Fréttir
VeiturNordurbaerBilun

22. jún. 2016 : Heitavatnslaust í Norðurbænum

Vegna stórrar hitaveitubilunar á Hjallabraut í Hafnarfirði verður heitavatnslaust í nokkrum götum í Norðurbæ Hafnarfjarðar. fólk er beðið um að passa að skrúfa fyrir alla heitavatnskrana til að draga úr hættu á slysi eða tjóni.

IMG_2900

22. jún. 2016 : Ingibjörg kvödd eftir 20 ár

Ingibjörg Einarsdóttir, skrifstofustjóri fræðslu- og frístundasviðs, mun láta af störfum hjá bænum í lok þessa mánaðar fyrir aldurs sakir. Það eru tuttugu ár síðan Ingibjörg hóf störf hjá Hafnarfjarðarbæ eða árið 1996 þegar starfsemi grunnskóla var flutt frá ríki til sveitarfélaga. 

IMG_0251

21. jún. 2016 : Skuggakosningar í Hafnarfirði

Verkefni Ungmennaráðs Hafnarfjarðar „Skuggakosningar í Hafnarfirði“ var eitt þeirra verkefna sem hlaut styrk úr Jafnréttissjóði Íslands. Verkefnið gengur út á það að virkja ungmenni til þátttöku í lýðræði.

FallegiFjordurinn

21. jún. 2016 : Hvar átt þú að kjósa?

Kjörfundur í Hafnarfirði vegna forsetakosninga laugardaginn 25. júní 2016  hefst kl. 9:00 og lýkur kl. 22:00. Kosið verður í Lækjarskóla og Víðistaðaskóla.

Ráðhús Hafnarfjarðar og bæjarbíó

20. jún. 2016 : Bæjarstjórnarfundur 22. júní

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 22. júní nk. og hefst fundurinn kl. 13:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34.

Brulifeyrissjodur

20. jún. 2016 : Brú til nýrra tíma

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga hefur fengið nýtt nafn og nýja ásýnd. Sjóðurinn heitir nú Brú lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga og fylgir nýju nafni bæði nýtt útlit fyrir sjóðinn og heimasíða.

UngmenniHreinsaBaeinn

16. jún. 2016 : 650 ungmenni hreinsa bæinn

650 hafnfirsk ungmenni á aldrinum 14-16 eru nú við mikilvæg hreinsunarstörf víða um bæinn.  Áhersla þessa dagana er lögð á miðbæinn með það fyrir augum að hafa hann snyrtilegan og fínan fyrir sjálfan þjóðhátíðardaginn. 

17-j+¦n+¡-Hafnarfir+¦i-GG-0217

16. jún. 2016 : 17. júní í miðbæ Hafnarfjarðar

Mikil veisla verður í boði í Hafnarfirði á 17. júní, veisla sem teygir anga sína víða um bæinn. Skipulögð dagskrá verður á Thorsplani, við Hafnarborg og Byggðasafn Hafnarfjarðar.

RatleikurHafnarfjardar

16. jún. 2016 : Ratleikur Hafnarfjarðar

Ratleikur Hafnarfjarðar er farinn af stað í 19. sinn. Markmið með leiknum er að hvetja til útivistar og náttúruskoðunar í fjölbreyttu upplandi Hafnarfjarðar. Verður þú Léttfeti, Göngugarpur eða Þrautakóngur eftir sumarið?

LitlaAlfabudinHellisgerdi2

15. jún. 2016 : Litla Álfabúðin í Oddrúnarbæ

Hafnarfjarðarbær hefur gert samning um rekstur í húseign Hafnarfjarðarbæjar í Hellisgerði fyrir fyrirtækið Litlu Álfabúðina.  Reksturinn er til þess fallinn að styrkja ímynd Hafnarfjarðarbæjar sem álfabæjar.    

Mynd1

14. jún. 2016 : Umhverfismennt og útikennsla

Elsta deild leikskólans á Norðurbergi hlaut í gær viðurkenningu fræðsluráðs Hafnarfjarðar árið 2016 fyrir fjölbreytt og áhugavert skólastarf fyrir elstu börn leikskólans. Áherslan í starfinu hefur verið á umhverfismennt og útikennslu. 

Síða 2 af 4