Fréttir
18. feb. 2016 : GoRed í Hafnarfirði

GoRed átakið miðar að því að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjarta- og æðasjúkdóma. Hafnarfjarðarbær tekur virkan þátt í átakinu með því að vekja athygli á verkefninu og hvetja rúmlega 2000 starfsmenn bæjarins til að klæðast rauðu föstudaginn 19. febrúar

17. feb. 2016 : Bókabýttimarkaður barnanna

Bókabýttimarkaður barnanna verður haldinn í Firði á laugardaginn frá kl. 13-15. Tækifæri og vettvangur fyrir börn á grunnskólaaldri að eignast nýjar bækur með því að selja eldri bækur.

Skaeri-og-blad

17. feb. 2016 : Skæri og blað - listasmiðja

Á sunnudaginn kl. 14 býður Hafnarborg fjölskyldum að koma og skapa eitthvað fallegt saman í formi listaverks eða bókverks í tilefni Bóka- og bíóhátíðar barnanna.
IMG_0186

16. feb. 2016 : Iðar allt af lífi og kátínu

Skíma fór nýlega í heimsókn á leikskólann Tjarnarás í Hafnarfirði og fékk kynningu á starfseminni og þeim áhugaverðu og uppbyggjandi þróunarverkefnum sem í gangi eru innan veggja skólans.  

16. feb. 2016 : Andlit lesturs og læsis

Landsliðskonan Fanndís og tónlistarmaðurinn Friðrik Dór eru lestrarsendiherrar Hafnarfjarðar 2016. Þau eru flottar fyrirmyndir og ætla að vera hafnfirskum börnum hvatning til framfara og aukins árangurs á sviði lestrar og læsis

Solvangsreiturinn

16. feb. 2016 : Verkefnisstjóri óskast

Verkefnisstjóri óskast til starfa vegna hönnunar og byggingar hjúkrunarheimilis að Sólvangi. Óskað er eftir aðila með reynslu og þekkingu af sambærilegu verkefni.
BjarkavellirLeikskoli

16. feb. 2016 : Nafn á nýjan leikskóla

Ert þú með hugmynd að nafni fyrir nýjan leikskóla við Bjarkavelli í Hafnarfirði?  Tillögur óskast sendar á netfang bæjarins: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is 

15. feb. 2016 : Bíó alla daga í Bæjarbíói

Bíósýningar verða í Bæjarbíói alla daga þessa viku í tilefni af Bóka- og bíóhátíð barnanna. Þegar hafa rúmlega 700 leikskólabörn boðað komu sína. Um helgina verða bíósýningar í boði fyrir alla fjölskylduna.

Ráðhús Hafnarfjarðar og bæjarbíó

15. feb. 2016 : Bæjarstjórnarfundur 17. febrúar

Boðað hefur verið til fundar í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar miðvikudaginn 17. febrúar 2016 kl. 14:00

Bokasafn

15. feb. 2016 : SMS örsögur og ratleikur

Fjölbreytt dagskrá og skemmtileg verkefni eru í boði á bókasafni Hafnarfjarðar á Bóka- og bíóhátíð barnanna.  SMS örsögukeppni, ljóð unga fólksins, útlánaleikur, ratleikur og saga á umbúðapappír. 

14. feb. 2016 : Lestrarsendiherrar 2016

Bóka- og bíóhátíð barnanna í Hafnarfirði hefst á morgun.  Á opnunarhátíð n.k. þriðjudag verða Lestrarsendiherrar Hafnarfjarðar 2016 kynntir, einstaklingar sem koma úr röðum flottra hafnfirskra fyrirmynda.

Síða 2 af 4