FréttirGatnamotHafnarfjordur

29. jan. 2016 : Þrýst á aðgerðir ráðuneytis

Fulltrúi fyrirtækja á Hellnahrauni og Selhrauni í Hafnarfirði fór á fund innanríkisráðherra á dögunum ásamt bæjarstjóra og formanni skipulags- og byggingarráðs vegna T-gatnamóta sem þykja stórhættuleg og barn síns tíma.

ThettingByggdarHafnarfjordur

29. jan. 2016 : Þétting byggðar - skýrsla

Faglegur starfshópur hefur síðustu mánuði unnið að mati möguleika sem kunna að vera til staðar í hverfum Hafnarfjarðar og í jöðrum byggðar, til þéttingar byggðar.  Niðurstöður liggja fyrir.

29. jan. 2016 : Söngkeppni Hafnarfjarðar

Söngkeppni félagsmiðstöðva Hafnarfjarðar var haldin í vikunni. Keppnin þótti einstaklega hörð í ár enda ótrúlega hæfileikaríkir krakkar í Hafnarfirði. 

28. jan. 2016 : Sinfóníuhljómsveitin

Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar tónlistarskólanna verða haldnir í Langholtskirkju á laugardaginn. Sinfóníuhljómsveitin er samstarfsverkefni fjögurra tónlistarskóla.

27. jan. 2016 : Þjóðarsáttmáli um læsi

Samningur um gerð læsissáttmála fyrir foreldra var undirritaður í dag í Áslandsskóla. Framlag ráðuneytis til samnings eru 14 milljónir króna. 

AllirLesa2016

23. jan. 2016 : Bæjarstjórn með í landsleik

Bæjarstjórn hefur ákveðið að skrá sig til leiks í Landsleik í lestri og skrá lestur sinn á bókum, skýrslum og greinargerðum næsta mánuðinn. Bæjarstjórnin ætlar að virkja fjölskyldur sínar með í þetta verðuga læsisverkefni.
Tjarnavellir

23. jan. 2016 : Varðveislu- og rannsóknasetur

Nýtt Varðveislu- og rannsóknarsetur Þjóðminjasafns er í uppbyggingu á Tjarnarvöllum í Hafnarfirði. Setur sem markar mikilvæg þáttaskil í þjóðminjavörslu á Íslandi. 

FlottafjolskyldurnarOkkar

22. jan. 2016 : Hafnfirsku flóttafjölskyldurnar

Einhver bið verður á flóttafjölskyldunum þremur sem ætla að setjast að í Hafnarfirði. Val á fjölskyldum stendur yfir og er þess að vænta að fjölskyldurnar komi til landsins í byrjun mars.

GudridurOsk

22. jan. 2016 : Guðríður Ósk Elíasdóttir

Við upphaf bæjarstjórnarfundar á miðvikudaginn var Guðríðar Óskar Elíasdóttur minnst. Guðríður Ósk lést nýverið.

_A124158

21. jan. 2016 : Gjald undir meðalverði

Dagvistunargjald frístundaheimila Hafnarfjarðarbæjar er með því lægra sem gerist yfir heildina, einungis 3.146.- kr frá lægsta gjaldi og 8.669.- kr. frá því hæsta. Meðalverð dagvistunar heilt yfir er 19.402.- kr. á meðan verð Hafnarfjarðarbæjar er 17.311.- kr. 

 

20. jan. 2016 : Nýr stjóri Markaðsstofu

Ása Sigríður Þórisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri nýrrar Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Ása mun taka við daglegum rekstri frá miðjum febrúar.

Síða 1 af 4