðs

Allt frá árinu 2007 hefur starfsfólk Áslandsskóla tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoni og mun hópur frá skólanum hlaupa til góðs í ár líkt og undanfarin ár. 32 hafa skráð sig til leiks í ár og munu ýmist hlaupa 10 kílómetra eða hálft maraþon til styrktar Íþróttafélaginu Firði.

IMG_4202

18. ágú. 2016 : Hinsegin fræðsla er hafin

Starfsmenn grunnskóla í Hafnarfirði tóku fagnandi á móti fræðara frá Samtökunum ´78 á upphafsdegi hinsegin fræðslu innan skólanna. Vonir standa til þess að fræðslan leiði til aukinnar þekkingar og vitundarvakningar meðal starfsfólks og nemenda grunnskóla um málefni sem varða kynhneigð, kynvitund og kyneinkenni fólks.

Skolaaskur2016

16. ágú. 2016 : Breyting á mötuneyti skóla

ISS mun næstu fjögur árin framleiða og framreiða mat fyrir nemendur og starfsfólk leik- og grunnskóla ásamt samantekt að máltíð lokinni.  Rík áhersla er lögð á næringu, umhverfissjónarmið og matarsóun. Hægt er að velja um fasta áskrift fimm daga vikunnar, dagaval eða kaupa stakar máltíðir.
Skoladot

16. ágú. 2016 : Gefðu skóladótinu framhaldslíf

Foreldraráð Hafnarfjarðar hefur sett upp vettvang til gjafa og endurnýtingar á 2. hæð í Firði verslunarmiðstöð. Nytjamarkaðurinn er öllum ókeypis og opinn á opnunartíma Fjarðar dagana 13. - 26. ágúst.

Sudurbaejarlaug

15. ágú. 2016 : Suðurbæjarlaug opnar 20. ágúst

Þessa dagana er Suðurbæjarlaug lokuð vegna viðhalds, þrifa og endurbóta á útiklefum, pottum, flísum, bekkjum, grindverki og veggjum. Framkvæmdirnar munu bæta upplifun og aðstöðu gesta til muna.

2016-04-07-hatid-007

15. ágú. 2016 : Skólabyrjun 2016

Grunnskólar Hafnarfjarðar verða settir mánudaginn 22. ágúst. Fyrirkomulag skólasetningar er auglýst á heimasíðu hvers skóla fyrir sig og eru foreldrar að sjálfsögðu velkomnir með börnunum sínum.

Skardshlid

11. ágú. 2016 : Nýtt skipulag í Skarðshlíð

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í morgun skipulag fjölbýlishúsalóða í Skarðshlíð, fyrir þriggja til fimm hæða fjöleignarhús og að óskað verði eftir tilboðum í þær. Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir 26 fjöleignarhúsum með 231 íbúð, meðal annars hentugum íbúðum fyrir barnafjölskyldur. 

Sudurbaejarlaug

9. ágú. 2016 : Lokað vegna endurbóta

Suðurbæjarlaug verður lokuð til og með 16. ágúst vegna viðhalds, þrifa og endurbóta. Sundhöll Vesturbæjar verður opin um helgina frá kl. 8-18 á laugardag og 8-17 á sunnudag. Sjáumst í sundi!

IMG_1617

9. ágú. 2016 : Hönnun hjúkrunarheimilis

Skrifað hefur verið undir samning vegna hönnunar og ráðgjafar nýs hjúkrunarheimilis á Sólvangsreitnum. Að undangengnu útboði var ákveðið að ganga til samninga við fyrirtækið  Úti og Inni sf.

Bjarkalundur2

8. ágú. 2016 : Leikskóli byggður fyrir eigið fé

Nýr leikskóli á Völlunum í Hafnarfirði var opnaður formlega í dag og bætist þar með í hóp þeirra 16 leikskóla sem starfræktir eru í bæjarfélaginu. Uppbygging leikskólans er að öllu leyti fjármögnuð fyrir eigið fé og skólinn því einkennandi framkvæmd fyrir breytta stefnu og áherslur í rekstri bæjarins.

UMFR

5. ágú. 2016 : Metfjöldi í miðstöð ferðamanna

Metfjöldi gesta í Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík eða í heild 69.000 í júlí.  Hjá UMFR fá ferðamenn hlutlausar upplýsingar um ferðamöguleika, menningu, afþreyingu og þjónustu á landsvísu.

Síða 2 af 3