janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
janúar, febrúar, mars, apríl, maí, júní, júlí, ágúst, september, október, nóvember, desember
Nýárskveðja bæjarstjóra. Áramót eru tíminn þar sem margir leiða hugann að sigrum og afrekum ársins og því sem ætlunin var að gera. Að baki er ansi lifandi og skemmtilegt ár hjá Hafnarfjarðarbæ sem einkenndist af öðruvísi áskorunum og því að marka veginn til framtíðar. Ég horfi bjartsýnn fram á veginn og hlakka til komandi mánaða með mínu fólki.
Settur hefur verið á laggirnar starfshópur innan Hafnarfjarðarbæjar sem hefur það verkefni að vinna að tillögum að bættum starfsaðstæðum kennara í grunnskólum Hafnarfjarðar í þeim tilgangi að tryggja að fagmenntaðir kennarar séu í öllum stöðum, gera kennarastarfið eftirsóknarverðara og mæta áhyggjum kennara varðandi aukið álag í starfi.
Alls unnu 536 hafnfirskir íþróttamenn til Íslandsmeistaratitla á árinu í um 30 greinum frá 14 félögum. Hrafnhildur Lúthersdóttir, landsliðskona í sundi úr Sundfélagi Hafnarfjarðar, var valin íþróttakona Hafnarfjarðar sjöunda árið í röð og Axel Bóasson, landsliðsmaður í golfi úr Golfklúbbnum Keili, íþróttakarl ársins annað árið í röð.
Ívar Bragason hefur verið ráðinn lögmaður hjá Hafnarfjarðarbæ. Ívar lauk mag. jur. prófi frá Háskóla Íslands árið 2008. Hann öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður sama ár. Ívar hefur síðustu ár starfað hjá embætti borgarlögmanns. Hann mun hefja störf í janúar.
Breyting á deiliskipulagi Skarðshlíðar 2. áfangi hefur verið sett í auglýsingu. Breytingin felst í því að lóðir og skilmálum íbúðabyggðar er breytt á 2. áfanga svæðisins. Tillaga er til sýnis hjá Hafnarfjarðarbæ en einnig hægt að nálgast hana rafrænt. Athugasemdir óskast fyrir 13. febrúar 2017.
Þorláksmessustemningin er í Hafnarfirði. Opið í Firði verslunarmiðstöð fram eftir kvöldi auk þess sem verslanir á Strandgötunni og víðar eru opnar til kl. 22-23. Við lofum notalegri og heimilislegri jólastemningu í miðbæ Hafnarfjarðar með jólatónlist, jólatrjám og jólasnjó.
Á aðfangadag jóla verður opið frá kl. 8-13 í Ásvallalaug og Suðurbæjarlaug. Lokað verður á jóladag og annan í jólum og opið frá kl. 8-11 á síðasta degi ársins. Lokað verður í laugunum tveimur á nýársdag. Lokað verður í Sundhöll Hafnarfjarðar alla daga milli jóla- og nýárs.
Í desember og fram í janúar ætlar Hafnarfjarðarbær að bjóða til sölu auka poka fyrir almennt sorp. Þessa poka má setja við hlið sorptunna og verða þeir teknir við reglubundna sorphirðu í bænum á þessu tímabili.