FréttirUmferðaöryggi

18. apr. 2016 : Hjól og umferðaröryggi

Nú er daginn tekið að lengja og þá vex umferð barna í umferðinni, bæði við leik og á leið til og frá skóla. Því er við hæfi að rifja upp nokkur atriði varðandi umferðaröryggi. Hlutverk heimila í umferðarfræðslu og forvörnum er mikilvægt því þar er mótunin sterkust.

Graenmeti

15. apr. 2016 : Viltu rækta þitt eigið grænmeti?

Er ekki grænupplagt að rækta eigið grænmeti í sumar? Úthlutun og greiðsla fyrir garðlönd fer fram í þjónustuveri Hafnarfjarðar. 
IMG_0093

14. apr. 2016 : 22 ára afmæli Vesturkots

Í dag fagnar leikskólinn Vesturkoti 22ja ára afmæli skólans og er nú á afmælisdaginn að fá Grænfánann afhentan í annað sinn.  Innan leikskólans hefur mikil áhersla verið lögð á pappírssparnað, orkusparnað, flokkun á  rusli og umhverfiskennslu með börnum. 

Abendingar

14. apr. 2016 : Ábendingar frá íbúum

Árvökulir íbúar og starfsmenn fyrirtækja eru vinsamlega beðnir um að láta vita af holum og öðru því sem þarfnast lagfæringar við og er á hendi bæjarins með því að senda inn ábendingu þess efnis.

_A124158

13. apr. 2016 : Ársreikningur 2015 til umræðu

Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2015 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í dag. Hækkun launa vegna starfsmats og nýrra kjarasamninga ásamt lífeyrisskuldbindingum vega þungt og skýra að mestu frávik frá fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir 2015. 

Fraedslustjori

13. apr. 2016 : Fanney ráðin fræðslustjóri

Fanney Dóróthe Halldórsdóttir hefur verið ráðin sviðsstjóri fræðslu og frístundaþjónustu Hafnarfjarðarbæjar. Fanney hefur gegnt stöðu skólastjóra Grunnskólans í Sandgerði frá árinu 2007.
Sopbillinn

13. apr. 2016 : Sópun gatna og göngustíga

Vorhreinsun 2016 er hafin og fer hún fram í öllum hverfum. Miðbæjarsvæði Hafnarfjarðar hefur þegar verið sópað einu sinni og verður sópað aftur fyrir Sumardaginn fyrsta.  Þvottur og sópun á húsagötum, aðalgötum og göngustígum er hafin og mun ein umferð vera farin í öllum hverfum.

85 ára afmæli Hauka

12. apr. 2016 : Til hamingju Haukar!

Til hamingju Haukar með 85 árin ykkar. Íþróttir hafa lengi verið hluti af menningu Hafnarfjarðarbæjar. Úr okkar röðum kemur stór hópur afreksfólks á fjölbreyttu sviði sem fær hjörtu okkar til að slá í takt og hafnfirska stoltið til að rísa. 

 

UmhverfisvaktinSvaedi

12. apr. 2016 : Vertu með á umhverfisvaktinni

Verkefnið snýr að umhirðu og fegrun bæjarins. Félögum og hópum í Hafnarfirði stendur til boða að vakta umhverfið og taka að sér að sjá um hreinsun á skilgreindu landsvæði, gegn fjárstyrk. Aðeins tólf hópar komast að í hvert skipti.

Ráðhús Hafnarfjarðar og bæjarbíó

11. apr. 2016 : Bæjarstjórnarfundur 13.apríl

Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar miðvikudaginn 13.apríl nk. og hefst fundurinn kl. 16:00 í Hafnarborg, Strandgötu 34.

12928240_10209263527415058_7506154370771348953_n--1-

8. apr. 2016 : Hvatningarverðlaunin 2016

Hvatningarverðlaun Foreldraráðs Hafnarfjarðar voru afhent á dögunum.  Arnfríður Arnardóttir og Jóhann Óskar Borgþórsson hjá Brettafélagi Hafnarfjarðar hlutu flest atkvæði fyrir vinnu sína í þágu hafnfirskra ungmenna.
Síða 2 af 3