Fréttir23. des. 2015 : Þorláksmessuganga og Jólaþorp

Í kvöld verður jólaganga í Jólaþorpinu í Hafnarfirði. Lagt verður af stað kl. 19.00 frá nýja Lækjarskóla og gengið að Thorsplani. 

23. des. 2015 : Jólakveðja til þín frá okkur

Bæjarstjórn og starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar senda íbúum og fyrirtækjum í Hafnarfirði hugheilar jóla- og nýárskveðjur með innilegu þakklæti fyrir samtal og samstarf á árinu sem er að líða. 

Hlökkum til að takast á við ný og spennandi verkefni með ykkur á nýju ári.

Saman gerum við Hafnarfjörð að besta bæjarfélaginu!

Njótið hátíðanna!

22. des. 2015 : Fræði og fjölmenning - kall eftir ágripum

Opnað hefur verið fyrir skráningu á ráðstefnuna Fræði og fjölmenning 2016. Ráðstefnunni er ætlað að miðla og byggja upp frekari þekkingu á sviði fjölmenningar. 

22. des. 2015 : Bóka- og bíóhátíð barnanna

Til stendur að hefja nýtt ár með menningarhátíð fyrir börn í Hafnarfirði þar sem áhersla verður lögð á bækur og kvikmyndir. Tilgangur hátíðarinnar er að efla áhuga barna á lestri og læsi í víðum skilningi og mun hátíðin styðja við læsisverkefni leik- og grunnskóla bæjarins sem í gangi hefur verið síðustu misseri.

21. des. 2015 : Sandur hjá Þjónustumiðstöð

Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðarbæjar er á vakt nánast allan sólarhringinn við söltun og söndun.

21. des. 2015 : Jákvæðar breytingar hjá Björkunum

Frá og með næstu mánaðarmótum tekur Fimleikafélagið Björk formlega við rekstri á  þeim íþróttamannvirkjum sem félaginu tengjast. 

20. des. 2015 : Útboð á aðkeyptri þjónustu - ábati 111 milljónir

Mikil áhersla hefur verið lögð á að lækka rekstarkostnað Hafnarfjarðarbæjar án þess að skerða þjónustu við bæjarbúa. 

20. des. 2015 : Lagt til að hefja undirbúning nýs skóla

Fjöldi íbúa á Völlum í Hafnarfirði hefur vaxið svo um munar hin síðustu ár. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á svæðinu og er Hraunvallaskóli, eini skólinn á svæðinu, orðinn með þeim stærri á landinu. 

18. des. 2015 : Jóladagskrá Byggðasafnsins

Í desember býður Byggðasafn Hafnarfjarðar leikskólabörnum úr Hafnarfirði og nágrannasveitarfélögunum að koma í heimsókn í Sívertsens-húsið, hús Bjarna riddara Sívertsen og fjölskyldu hans við Vesturgötuna.

18. des. 2015 : Nýsköpun í atvinnumálum fatlaðs fólks

Nýsköpunar- og frumkvöðlaverkefnið Geitungarnir fór af stað í september á þessu ári. 

11. des. 2015 : Endurfjármögnun erlendra lána

Fyrir árslok 2015 verða erlendar skuldir Hafnarfjarðarbæjar greiddar upp að mestu og það að hluta til með nýrri lánveitingu frá Lánasjóði sveitarfélaga. Líklegt er að Lánasjóðurinn komi að frekari endurfjármögnun  á næstu mánuðum.

Síða 2 af 28