Fréttir_A124158

31. ágú. 2016 : Stuðningsfjölskyldur óskast

Fjölskylduþjónustan í Hafnarfirði óskar að ráða stuðningsfjölskyldur í barnavernd. Um er að ræða 1-2 helgar í mánuði þar sem börnin dvelja á heimili stuðningsfjölskyldunnar. 

_MG_9352---Copy

30. ágú. 2016 : Spennandi starf með skóla

Ert þú í leit að gefandi og skemmtilegu starfi með skóla sem veitir þér reynslu og hæfni í samskiptum, skipulagi og skemmtilegheitum? Nokkrar lausar stöður á frístundaheimilum Hafnarfjarðar.

Fraedslustjori

30. ágú. 2016 : Styrkir vegna námskostnaðar

Hafnarfjarðarbær veitir fötluðu fólki styrki til greiðslu námskostnaðar sem ekki er greiddur samkvæmt ákvæðum annarra laga, enda teljist námið hafa gildi sem hæfing eða endurhæfing. Umsóknarfrestur er til og með 30.09.2016

_MG_8568

30. ágú. 2016 : Bæjarstjórnarfundur 31. ágúst

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 31. ágúst. Fundurinn hefst kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34. Útsending fundar hefst kl. 14:00

Hafnarborg

29. ágú. 2016 : Tillögur að haustsýningu

Eins og undanfarin ár gefst sýningarstjórum tækifæri til að senda inn tillögur að sýningu í Hafnarborg haustið 2017. Frestur til að skila inn tillögum rennur út sunnudaginn 30. október 2016.

Gaukas

26. ágú. 2016 : Snyrtileikinn verðlaunaður

Fyrirtækin Héðinn, Krónan og Te og kaffi þykja góðar fyrirmyndir í snyrtimennsku og almennri umgengni. Stjörnugatan er Gauksás 39-65 þar sem íbúar hafa í samstarfi sínu skapað snyrtilega og fallega götuásýnd.  Eigendur garða við Brekkugötu 25, Dvergholt 15, Fléttuvelli 29 og Hringbraut 29 fengu viðurkenningu fyrir fjölbreytni í gróðri, góða hirðingu, snyrtimennsku og metnað í garðyrkjustörfum sínum. 

BokasafnHafnarfjardar

26. ágú. 2016 : Námsaðstaða fyrir háskólanema

Opið er fyrir lyklaúthlutun að fjölnotasal Bókasafns Hafnarfjarðar þessa dagana.  Aðeins fáir lyklar eru eftir til úthlutunar fyrir áhugasama háskólanema sem kjósa að læra í sínum heimabæ. 

Hafnarfjordur

25. ágú. 2016 : Mikill viðsnúningur í rekstri

Rekstrarniðurstaða Hafnarfjarðarbæjar fyrri hluta ársins var jákvæð um 483 milljónir króna en áætlun gerði ráð fyrir að rekstrarafgangur yrði 134 milljónir króna. Greining á heildarrekstri og fjármálum sveitarfélagsins og þær aðgerðir sem gripið var til eru farnar að skila væntum árangri.

14087266_10154474431032888_1867750939_o

23. ágú. 2016 : Lokanir hitaveitu í Hafnarfirði

Miðvikudaginn 24. ágúst fer fram viðgerð á stofnæð hitaveitu Veitna við Fjarðarhraun í Hafnarfirði. Fólki er bent á að hafa skrúfað fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni þegar vatnið kemst á að nýju.

Syningagust2016HafnarborgTilraun

22. ágú. 2016 : Nýjar sýningar í Hafnarborg

Föstudagskvöldið 26. ágúst kl. 20 verða tvær sýningar opnaðar í Hafnarborg. Haustsýning Hafnarborgar 2016, sýningin Tilraun – leir og fleira, í aðalsal safnsins og svo sýning sænska hönnuðarins Jenny Nordberg, 3 – 5 sekúndur – Hröð, handgerð framleiðsla, í Sverrissal Hafnarborgar þar sem hún mun flytja gjörning á opnuninni.
UtsvarAgust2016

22. ágú. 2016 : Vilt þú vera með í Útsvari?

Útsvar verður á dagskrá RÚV tíunda veturinn í röð og stendur nú leit yfir að skemmtilegu og fluggáfuðu fólki sem reiðubúið er að taka þátt fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar. Ábendingar óskast fyrir lok dags fimmtudaginn 25. ágúst.

Síða 1 af 3