FréttirIMG_2757

30. jún. 2016 : Upplifum leikinn á Thorsplani

Stórleikur Íslands og Frakklands í átta liða úrslitum Evrópumótsins verður sýndur á stórum skjá á Thorsplani kl. 19 á sunnudaginn.  Kynnir á meðan leik stendur er Bryndís Ásmundsdóttir.

Hjolaleidin

30. jún. 2016 : Þríþraut - takmörkun umferðar

Þann 3. júlí n.k. mun 3SH halda sinn árlega Þríþrautardag frá kl. 8:00 – 16:00.  Engin lokun verður á götum en tafir geta orðið á umferð um keppnissvæðið frá kl. 8:00 - 16:00 þannig að hægt sé að tryggja öryggi allra hlutaðeigandi. 

1

28. jún. 2016 : Færi og furðulegir fiskar

Um 250 dorgveiðimenn á aldrinum 6-12 ára mættu á Flensborgarbryggju í Hafnarfirði í dag, munduðu veiðarfærin og kepptust við að veiða sem flesta og furðulegasta fiska. 

_MG_8568

28. jún. 2016 : Atvinnuhverfi fyrir allskonar

Hafnarfjarðarbær auglýsir lausar til umsóknar atvinnulóðir í Hellnahrauni, Kapelluhrauni, Selhrauni og á Völlum miðsvæði fyrir fyrirtæki í leit að framtíðarstaðsetningu. Á svæðinu eru lausar lóðir í ört vaxandi iðnaðar- og athafnahverfi.

Sumarstarf2016

27. jún. 2016 : Skráningu lýkur 1. júlí

Frístundaheimili fyrir börn í 1.-4. bekk starfa við alla grunnskóla í Hafnarfirði. Hlutverk frístundaheimila er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir kennslu fyrir nemendur á aldrinum 6-9 ára.

Yfirlitsmynd

27. jún. 2016 : Atvinnulóðir á vaxtarsvæði

Hafnarfjarðarbær auglýsir lausar til umsóknar fjölda atvinnulóða í Hellnahrauni, Kapelluhrauni, Selhrauni og á Völlum miðsvæði fyrir fjölbreytt fyrirtæki í leit að framtíðarstaðsetningu.  Öflugt atvinnulíf er nú þegar á svæðinu, nálægð við alþjóðaflugvöll og höfn mikil og samgöngur greiðar.

IMG_3153

26. jún. 2016 : Hin árlega dorgveiðikeppni

Þriðjudaginn 28. júní 2016 standa leikjanámskeiðin í Hafnarfirði fyrir hinni árlegu dorgveiðikeppni við Flensborgarbryggju. Keppnin er opin öllum börnum á aldrinum sex til tólf ára.

11165074_477147175786997_5762275433663755198_o

25. jún. 2016 : Þríþrautardagurinn 2016

Sunnudaginn 3. júlí heldur 3SH Þríþrautardaginn 2016 í Hafnarfirði. Keppnin hefur undanfarin ár alfarið verið haldin á Vallasvæði og á Krýsuvíkurvegi Í Hafnarfirði en mun í ár teygja anga sína í miðbæ Hafnarfjarðar og enda þar.

IMG_4353

24. jún. 2016 : Grænfáni til vinnuskóla

Vinnuskóli Hafnarfjarðar tók í dag í fyrsta sinn á móti Grænfánanum, umhverfisviðurkenningu frá Landvernd fyrir árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Vinnuskólinn hefur nú í eitt ár unnið markvisst að því að öðlast þessa viðurkenningu meðal annars fyrir ríka áherslu skólans á umhverfisfræðslu, umhverfisverndun, endurnýtingu og orkusparnað.

KynningarfundurHafnarborg16juni

23. jún. 2016 : Skipulagshönnuðir óskast

Hafnarfjarðarbær leitar eftir skipulagshönnuðum vegna fyrirhugaðrar enduruppbyggingar í vestur hluta Hraunanna í Hafnarfirði, svæðis sem afmarkast af Fjarðarhrauni til austurs, Reykjavíkurvegi til vesturs og Flatahrauni til suðurs.

IMG_0597

23. jún. 2016 : Þjónustusamningur vegna NÚ

Bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum í gær þjónustusamning Hafnarfjarðarbæjar við Framsýn-Skólafélag. Framsýn-Skólafélag hyggst hefja rekstur unglingaskólans Nú í Hafnarfirði haustið 2016 þar sem áhersla verður lögð á upplýsingatækni, heilsu og hreyfingu.

Síða 1 af 4