janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
Þessa dagana er í heimsókn hjá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar hljómsveitin Amandus frá Cuxhaven. Í hljómsveitinni eru 28 hljóðfæraleikarar á aldrinum 13 – 18 ára sem leika á fiðlur, selló, trompetta, básúnur, saxófóna og gítar. Tónleikar sveitar verða 1. júní.
Á vordögum hóf ný hljómsveit göngu sína við tónlistarskólann; Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar sem samanstendur af 35 nemendum sem leika á mismunandi hljóðfæri. Miklar vonir er bundnar við þennan nýja sprota í starfi tónlistarskólans.
Þjóðfánum Íslands, Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar var flaggað við Ráðhús Hafnarfjarðar í morgun en fulltrúar vinabæja Hafnarfjarðar eru staddir í Hafnarfirði þessa dagana vegna undirbúningsfundar vegna vinabæjarmóts 2017.
Bæjarstjórn samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 25. maí að Hafnarfjarðarbær skuli veita hættunni á mansali sérstaka athygli.
Efnt var til móttöku í Ásvallalaug þegar Hrafnhildur Lúthersdóttir kom heim frá EM í sundi.
Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 25. maí nk. og hefst fundurinn kl. 14:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34.
Hafnarfjörður tekur þátt í sundkeppni sveitarfélaganna sem fer fram í Hreyfiviku dagana 23.-29. maí.
Í tilefni af 20 ára afmæli Stóru upplestrarkeppninnar á Íslandi heiðraði menntamálaráðherra Ingibjörgu Einarsdóttur, skrifstofustjóra á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, fyrir framlag sitt til keppninnar.
Starfsmenn bæjarins verða á ferð um bæinn dagana 16. – 22. maí við að sækja garðúrgang heim til íbúa. Allur garðúrgangur þarf að vera í pokum og eru bæjarbúar eindregið hvattir til að nýta sér þjónustuna.
Þakkir til allra. Hátt í sjötíu starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar settu upp hanska, tóku sér kúst og poka í hönd og vörðu góðum tíma við hreinsunarstörf. Þetta framtak er liður í hreinsunarátaki Hafnarfjarðarbæjar dagana 2. - 16. maí.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskóla Hafnarfjarðar fyrir ungmenni fædd 2000 - 2002. Vinna í vinnuskóla hefst 13. júní og stendur yfir til 21. júlí. Vinnustundir á viku eru tólf.